Eitthvað til að bíta í með boltanum - UPPSKRIFTIR Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. júní 2014 11:00 Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst á morgun og um að gera að búa til dýrindissnakk sjálfur heima fyrir. Chili- og súraldinflögur 3 russet-kartöflur Ólífuolía Safi úr hálfu súraldini 1/4 tsk. rautt chiliduft sjávarsalt Hitið ofninn í 190°C. Hreinsið og skrælið kartöflur. Skerið þær í afar þunnar sneiðar. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og burstið með olíu. Setjið kartöflusneiðarnar á plötuna, án þess þó að stafla hverri ofan á aðra. Setjið smá olíu og sjávarsalt ofan á sneiðarnar og bakið í fimmtán til tuttugu mínútur. Setjið sneiðarnar á eldhúspappír og leyfið mestu olíunni að fara úr þeim, blandið síðan súraldinsafanum og chilidufti saman við á meðan sneiðarnar eru enn heitar. Leyfið þeim að kólna áður en þær eru bornar fram. Fengið hér. Gráðaostsídýfa 1 lítill pakki rjómaostur, mjúkur 1/2 bolli fersk steinselja 1/4 bolli laukur 1/2 bolli sýrður rjómi 2 msk. hvítvínsedik 1 hvítlauksgeiri 1 tsk. sterk sósa, til dæmis Tabasco 1 tsk. sítrónubörkur 1/2 tsk. pipar 1/2 bolli niðurskorinn gráðaostur Setjið öll hráefnin nema gráðaost í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið síðan gráðaostinum við og blandið létt saman. Berið fram með snakki, grænmeti eða kjúklingavængjum. Fengið hér. Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst á morgun og um að gera að búa til dýrindissnakk sjálfur heima fyrir. Chili- og súraldinflögur 3 russet-kartöflur Ólífuolía Safi úr hálfu súraldini 1/4 tsk. rautt chiliduft sjávarsalt Hitið ofninn í 190°C. Hreinsið og skrælið kartöflur. Skerið þær í afar þunnar sneiðar. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og burstið með olíu. Setjið kartöflusneiðarnar á plötuna, án þess þó að stafla hverri ofan á aðra. Setjið smá olíu og sjávarsalt ofan á sneiðarnar og bakið í fimmtán til tuttugu mínútur. Setjið sneiðarnar á eldhúspappír og leyfið mestu olíunni að fara úr þeim, blandið síðan súraldinsafanum og chilidufti saman við á meðan sneiðarnar eru enn heitar. Leyfið þeim að kólna áður en þær eru bornar fram. Fengið hér. Gráðaostsídýfa 1 lítill pakki rjómaostur, mjúkur 1/2 bolli fersk steinselja 1/4 bolli laukur 1/2 bolli sýrður rjómi 2 msk. hvítvínsedik 1 hvítlauksgeiri 1 tsk. sterk sósa, til dæmis Tabasco 1 tsk. sítrónubörkur 1/2 tsk. pipar 1/2 bolli niðurskorinn gráðaostur Setjið öll hráefnin nema gráðaost í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið síðan gráðaostinum við og blandið létt saman. Berið fram með snakki, grænmeti eða kjúklingavængjum. Fengið hér.
Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira