Aukin þjónusta við fatlað fólk Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. júní 2014 07:00 Breytingar verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu frá og með áramótum. Strætó bs. hefur umsjón með þjónustunni að stærstum hluta og þar sem hún skiptir miklu í lífi margra er bæði ljúft og skylt að greina nánar frá því í hverju breytingarnar eru fólgnar. Ákvarðanir um breytingarnar voru teknar af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og skrifað var undir samning við Strætó bs. þar um 19. maí. Rétt er að taka það fram að samningurinn nær ekki til Kópavogs, en þar er í gildi samningur um akstur fyrir fatlað fólk sem Strætó hefur ekki aðkomu að. Breytingarnar munu fela í sér aukna þjónustu við fatlað fólk. Þjónustuver Strætó mun taka við pöntunum á ferðum og með því lengist þjónustutíminn umtalsvert, en þjónustuverið er opið frá klukkan 7 á morgnana til 22 á kvöldin, en í athugun er að lengja opnunartíma þjónustuversins enn frekar. Akstur bíla í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks verður á sömu tímum og akstur strætisvagna. Þá mun breytingin þýða styttri pöntunartíma, en miðað verður við að panta þurfi ferðir með tveggja tíma fyrirvara. Þessi breyting, ásamt lengri opnunartíma þjónustuvers, gerir notendum mun auðveldara fyrir að panta ferðir. Strætó bs. mun ekki sjá um sjálfan aksturinn heldur verður hann á höndum einkaaðila, en í dag er nær allur akstur í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks í höndum einkaaðila. Þá má geta þess að um helmingur af öllum akstri strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu er í höndum einkaaðila, þótt hann sé undir merkjum Strætó bs. Bílarnir verða þannig ekki í eigu Strætó, heldur þjónustuaðila. Við innkaup á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk verða gerðar kröfur um aldur, ástand og gæði bíla og má því reikna með að mikil endurnýjun verði á þeim bílaflota sem sinnir þjónustunni í dag.Áfram samstarf Strætó bs. hefur fjárfest í hugbúnaði eins og þeim sem notaður er í ferðaþjónustu fatlaðra á Norðurlöndunum og víðar. Þannig verður ferðaniðurröðun sem hagkvæmust og sá tími sem notendur þjónustunnar eyða í ferðir sem skemmstur. Strætó mun koma tölvubúnaði fyrir í öllum bílunum og kenna verktökum á hann. Hugbúnaðurinn mun sjá til þess að lengstu ferðir með Ferðaþjónustu fatlaðra taki ekki lengri tíma en lengstu ferðir með hefðbundnum almenningssamgöngum. Eftir sem áður er það í höndum hvers sveitarfélags að skilgreina notendur, gjaldskrá og umfang þjónustunnar, en hún er ætluð fyrir hjólastólanotendur, blinda og þau sem eru ófær um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarrar langvarandi fötlunar. Strætó bs. verður í samskiptum við samráðshóp félagsmálastjóra sveitarfélaganna varðandi þjónustuna. Strætó bs. og starfsmenn sveitarfélaganna hafa haft samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks við undirbúning breytinganna og því samstarfi verður haldið áfram. Það er von Strætó bs. að notendur verði ánægðir með þær breytingar sem verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá og með áramótum, en með þeim verður þjónustan betri en nú; styttri pöntunartími, lengri opnunartími þjónustuvers, betri bílar og markvissari ferðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Breytingar verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu frá og með áramótum. Strætó bs. hefur umsjón með þjónustunni að stærstum hluta og þar sem hún skiptir miklu í lífi margra er bæði ljúft og skylt að greina nánar frá því í hverju breytingarnar eru fólgnar. Ákvarðanir um breytingarnar voru teknar af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og skrifað var undir samning við Strætó bs. þar um 19. maí. Rétt er að taka það fram að samningurinn nær ekki til Kópavogs, en þar er í gildi samningur um akstur fyrir fatlað fólk sem Strætó hefur ekki aðkomu að. Breytingarnar munu fela í sér aukna þjónustu við fatlað fólk. Þjónustuver Strætó mun taka við pöntunum á ferðum og með því lengist þjónustutíminn umtalsvert, en þjónustuverið er opið frá klukkan 7 á morgnana til 22 á kvöldin, en í athugun er að lengja opnunartíma þjónustuversins enn frekar. Akstur bíla í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks verður á sömu tímum og akstur strætisvagna. Þá mun breytingin þýða styttri pöntunartíma, en miðað verður við að panta þurfi ferðir með tveggja tíma fyrirvara. Þessi breyting, ásamt lengri opnunartíma þjónustuvers, gerir notendum mun auðveldara fyrir að panta ferðir. Strætó bs. mun ekki sjá um sjálfan aksturinn heldur verður hann á höndum einkaaðila, en í dag er nær allur akstur í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks í höndum einkaaðila. Þá má geta þess að um helmingur af öllum akstri strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu er í höndum einkaaðila, þótt hann sé undir merkjum Strætó bs. Bílarnir verða þannig ekki í eigu Strætó, heldur þjónustuaðila. Við innkaup á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk verða gerðar kröfur um aldur, ástand og gæði bíla og má því reikna með að mikil endurnýjun verði á þeim bílaflota sem sinnir þjónustunni í dag.Áfram samstarf Strætó bs. hefur fjárfest í hugbúnaði eins og þeim sem notaður er í ferðaþjónustu fatlaðra á Norðurlöndunum og víðar. Þannig verður ferðaniðurröðun sem hagkvæmust og sá tími sem notendur þjónustunnar eyða í ferðir sem skemmstur. Strætó mun koma tölvubúnaði fyrir í öllum bílunum og kenna verktökum á hann. Hugbúnaðurinn mun sjá til þess að lengstu ferðir með Ferðaþjónustu fatlaðra taki ekki lengri tíma en lengstu ferðir með hefðbundnum almenningssamgöngum. Eftir sem áður er það í höndum hvers sveitarfélags að skilgreina notendur, gjaldskrá og umfang þjónustunnar, en hún er ætluð fyrir hjólastólanotendur, blinda og þau sem eru ófær um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarrar langvarandi fötlunar. Strætó bs. verður í samskiptum við samráðshóp félagsmálastjóra sveitarfélaganna varðandi þjónustuna. Strætó bs. og starfsmenn sveitarfélaganna hafa haft samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks við undirbúning breytinganna og því samstarfi verður haldið áfram. Það er von Strætó bs. að notendur verði ánægðir með þær breytingar sem verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá og með áramótum, en með þeim verður þjónustan betri en nú; styttri pöntunartími, lengri opnunartími þjónustuvers, betri bílar og markvissari ferðir.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun