Dómari segir sérstakan saksóknara eiga mat á meðdómara við sjálfan sig Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2014 07:00 Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, við meðferð Aurum-málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/GVA Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í svokölluðu Aurum-máli í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir ekki rétt sem haldið hafi verið fram að dómurinn hafi valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki um ættartengsl sérfróðs meðdómara í málinu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur sagst mundu hafa mótmælt skipan Sverris Ólafssonar sem sérfróðs meðdómara í Aurum-málinu ef hann hefði vitað að Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns, sem ákærður var af sérstökum saksóknara og dæmdur í Al-Thani málinu.Ekki við dóminn að sakast Guðjón segir að vegna margs konar misvísandi fréttaflutnings af málinu þyki honum rétt að það komi fram að hann sem dómsformaður gæti að hæfi sérfróðs meðdómsmanns. „Það var gert eins og lög áskilja. Meðdómsmaður hefur enga tilkynningaskyldu út á við. Ef málflytjendur eru ósammála dómsformanni um hæfi meðdómsmanns geta þeir gert athugasemdir. Sé það ekki gert er ekki við dóminn að sakast,“ segir Guðjón. Eftir að flestir sakborningar í Aurum-málinu voru sýknaðir af ákærum sérstaks saksóknara ræddi hann skipan Sverris Ólafssonar sem meðdómara.Ákæruvaldið á sjálft að kanna meðdómendur „Þetta lá ekki fyrir þegar málið var rekið fyrir héraði og ég hefði talið eðlilegt að þetta hefði komið fram áður en viðkomandi aðili hefði tekið sæti í dómnum,“ svaraði Ólafur Þór Hauksson í fréttum Bylgjunnar laugardaginn 8. júní, spurður hvort vakin yrði athygli á þessu atriði fyrir Hæstarétti ef málinu verður áfrýjað þangað eða að jafnvel krafist yrði ómerkingar héraðsdóms á þessum forsendum. Sem fyrr segir telur Guðjón S. Marteinsson ekki við héraðsdóm að sakast geri málflytjendur ekki athugasemdir. „Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að dómurinn, hér dómsformaður eða meðdómsmaður, hafi með athöfnum eða athafnaleysi valdið einhvers konar réttarspjöllum þannig að ákæruvaldið hafi ekki komið að andmælum. Ákæruvaldið á við sjálft sig hvernig það kannar bakgrunn sérfróðra meðdómsmanna. Hvað ákæruvaldið vissi eða vissi ekki er fyrir utan þessa umræðu,“ segir Guðjón. Aurum Holding málið Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í svokölluðu Aurum-máli í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir ekki rétt sem haldið hafi verið fram að dómurinn hafi valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki um ættartengsl sérfróðs meðdómara í málinu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, hefur sagst mundu hafa mótmælt skipan Sverris Ólafssonar sem sérfróðs meðdómara í Aurum-málinu ef hann hefði vitað að Sverrir er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns, sem ákærður var af sérstökum saksóknara og dæmdur í Al-Thani málinu.Ekki við dóminn að sakast Guðjón segir að vegna margs konar misvísandi fréttaflutnings af málinu þyki honum rétt að það komi fram að hann sem dómsformaður gæti að hæfi sérfróðs meðdómsmanns. „Það var gert eins og lög áskilja. Meðdómsmaður hefur enga tilkynningaskyldu út á við. Ef málflytjendur eru ósammála dómsformanni um hæfi meðdómsmanns geta þeir gert athugasemdir. Sé það ekki gert er ekki við dóminn að sakast,“ segir Guðjón. Eftir að flestir sakborningar í Aurum-málinu voru sýknaðir af ákærum sérstaks saksóknara ræddi hann skipan Sverris Ólafssonar sem meðdómara.Ákæruvaldið á sjálft að kanna meðdómendur „Þetta lá ekki fyrir þegar málið var rekið fyrir héraði og ég hefði talið eðlilegt að þetta hefði komið fram áður en viðkomandi aðili hefði tekið sæti í dómnum,“ svaraði Ólafur Þór Hauksson í fréttum Bylgjunnar laugardaginn 8. júní, spurður hvort vakin yrði athygli á þessu atriði fyrir Hæstarétti ef málinu verður áfrýjað þangað eða að jafnvel krafist yrði ómerkingar héraðsdóms á þessum forsendum. Sem fyrr segir telur Guðjón S. Marteinsson ekki við héraðsdóm að sakast geri málflytjendur ekki athugasemdir. „Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að dómurinn, hér dómsformaður eða meðdómsmaður, hafi með athöfnum eða athafnaleysi valdið einhvers konar réttarspjöllum þannig að ákæruvaldið hafi ekki komið að andmælum. Ákæruvaldið á við sjálft sig hvernig það kannar bakgrunn sérfróðra meðdómsmanna. Hvað ákæruvaldið vissi eða vissi ekki er fyrir utan þessa umræðu,“ segir Guðjón.
Aurum Holding málið Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira