Síðasta mynd Pauls Walker Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 16:00 Paul Walker lést í bílslysi í fyrra. Hasarmyndin Brick Mansions var frumsýnd hér á landi í gær en með aðalhlutverkið fer Paul heitinn Walker. Paul lést í bílslysi í borginni Santa Clarita í Kaliforníu í lok nóvember í fyrra, fertugur að aldri. Við krufningu leikarans kom í ljós að hann lést bæði vegna brunasára og höggsins sem hann fékk í bílslysinu. Leikarinn var farþegi í Porsche-bifreið sem skall á tré og kviknaði í bílnum í kjölfarið. Brick Mansions er síðasta myndin sem hann lék í áður en hann lést. Sjöunda Fast and the Furious-myndin var í framleiðslu þegar slysið átti sér stað og leikur Paul í henni en tvífari hans var notaður til að klára tökur myndarinnar. Paul leikur leynilögreglumanninn Damien Collier í Brick Mansions en myndin gerist í Denver í Bandaríkjunum. Þar ríkir glundroði og gömul múrsteinshús hýsa hættulegustu glæpamenn borgarinnar. Há glæpatíðni reynist lögreglunni ofviða, og því reisir hún risavaxinn vegg í kringum svæðið til að vernda borgarbúa. Á meðan leynilögreglumaðurinn Damien Collier reynir að uppræta spillingu í borginni, á fyrrverandi fanginn Lino fullt í fangi með að lifa heiðvirðu lífi. Einn dag liggja leiðir þeirra saman þegar glæpaforinginn Tremaine rænir kærustu Linos, og Damien ákveður að þiggja aðstoð hans við að stöðva hættulegt ráðabrugg um að leggja alla borgina í rúst. Tónlistarmaðurinn RZA, einn meðlima rapphljómsveitarinnar Wu-Tang, leikur Tremaine en hann og Paul voru miklir vinir. Andlát Pauls fékk mikið á hann og eyddi hann heilli nótt í að semja lagið Destiny Bends til heiðurs leikaranum. Í öðrum hlutverkum eru David Belle og Catalina Denis.Endurgerð á franskri mynd Brick Mansions er endurgerð á frönsku myndinni District B13 frá árinu 2004. David Belle lék sama karakter í henni og hann gerir í Brick Mansions. Hann talar ekki reiprennandi ensku og ber hana yfirleitt fram með mjög þykkum, frönskum hreim. Til að gera það sannfærandi að Leno hafi búið í Denver um árabil var hasarmyndahetjan Vin Diesel fengin til að tala inn línurnar hans. Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hasarmyndin Brick Mansions var frumsýnd hér á landi í gær en með aðalhlutverkið fer Paul heitinn Walker. Paul lést í bílslysi í borginni Santa Clarita í Kaliforníu í lok nóvember í fyrra, fertugur að aldri. Við krufningu leikarans kom í ljós að hann lést bæði vegna brunasára og höggsins sem hann fékk í bílslysinu. Leikarinn var farþegi í Porsche-bifreið sem skall á tré og kviknaði í bílnum í kjölfarið. Brick Mansions er síðasta myndin sem hann lék í áður en hann lést. Sjöunda Fast and the Furious-myndin var í framleiðslu þegar slysið átti sér stað og leikur Paul í henni en tvífari hans var notaður til að klára tökur myndarinnar. Paul leikur leynilögreglumanninn Damien Collier í Brick Mansions en myndin gerist í Denver í Bandaríkjunum. Þar ríkir glundroði og gömul múrsteinshús hýsa hættulegustu glæpamenn borgarinnar. Há glæpatíðni reynist lögreglunni ofviða, og því reisir hún risavaxinn vegg í kringum svæðið til að vernda borgarbúa. Á meðan leynilögreglumaðurinn Damien Collier reynir að uppræta spillingu í borginni, á fyrrverandi fanginn Lino fullt í fangi með að lifa heiðvirðu lífi. Einn dag liggja leiðir þeirra saman þegar glæpaforinginn Tremaine rænir kærustu Linos, og Damien ákveður að þiggja aðstoð hans við að stöðva hættulegt ráðabrugg um að leggja alla borgina í rúst. Tónlistarmaðurinn RZA, einn meðlima rapphljómsveitarinnar Wu-Tang, leikur Tremaine en hann og Paul voru miklir vinir. Andlát Pauls fékk mikið á hann og eyddi hann heilli nótt í að semja lagið Destiny Bends til heiðurs leikaranum. Í öðrum hlutverkum eru David Belle og Catalina Denis.Endurgerð á franskri mynd Brick Mansions er endurgerð á frönsku myndinni District B13 frá árinu 2004. David Belle lék sama karakter í henni og hann gerir í Brick Mansions. Hann talar ekki reiprennandi ensku og ber hana yfirleitt fram með mjög þykkum, frönskum hreim. Til að gera það sannfærandi að Leno hafi búið í Denver um árabil var hasarmyndahetjan Vin Diesel fengin til að tala inn línurnar hans.
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira