"Ég ætla að stroka ykkur út á stafrænan hátt!“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. júní 2014 12:00 Mark Wahlberg er nýja karlhetjan í Transformers-myndunum. Transformers: Age of Extinction, fjórða Transformers-myndin, var frumsýnd á Íslandi í gær. Nú leikur leikarinn Mark Wahlberg aðalkarlhlutverkið og kemur í stað Shia LaBeouf sem var stjarnan í hinum þremur myndunum. Myndin á að gerast fjórum árum eftir lokabardagann í Chicago úr þriðju myndinni, Transformers: Dark of the Moon. Mark leikur einstæðan föður ungrar stúlku sem má ekki fara á stefnumót vegna þess að hún á að einbeita sér að náminu en faðir hennar var sjálfur mjög ungur þegar hann eignaðist hana. Faðirinn vinnur sem uppfinningamaður og lifir á því að kaupa gamalt drasl og nota það í uppfinningar sínar. Einn daginn kemst hann yfir gamlan og gatslitinn trukk en þegar hann byrjar að vinna við hann kemur í ljós að þetta er ekki venjulegur bíll. Aðstandendur kvikmyndarinnar íhuguðu að fá Shia aftur í aðalhlutverkið en vildu nýja karlhetju. Happafengur þykir að hafa nælt í Mark því hann leikur í níutíu prósentum af áhættuatriðum sínum í myndinni. Leikstjórinn Michael Bay ætlaði ekki að leikstýra þessari fjórðu Transformers-mynd en hann leikstýrði hinum þremur sem komu á undan. Roland Emmerich, Joe Johnston, Jon Turteltaub, Stephen Sommers, Louis Leterrier og David Yates þóttu líklegir til að hreppa leikstjórastólinn en Michael skipti um skoðun þegar hann sá Transformers-tækið í skemmtigarði Universal Studios. Þar voru hundruð aðdáenda sem biðu í röðum til að prófa tækið og þá gerði hann sér grein fyrir að hann var ekki tilbúinn til að slíta sig frá Transformers-seríunni. Myndin var tekin upp í Hong Kong að hluta og mætti fjöldinn allur af aðdáendum til að horfa á tökurnar. Eftir að tökum lauk á viðamiklu sprengingaratriði notaði Michael gjallarhorn til að ávarpa fjöldann og sagði: „Haldið þið að þið getið beðið þarna og verið í myndinni minni? Ég ætla að stroka ykkur út á stafrænan hátt!“ Auk Marks eru það Nicola Peltz, Jack Reynor, Ken Watanabe, John Goodman, Kelsey Grammer og Stanley Tucci sem leika í myndinni.Transformers-myndirnar eru gríðarlega vinsælar.Sigurganga Transformers-myndanna Fyrsta myndin í seríunni, sem hét einfaldlega Transformers, var frumsýnd árið 2007, halaði inn um 710 milljónir Bandaríkjadala, 81 milljarð króna, í kvikmyndahúsum á heimsvísu og var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna fyrir brellur og hljóð. Kostnaður við gerð hennar var 150 milljónir dala, rúmir 17 milljarðar króna. Önnur myndin, Transformers: Revenge of the Fallen, var frumsýnd árið 2009. Hún halaði inn 837 milljónir dala, rúma 95 milljarða króna, á heimsvísu en kostaði tvö hundruð milljónir í framleiðslu, tæpa 23 milljarða króna. Sú þriðja, Transformers: Dark of the Moon, var frumsýnd sumarið 2001. Hún aflaði 1.124 milljarða dala, rúmra 128 milljarða króna, á heimsvísu og kostaði 195 milljónir dollara í framleiðslu, rúma 22 milljarða króna. Hún var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna, eins og sú fyrsta – fyrir hljóð og brellur. Óskarinn Tengdar fréttir Ný stjarna er fædd Leikkonan Nicola Peltz er efnileg. 25. júní 2014 11:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Transformers: Age of Extinction, fjórða Transformers-myndin, var frumsýnd á Íslandi í gær. Nú leikur leikarinn Mark Wahlberg aðalkarlhlutverkið og kemur í stað Shia LaBeouf sem var stjarnan í hinum þremur myndunum. Myndin á að gerast fjórum árum eftir lokabardagann í Chicago úr þriðju myndinni, Transformers: Dark of the Moon. Mark leikur einstæðan föður ungrar stúlku sem má ekki fara á stefnumót vegna þess að hún á að einbeita sér að náminu en faðir hennar var sjálfur mjög ungur þegar hann eignaðist hana. Faðirinn vinnur sem uppfinningamaður og lifir á því að kaupa gamalt drasl og nota það í uppfinningar sínar. Einn daginn kemst hann yfir gamlan og gatslitinn trukk en þegar hann byrjar að vinna við hann kemur í ljós að þetta er ekki venjulegur bíll. Aðstandendur kvikmyndarinnar íhuguðu að fá Shia aftur í aðalhlutverkið en vildu nýja karlhetju. Happafengur þykir að hafa nælt í Mark því hann leikur í níutíu prósentum af áhættuatriðum sínum í myndinni. Leikstjórinn Michael Bay ætlaði ekki að leikstýra þessari fjórðu Transformers-mynd en hann leikstýrði hinum þremur sem komu á undan. Roland Emmerich, Joe Johnston, Jon Turteltaub, Stephen Sommers, Louis Leterrier og David Yates þóttu líklegir til að hreppa leikstjórastólinn en Michael skipti um skoðun þegar hann sá Transformers-tækið í skemmtigarði Universal Studios. Þar voru hundruð aðdáenda sem biðu í röðum til að prófa tækið og þá gerði hann sér grein fyrir að hann var ekki tilbúinn til að slíta sig frá Transformers-seríunni. Myndin var tekin upp í Hong Kong að hluta og mætti fjöldinn allur af aðdáendum til að horfa á tökurnar. Eftir að tökum lauk á viðamiklu sprengingaratriði notaði Michael gjallarhorn til að ávarpa fjöldann og sagði: „Haldið þið að þið getið beðið þarna og verið í myndinni minni? Ég ætla að stroka ykkur út á stafrænan hátt!“ Auk Marks eru það Nicola Peltz, Jack Reynor, Ken Watanabe, John Goodman, Kelsey Grammer og Stanley Tucci sem leika í myndinni.Transformers-myndirnar eru gríðarlega vinsælar.Sigurganga Transformers-myndanna Fyrsta myndin í seríunni, sem hét einfaldlega Transformers, var frumsýnd árið 2007, halaði inn um 710 milljónir Bandaríkjadala, 81 milljarð króna, í kvikmyndahúsum á heimsvísu og var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna fyrir brellur og hljóð. Kostnaður við gerð hennar var 150 milljónir dala, rúmir 17 milljarðar króna. Önnur myndin, Transformers: Revenge of the Fallen, var frumsýnd árið 2009. Hún halaði inn 837 milljónir dala, rúma 95 milljarða króna, á heimsvísu en kostaði tvö hundruð milljónir í framleiðslu, tæpa 23 milljarða króna. Sú þriðja, Transformers: Dark of the Moon, var frumsýnd sumarið 2001. Hún aflaði 1.124 milljarða dala, rúmra 128 milljarða króna, á heimsvísu og kostaði 195 milljónir dollara í framleiðslu, rúma 22 milljarða króna. Hún var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna, eins og sú fyrsta – fyrir hljóð og brellur.
Óskarinn Tengdar fréttir Ný stjarna er fædd Leikkonan Nicola Peltz er efnileg. 25. júní 2014 11:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira