Þungamiðja flugumferðar í heiminum færist til Asíu Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. júní 2014 07:00 Auk þess að vera með afbrigðum hljóðlát og þægileg farþegaþota þá eru gluggarnir heldur stærri en maður á að venjast. Fréttablaðið/ÓKÁ Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus spáir því að flugumferð í heiminum komi til með að tvöfaldast á næstu fimmtán árum, sem er áframhald á þeirri þróun sem verið hefur síðustu fjóra áratugi. Núna er aukningin drifin áfram af hagvexti á nýmarkaðssvæðum, einna helst í Asíu, segir John Leahy, yfirmaður viðskiptasviðs Airbus. Þetta kom fram á Innovation Days-kynningu Airbus í Toulouse í Frakklandi fyrr í þessum mánuði. Þar fór flugvélarisinn (Airbus í Evrópu og Boeing í Bandaríkjunum eru nokkurn veginn jafnstór fyrirtæki og skipta með sér til helminga farþegaþotumarkaðnum í heiminum) yfir stöðu og horfur í flugiðnaði í heiminum og kynnti helstu nýjungar og nýbreytni hjá sér. Spár Airbus benda raunar til þess að þungamiðja flugumferðar haldi áfram að færast austar og verði eftir fimmtán til tuttugu ár komin til Asíu. Á þeim tíma kunni líka að verða til keppinautur í Kína sem taki slaginn við bæði Boeing og Airbus, en slíkur risi þurfi allt að því aldarfjórðung til að verða til.John LeahyMynd/Airbus300 milljarðar í rannsóknir og þróun Fyrirtækinu var tíðrætt um tækniframfarir hjá sér og telur sig þar hafa vinninginn yfir Boeing, í eldsneytiskostnaði og hvað almennan rekstrarkostnað vélanna áhrærir. Til þess að ná slíkum árangri þarf einhverju til að kosta og kom fram í máli Leahys að á ári hverju eyði fyrirtækið um tveimur milljörðum evra í rannsóknir og þróun. Upphæðin nemur tæpum 310 milljörðum íslenskra króna (nálægt helmingi af árlegum heildarútgjöldum ríkissjóðs Íslands). Annað sem ýti undir endurnýjun sé svo að flugvellir séu víða um heim komnir að þolmörkum hvað nýtingu varðar. Það setji þrýsting á flugfélög að nota breiðþotur, sem taki fleiri farþega og þurfi því færri lendingar til að skila sama og auknum farþegafjölda. Nýjungar, bæði í nýjum vélum líkt og A350 XWB-þotunum og uppfærslum á öðrum þotum, miði því að því að auka hagkvæmni og um leið þægindi farþega sem í auknum mæli fljúgi lengri vegalengdir.Þótt sæti væru fyrir 240 í A350 XWB-þotunni var nokkurt pláss líka tekið undir margvísleg mælitæki.Fréttablaðið/ÓKÁÍ þessari viðleitni segir Airbus hag sínum best borgið í því að vera með starfsemi sem víðast um heiminn. Simon Ward, varaforseti alþjóðasamvinnusviðs Airbus, segir að með dreifðari starfsemi verði líka til náttúruleg áhættudreifing í starfseminni. Verði áfall í framleiðslu á einum stað þá heldur starfsemin áfram annars staðar. Flugvélaviðskipti fara fram í Bandaríkjadölum og því segir hann líka þurfa að huga að gjaldeyrisvörnum. „Við þurfum aðgang að peningum og með viðveru á heimsvísu fæst aðgangur að fjármagni, auk þess að nærvera við viðskiptavini ýtir undir viðskipti,“ segir hann. „Alþjóðavæðingin fækkar ekki störfum, heldur býr hún til störf. Henni fylgir vöxtur á öllum sviðum.“Shukor Yusof ræðir hér við kollega sinn í líkani af sætaskipan í Airbus þotu.Fréttablaðið/ÓKÁBjartsýnin kannski fullmikil Shukor Yusof, sérfræðingur í flugiðnaði hjá Endau Analytics í Singapúr (áður hjá greiningarfyrirtækinu Standard & Poor's) segir að ákveðinn varnagla þurfi að slá við framtíðarsýn Airbus, hún kunni að vera fullbjartsýn. Þannig sé óvíst að jafn mikill áhugi sé á breiðþotum og Airbus vilji vera láta. Vöxturinn og salan sé hins vegar í Asíu, þar sem hagvöxtur er einna mestur í heiminum. Þannig sé heilmikið rými til áframhaldandi vaxtar í löndum á borð við Búrma og Kína. „En svo þurfa innviðirnir líka að vera í lagi,“ segir hann. Mikillar uppbyggingar sé enn þörf í mörgum Asíulöndum áður en flugfélög geti tekið þar við sér.Á leið í flug. Tæplega 200 blaðamenn fengu að fara með í tilraunaflug í Airbus A350 XWB-þotu á kynningardögum Airbus í mánuðinum. Hér leita nokkrir þeirra að sæti í vélinni.Fréttablaðið/ÓKÁFlottasta þota í heimi? Afhenda á fyrstu Airbus A350 XWB-þotuna í lok þessa árs en tilraunaflug er á áætlun, að sögn Didiers Evrard, aðstoðarforstjóra A350-flugvélaáætlunar Airbus. Keppinautur hennar er Boeing 787 Dreamliner-þotan.Mynd/Airbus„Flugvélasala helst í hendur við hagvöxt, en í Asíu verður líklega áfram meiri markaður fyrir smærri farþegaþotur,“ segir hann. Þá kunni fjármögnun flugfélaga á þotukaupum að vera torveld í sumum löndum. „En flugvélaframleiðendur eiga það sammerkt með sölumönnum annarra farartækja að hafa minni áhyggjur af því hvernig kaupandanum reiðir af eftir að gengið hefur verið frá sölunni.“ Þótt velta sumra flugfélaga í Asíu kunni að vera mikil þá hverfi obbinn af hagnaðinum í vaxtagjöld og rekstrarkostnað.Áður en haldið var í loftið í A350-þotunni dró fólk miða úr skál til þess að skera úr um hverjir fengju að sitja á fyrsta farrými vélarinnar, auk þess sem tekin voru niður nöfn tengiliðar fólks ef ske kynni að vélin færist. Fréttablaðið/ÓKÁÞægilegt flug í ofurhljóðlátri breiðþotu Fagnaðarlæti brutust út meðal blaðamanna á Innovation Days-kynningu Airbus þegar tilkynnt var að morgni annars dags dagskrárinnar að þeim gæfist kostur á að fara með í klukkustundarlangt tilraunaflug í Airbus A350 XWB-breiðþotu. Rétt um ár er liðið frá fyrsta flugi vélarinnar, en stefnt er að fyrstu afhendingu til Quatar Airways fyrir lok þessa árs. Þegar hefur verið samið um sölu á 742 A350 XWB-þotum, en þá er búið að draga frá afturköllun á pöntun Emirates-flugfélagsins á 50 slíkum vélum sem tilkynnt var um í byrjun Innovation Days 11. júní. Airbus segir flugfélagið hafa lagt inn pöntunina árið 2007 og átt að fá fyrstu vélarnar afhentar árið 2019. Airbus segist fullvisst um að pöntunum haldi áfram að fjölga.Engar sviptingar Ef marka má viðtökur blaðamanna í ferðinni þá ætti að geta verið eftirspurn eftir þotunum því hrifning margra var mikil. Þoturnar keppa við Boeing 787 Dreamliner og eiga það sammerkt að bolurinn er úr léttum koltrefjum og tækniframfarir slíkar að helst má líkja þeim við geimskutlur. Að vísu finna farþegar ekki sérstaklega fyrir því í stuttu flugi, þetta er jú ennþá flugvél. Á lengri ferðum nýtast hins vegar hlutir eins og sérstök lýsing um borð (e. mood lighting) og hærri loftþrýstingur (nær því sem gerist á jörðu niðri) þannig að fólk finnur síður til flugþreytu. Áberandi er hins vegar hversu hljóðlát vélin er. Auðvelt er til dæmis að spjalla, jafnvel í hálfum hljóðum, við næsta mann þótt verið sé að taka á loft. Þá má segja að flugferðin sjálf hafi verið afar þægileg og kom aldrei fyrir að farþegar fyndu fyrir skellum vegna ókyrrðar eða titrings. Ræður þar ný tækni sem kemur í veg fyrir að sviptingar í kring um vængina skili sér inn í bol vélarinnar. Því mætti jafnvel líkja upplifuninni við það að fara úr höstum austur-evrópskum fólksbíl yfir í amerískan fleka sem líður áfram um göturnar.Í landganginum Glaðir blaðamenn taka myndir nýlentir eftir klukkustundarflug yfir Pýrenafjöll í Airbus A350 XWB-þotunni. Fréttablaðið/ÓKÁVélin er breiðþota sem þýðir að í henni eru tveir gangar, níu sæti í hverri röð í almennu farrými, þar sem blaðamaður Fréttablaðsins sat. Frammi í vél á fyrsta farrými eru, í þessari uppsetningu, svo fjögur sæti í hverjum gangi, raunar hálfgerðir básar þar sem fólk getur jafnvel lagt sig. Flugfélögum er svo í sjálfsvald sett hvernig þau haga innréttingum og líklegt að einhver fjölbreytni verði í því.Tölur sem horft er til Upplifun af flugi með vélinni var hins vegar mjög þægileg, líka á almennu farrými. Mögulega ræðst það líka af því að sætin eru aðeins breiðari en fólk á að venjast, 18 tommur (45,7 cm) í stað 17 (43,2 cm). Merkilegt hvað getur munað mikið um tvo og hálfan sentímetra. Eftirspurn flugfélaga ræðst hins vegar líkast til fremur af öðrum þáttum, svo sem eldsneytiseyðslu. Fram kom í máli Kirans Rao, aðstoðarframkvæmdastjóra söluáætlana og markaðssetningar Airbus, að fyrir flugrekendur væri hvert sæti í þotum á lengri flugleiðum virði tveggja milljóna dala (228 milljóna króna) og því ekki um neinar smáupphæðir að ræða í þotum sem taka frá 250-350 manns í sæti (eftir því hvort um er að ræða 800-, 900- eða 1000-útfærslu A350-vélanna). Í samanburði við sambærilegar útfærslur Boeing 787 segir hann að rekstrarkostnaður A350-800 og A350-900 sé fimm prósentum lægri á hvert sæti. Og að samanburðurinn í stærstu vélunum, Boeing 777-300R og svo aftur A350-1000 sé Airbus enn frekar í hag, því þá sé rekstrarkostnaður á hvert sæti 25 prósentum lægri á hvert sæti. Þetta eru tölur sem líklegt er að flugrekendur horfi til.Yann Barbaux yfirmaður uppfinninga hjá Airbus, Curtis Carson, yfirmaður kerfissamhæfingar framleiðsluferlasviðs og Michel Roboam, varaforseti framleiðsluferla kynntu nýjungar í framleiðsluferli flugvéla á Innovation Days hjá Airbus.Fréttablaðið/ÓKÁÞrívíð prentun hefur víðtæk áhrif Airbus leggur sérstaka áherslu á uppfinningar og nýbreytni í framleiðslu sinni og starfsemi. Unnið er að hagræðingu í framleiðsluferlum flugvéla, en um leið er líka mikið lagt upp úr uppfinningum sem bæta heildarupplifun flugfarþega, öryggismálum og aðbúnaði og umhverfi flugvalla. „Við vinnum að hönnun nýrra léttmálma og skoðum hagnýtingu þeirra í samhengi við þrívíddarprentun,“ segir Yann Barbaux, yfirmaður uppfinninga hjá Airbus. Meðal annara uppfinninga er öryggisfilma sem endurvarpar leysibendaljósi sem fyrir kemur að beint er að flugvélum. Sú tækni segir Barbaux að hafi verið unnin í samvinnu við lítið tæknifyrirtæki í Halifax í Kanada og komi til með að geta nýst öllum vélum. „Um er að ræða filmu sem leggja má yfir hvaða flugvélarglugga sem er,“ segir hann. Samningur um framleiðsluna var undirritaður í byrjun mánaðarins. „Á ári hverju eru um 4.000 tilvik þar sem leysibendum er beint að flugvélum.“ Þá er unnið að nýju kerfi til þess að tryggja að ferðatöskur fólks komist örugglega á áfangastað og nefnist Bag2Go. Önnur nýjung sem Airbus prófar þessa dagana eru þil sem notuð eru til að klæða byggingar og koma í veg fyrir að þær endurvarpi fjarskiptum sem fram fara milli flugvéla og flugturns á jörðu niðri. Á þeim samskiptum má ekki verða nein truflun, en nýja tæknin getur orðið til þess að minnka verulega það svæði í kringum flugvelli sem ekki má byggja á. „Uppfinningar snúast um breytingar,“ segir Barbaux. „Þetta snýst ekki bara um tækni heldur líka nálgun og vinnulag.“ Ein markverðasta breytingin sem er í döfinni er svo þrívíddarprentunin og miklar vonir bundnar við hagræðingu og sparnað henni samfara. Curtis Carson, yfirmaður kerfissamhæfingar framleiðsluferlasviðs Airbus, segir sparnað sem ná megi fram með tækninni stórkostlegan. Með þrívíddarprentun sé hægt að nota allt að 95 prósent minna hráefni, ekki þurfi sérhæfð steypumót og afskurður heyri sögunni til. „Og um leið er hægt að draga mikið úr þyngd hlutanna,“ segir hann, en léttari flugvélar brenna minna eldsneyti. „Þá getur framleiðsla hlutanna líka farið fram á ísetningarstað og því þarf ekki að ferja hlutina um langan veg og um leið þarf ekki að flytja jafnmikið af hráefni á milli framleiðslustaða.“ Carson segir prenttæknina líka leysa önnur vandamál, svo sem þegar íhluti vantar í eldri vélar, jafnvel hluti þar sem framleiðandinn hefur lagt upp laupana. „Þá er hægt að skanna hlutinn og prenta sem nýjan,“ segir hann og nefnir dæmi um upphengju (sem sjá má hér til hliðar) og aðra smáhluti þar sem ná megi fram 70 prósenta sparnaði á kostnaði. „Minna hráefni þarf til, hluturinn er fyrr til reiðu og maður verður ekki uppiskroppa með birgðir.“ Möguleikarnir segir hann að séu töluverðir, enda sé ný þota samsett úr fjórum milljónum einstakra misstórra hluta.Alls konar gestir úr öllum áttumDagana 11. og 12. júní síðastliðna bauð Airbus blaðamönnum og sérfræðingum frá öllum heimshornum til vinnustöðvar fyrirtækisins í Toulouse í Frakklandi þar sem fram fór hinn árvissi kynningarviðburður Airbus Innovation Days. Í hópi boðsgesta var blaðamaður Fréttablaðsins. Fréttaskýringar Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus spáir því að flugumferð í heiminum komi til með að tvöfaldast á næstu fimmtán árum, sem er áframhald á þeirri þróun sem verið hefur síðustu fjóra áratugi. Núna er aukningin drifin áfram af hagvexti á nýmarkaðssvæðum, einna helst í Asíu, segir John Leahy, yfirmaður viðskiptasviðs Airbus. Þetta kom fram á Innovation Days-kynningu Airbus í Toulouse í Frakklandi fyrr í þessum mánuði. Þar fór flugvélarisinn (Airbus í Evrópu og Boeing í Bandaríkjunum eru nokkurn veginn jafnstór fyrirtæki og skipta með sér til helminga farþegaþotumarkaðnum í heiminum) yfir stöðu og horfur í flugiðnaði í heiminum og kynnti helstu nýjungar og nýbreytni hjá sér. Spár Airbus benda raunar til þess að þungamiðja flugumferðar haldi áfram að færast austar og verði eftir fimmtán til tuttugu ár komin til Asíu. Á þeim tíma kunni líka að verða til keppinautur í Kína sem taki slaginn við bæði Boeing og Airbus, en slíkur risi þurfi allt að því aldarfjórðung til að verða til.John LeahyMynd/Airbus300 milljarðar í rannsóknir og þróun Fyrirtækinu var tíðrætt um tækniframfarir hjá sér og telur sig þar hafa vinninginn yfir Boeing, í eldsneytiskostnaði og hvað almennan rekstrarkostnað vélanna áhrærir. Til þess að ná slíkum árangri þarf einhverju til að kosta og kom fram í máli Leahys að á ári hverju eyði fyrirtækið um tveimur milljörðum evra í rannsóknir og þróun. Upphæðin nemur tæpum 310 milljörðum íslenskra króna (nálægt helmingi af árlegum heildarútgjöldum ríkissjóðs Íslands). Annað sem ýti undir endurnýjun sé svo að flugvellir séu víða um heim komnir að þolmörkum hvað nýtingu varðar. Það setji þrýsting á flugfélög að nota breiðþotur, sem taki fleiri farþega og þurfi því færri lendingar til að skila sama og auknum farþegafjölda. Nýjungar, bæði í nýjum vélum líkt og A350 XWB-þotunum og uppfærslum á öðrum þotum, miði því að því að auka hagkvæmni og um leið þægindi farþega sem í auknum mæli fljúgi lengri vegalengdir.Þótt sæti væru fyrir 240 í A350 XWB-þotunni var nokkurt pláss líka tekið undir margvísleg mælitæki.Fréttablaðið/ÓKÁÍ þessari viðleitni segir Airbus hag sínum best borgið í því að vera með starfsemi sem víðast um heiminn. Simon Ward, varaforseti alþjóðasamvinnusviðs Airbus, segir að með dreifðari starfsemi verði líka til náttúruleg áhættudreifing í starfseminni. Verði áfall í framleiðslu á einum stað þá heldur starfsemin áfram annars staðar. Flugvélaviðskipti fara fram í Bandaríkjadölum og því segir hann líka þurfa að huga að gjaldeyrisvörnum. „Við þurfum aðgang að peningum og með viðveru á heimsvísu fæst aðgangur að fjármagni, auk þess að nærvera við viðskiptavini ýtir undir viðskipti,“ segir hann. „Alþjóðavæðingin fækkar ekki störfum, heldur býr hún til störf. Henni fylgir vöxtur á öllum sviðum.“Shukor Yusof ræðir hér við kollega sinn í líkani af sætaskipan í Airbus þotu.Fréttablaðið/ÓKÁBjartsýnin kannski fullmikil Shukor Yusof, sérfræðingur í flugiðnaði hjá Endau Analytics í Singapúr (áður hjá greiningarfyrirtækinu Standard & Poor's) segir að ákveðinn varnagla þurfi að slá við framtíðarsýn Airbus, hún kunni að vera fullbjartsýn. Þannig sé óvíst að jafn mikill áhugi sé á breiðþotum og Airbus vilji vera láta. Vöxturinn og salan sé hins vegar í Asíu, þar sem hagvöxtur er einna mestur í heiminum. Þannig sé heilmikið rými til áframhaldandi vaxtar í löndum á borð við Búrma og Kína. „En svo þurfa innviðirnir líka að vera í lagi,“ segir hann. Mikillar uppbyggingar sé enn þörf í mörgum Asíulöndum áður en flugfélög geti tekið þar við sér.Á leið í flug. Tæplega 200 blaðamenn fengu að fara með í tilraunaflug í Airbus A350 XWB-þotu á kynningardögum Airbus í mánuðinum. Hér leita nokkrir þeirra að sæti í vélinni.Fréttablaðið/ÓKÁFlottasta þota í heimi? Afhenda á fyrstu Airbus A350 XWB-þotuna í lok þessa árs en tilraunaflug er á áætlun, að sögn Didiers Evrard, aðstoðarforstjóra A350-flugvélaáætlunar Airbus. Keppinautur hennar er Boeing 787 Dreamliner-þotan.Mynd/Airbus„Flugvélasala helst í hendur við hagvöxt, en í Asíu verður líklega áfram meiri markaður fyrir smærri farþegaþotur,“ segir hann. Þá kunni fjármögnun flugfélaga á þotukaupum að vera torveld í sumum löndum. „En flugvélaframleiðendur eiga það sammerkt með sölumönnum annarra farartækja að hafa minni áhyggjur af því hvernig kaupandanum reiðir af eftir að gengið hefur verið frá sölunni.“ Þótt velta sumra flugfélaga í Asíu kunni að vera mikil þá hverfi obbinn af hagnaðinum í vaxtagjöld og rekstrarkostnað.Áður en haldið var í loftið í A350-þotunni dró fólk miða úr skál til þess að skera úr um hverjir fengju að sitja á fyrsta farrými vélarinnar, auk þess sem tekin voru niður nöfn tengiliðar fólks ef ske kynni að vélin færist. Fréttablaðið/ÓKÁÞægilegt flug í ofurhljóðlátri breiðþotu Fagnaðarlæti brutust út meðal blaðamanna á Innovation Days-kynningu Airbus þegar tilkynnt var að morgni annars dags dagskrárinnar að þeim gæfist kostur á að fara með í klukkustundarlangt tilraunaflug í Airbus A350 XWB-breiðþotu. Rétt um ár er liðið frá fyrsta flugi vélarinnar, en stefnt er að fyrstu afhendingu til Quatar Airways fyrir lok þessa árs. Þegar hefur verið samið um sölu á 742 A350 XWB-þotum, en þá er búið að draga frá afturköllun á pöntun Emirates-flugfélagsins á 50 slíkum vélum sem tilkynnt var um í byrjun Innovation Days 11. júní. Airbus segir flugfélagið hafa lagt inn pöntunina árið 2007 og átt að fá fyrstu vélarnar afhentar árið 2019. Airbus segist fullvisst um að pöntunum haldi áfram að fjölga.Engar sviptingar Ef marka má viðtökur blaðamanna í ferðinni þá ætti að geta verið eftirspurn eftir þotunum því hrifning margra var mikil. Þoturnar keppa við Boeing 787 Dreamliner og eiga það sammerkt að bolurinn er úr léttum koltrefjum og tækniframfarir slíkar að helst má líkja þeim við geimskutlur. Að vísu finna farþegar ekki sérstaklega fyrir því í stuttu flugi, þetta er jú ennþá flugvél. Á lengri ferðum nýtast hins vegar hlutir eins og sérstök lýsing um borð (e. mood lighting) og hærri loftþrýstingur (nær því sem gerist á jörðu niðri) þannig að fólk finnur síður til flugþreytu. Áberandi er hins vegar hversu hljóðlát vélin er. Auðvelt er til dæmis að spjalla, jafnvel í hálfum hljóðum, við næsta mann þótt verið sé að taka á loft. Þá má segja að flugferðin sjálf hafi verið afar þægileg og kom aldrei fyrir að farþegar fyndu fyrir skellum vegna ókyrrðar eða titrings. Ræður þar ný tækni sem kemur í veg fyrir að sviptingar í kring um vængina skili sér inn í bol vélarinnar. Því mætti jafnvel líkja upplifuninni við það að fara úr höstum austur-evrópskum fólksbíl yfir í amerískan fleka sem líður áfram um göturnar.Í landganginum Glaðir blaðamenn taka myndir nýlentir eftir klukkustundarflug yfir Pýrenafjöll í Airbus A350 XWB-þotunni. Fréttablaðið/ÓKÁVélin er breiðþota sem þýðir að í henni eru tveir gangar, níu sæti í hverri röð í almennu farrými, þar sem blaðamaður Fréttablaðsins sat. Frammi í vél á fyrsta farrými eru, í þessari uppsetningu, svo fjögur sæti í hverjum gangi, raunar hálfgerðir básar þar sem fólk getur jafnvel lagt sig. Flugfélögum er svo í sjálfsvald sett hvernig þau haga innréttingum og líklegt að einhver fjölbreytni verði í því.Tölur sem horft er til Upplifun af flugi með vélinni var hins vegar mjög þægileg, líka á almennu farrými. Mögulega ræðst það líka af því að sætin eru aðeins breiðari en fólk á að venjast, 18 tommur (45,7 cm) í stað 17 (43,2 cm). Merkilegt hvað getur munað mikið um tvo og hálfan sentímetra. Eftirspurn flugfélaga ræðst hins vegar líkast til fremur af öðrum þáttum, svo sem eldsneytiseyðslu. Fram kom í máli Kirans Rao, aðstoðarframkvæmdastjóra söluáætlana og markaðssetningar Airbus, að fyrir flugrekendur væri hvert sæti í þotum á lengri flugleiðum virði tveggja milljóna dala (228 milljóna króna) og því ekki um neinar smáupphæðir að ræða í þotum sem taka frá 250-350 manns í sæti (eftir því hvort um er að ræða 800-, 900- eða 1000-útfærslu A350-vélanna). Í samanburði við sambærilegar útfærslur Boeing 787 segir hann að rekstrarkostnaður A350-800 og A350-900 sé fimm prósentum lægri á hvert sæti. Og að samanburðurinn í stærstu vélunum, Boeing 777-300R og svo aftur A350-1000 sé Airbus enn frekar í hag, því þá sé rekstrarkostnaður á hvert sæti 25 prósentum lægri á hvert sæti. Þetta eru tölur sem líklegt er að flugrekendur horfi til.Yann Barbaux yfirmaður uppfinninga hjá Airbus, Curtis Carson, yfirmaður kerfissamhæfingar framleiðsluferlasviðs og Michel Roboam, varaforseti framleiðsluferla kynntu nýjungar í framleiðsluferli flugvéla á Innovation Days hjá Airbus.Fréttablaðið/ÓKÁÞrívíð prentun hefur víðtæk áhrif Airbus leggur sérstaka áherslu á uppfinningar og nýbreytni í framleiðslu sinni og starfsemi. Unnið er að hagræðingu í framleiðsluferlum flugvéla, en um leið er líka mikið lagt upp úr uppfinningum sem bæta heildarupplifun flugfarþega, öryggismálum og aðbúnaði og umhverfi flugvalla. „Við vinnum að hönnun nýrra léttmálma og skoðum hagnýtingu þeirra í samhengi við þrívíddarprentun,“ segir Yann Barbaux, yfirmaður uppfinninga hjá Airbus. Meðal annara uppfinninga er öryggisfilma sem endurvarpar leysibendaljósi sem fyrir kemur að beint er að flugvélum. Sú tækni segir Barbaux að hafi verið unnin í samvinnu við lítið tæknifyrirtæki í Halifax í Kanada og komi til með að geta nýst öllum vélum. „Um er að ræða filmu sem leggja má yfir hvaða flugvélarglugga sem er,“ segir hann. Samningur um framleiðsluna var undirritaður í byrjun mánaðarins. „Á ári hverju eru um 4.000 tilvik þar sem leysibendum er beint að flugvélum.“ Þá er unnið að nýju kerfi til þess að tryggja að ferðatöskur fólks komist örugglega á áfangastað og nefnist Bag2Go. Önnur nýjung sem Airbus prófar þessa dagana eru þil sem notuð eru til að klæða byggingar og koma í veg fyrir að þær endurvarpi fjarskiptum sem fram fara milli flugvéla og flugturns á jörðu niðri. Á þeim samskiptum má ekki verða nein truflun, en nýja tæknin getur orðið til þess að minnka verulega það svæði í kringum flugvelli sem ekki má byggja á. „Uppfinningar snúast um breytingar,“ segir Barbaux. „Þetta snýst ekki bara um tækni heldur líka nálgun og vinnulag.“ Ein markverðasta breytingin sem er í döfinni er svo þrívíddarprentunin og miklar vonir bundnar við hagræðingu og sparnað henni samfara. Curtis Carson, yfirmaður kerfissamhæfingar framleiðsluferlasviðs Airbus, segir sparnað sem ná megi fram með tækninni stórkostlegan. Með þrívíddarprentun sé hægt að nota allt að 95 prósent minna hráefni, ekki þurfi sérhæfð steypumót og afskurður heyri sögunni til. „Og um leið er hægt að draga mikið úr þyngd hlutanna,“ segir hann, en léttari flugvélar brenna minna eldsneyti. „Þá getur framleiðsla hlutanna líka farið fram á ísetningarstað og því þarf ekki að ferja hlutina um langan veg og um leið þarf ekki að flytja jafnmikið af hráefni á milli framleiðslustaða.“ Carson segir prenttæknina líka leysa önnur vandamál, svo sem þegar íhluti vantar í eldri vélar, jafnvel hluti þar sem framleiðandinn hefur lagt upp laupana. „Þá er hægt að skanna hlutinn og prenta sem nýjan,“ segir hann og nefnir dæmi um upphengju (sem sjá má hér til hliðar) og aðra smáhluti þar sem ná megi fram 70 prósenta sparnaði á kostnaði. „Minna hráefni þarf til, hluturinn er fyrr til reiðu og maður verður ekki uppiskroppa með birgðir.“ Möguleikarnir segir hann að séu töluverðir, enda sé ný þota samsett úr fjórum milljónum einstakra misstórra hluta.Alls konar gestir úr öllum áttumDagana 11. og 12. júní síðastliðna bauð Airbus blaðamönnum og sérfræðingum frá öllum heimshornum til vinnustöðvar fyrirtækisins í Toulouse í Frakklandi þar sem fram fór hinn árvissi kynningarviðburður Airbus Innovation Days. Í hópi boðsgesta var blaðamaður Fréttablaðsins.
Fréttaskýringar Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira