Framhald af endurgerð sem gæti auðveldlega klikkað Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. júní 2014 15:00 Jonah Hill og Channing Tatum snúa aftur í hlutverk sín. Grínmyndin 22 Jump Street var frumsýnd á Íslandi í gær en hún er framhald myndarinnar 21 Jump Street sem frumsýnd var fyrir tveimur árum. Sú mynd var byggð á samnefndri sjónvarpsseríu frá árinu 1987 með Johnny Depp í aðalhlutverki. Kvikmyndaspekúlantar voru sammála um að það að gera framhaldsmynd af endurgerð væri dæmt til að mistakast þegar fréttir bárust af því að 22 Jump Street yrði sumarmyndin 2014. Þessar spár hafa hins vegar ekki ræst og hefur myndin hlotið einróma lof gagnrýnenda og fór beint á toppinn þegar hún var frumsýnd í Bretlandi fyrir stuttu. Ástæðan fyrir þessari velgengni er talin vera sú að myndin reynir aldrei að vera annað en hún er og minnir áhorfandann stanslaust á hve fáránlegt er í raun að gera framhaldsmynd af endurgerð. Í aðalhlutverkum í 22 Jump Street eru Channing Tatum og Jonah Hill, þeir sömu og í fyrri myndinni. Þeir eru mættir til starfa hjá lögreglunni á ný og fara í háskóla til að sinna leynilögreglustörfum. Þar hittir karakter Channings, Jenki, sálufélaga sinn í íþróttaliði skólans og Schmidt, sem Jonah túlkar, laumar sér í hóp listaspíra. Þá fara efasemdir um vináttuna að láta á sér kræla og þeir þurfa að átta sig á því hvort þeir geti átt í þroskuðu sambandi hvor við annan. Tökur á myndinni hófust í lok september í fyrra í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum og lauk þann 15. desember sama ár. Auk Jonah og Channing eru það Peter Stormare, Wyatt Russell, Amber Stevens og Ice Cube sem fara með aðalhlutverkin.Sóðalegt veðmál Channing og Jonah voru gestir í spjallþætti Conans O‘Brien fyrir stuttu þar sem þeir sögðu frá veðmáli sem þeir efndu til þegar 21 Jump Street var frumsýnd. Veðmálið snerist um að Jonah þyrfti að kyssa kóng Channings, þó meðan hann væri í nærbuxum, ef myndin myndi þéna meira en 35 milljónir dollara um frumsýningarhelgina, rúma fjóra milljarða króna. Sú varð raunin en Jonah á enn eftir að standa við sinn hlut af veðmálinu. Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Grínmyndin 22 Jump Street var frumsýnd á Íslandi í gær en hún er framhald myndarinnar 21 Jump Street sem frumsýnd var fyrir tveimur árum. Sú mynd var byggð á samnefndri sjónvarpsseríu frá árinu 1987 með Johnny Depp í aðalhlutverki. Kvikmyndaspekúlantar voru sammála um að það að gera framhaldsmynd af endurgerð væri dæmt til að mistakast þegar fréttir bárust af því að 22 Jump Street yrði sumarmyndin 2014. Þessar spár hafa hins vegar ekki ræst og hefur myndin hlotið einróma lof gagnrýnenda og fór beint á toppinn þegar hún var frumsýnd í Bretlandi fyrir stuttu. Ástæðan fyrir þessari velgengni er talin vera sú að myndin reynir aldrei að vera annað en hún er og minnir áhorfandann stanslaust á hve fáránlegt er í raun að gera framhaldsmynd af endurgerð. Í aðalhlutverkum í 22 Jump Street eru Channing Tatum og Jonah Hill, þeir sömu og í fyrri myndinni. Þeir eru mættir til starfa hjá lögreglunni á ný og fara í háskóla til að sinna leynilögreglustörfum. Þar hittir karakter Channings, Jenki, sálufélaga sinn í íþróttaliði skólans og Schmidt, sem Jonah túlkar, laumar sér í hóp listaspíra. Þá fara efasemdir um vináttuna að láta á sér kræla og þeir þurfa að átta sig á því hvort þeir geti átt í þroskuðu sambandi hvor við annan. Tökur á myndinni hófust í lok september í fyrra í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum og lauk þann 15. desember sama ár. Auk Jonah og Channing eru það Peter Stormare, Wyatt Russell, Amber Stevens og Ice Cube sem fara með aðalhlutverkin.Sóðalegt veðmál Channing og Jonah voru gestir í spjallþætti Conans O‘Brien fyrir stuttu þar sem þeir sögðu frá veðmáli sem þeir efndu til þegar 21 Jump Street var frumsýnd. Veðmálið snerist um að Jonah þyrfti að kyssa kóng Channings, þó meðan hann væri í nærbuxum, ef myndin myndi þéna meira en 35 milljónir dollara um frumsýningarhelgina, rúma fjóra milljarða króna. Sú varð raunin en Jonah á enn eftir að standa við sinn hlut af veðmálinu.
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira