Hafði ekki áhuga á að vera lengur í Noregi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2014 06:00 Hreiðar er með mikla reynslu úr landsliðinu og á eftir að styrkja lið Akureyrar mikið. Hann fagnar hér á ÓL í London Fréttablaðið/Valli „Þeir höfðu ekkert samband við mig þannig að sá möguleiki var aldrei uppi á borðinu,“ segir markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson aðspurður hvort ekki hafi komið til greina að spila með ÍR næsta vetur. Margir bjuggust við því að hann færi aftur í Breiðholtið með fyrrverandi félögum sínum en þess í stað samdi hann við Akureyri og tók með sér vin sinn og ÍR-inginn Ingimund Ingimundarson. „Ég hafði ekki áhuga á að vera lengur í Noregi. Ég var með spennandi dæmi í Noregi en það gekk ekki upp þar sem ég er á leið í aðgerð á hné og get þar af leiðandi ekki spilað fyrr en í fyrsta lagi í október,“ segir Hreiðar en hann er spenntur fyrir því að koma heim. „Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun að fara til Akureyrar og ekki verra að fá Didda [Ingimund] með mér. Svo á ég góða vini frá tíma mínum þarna áður þannig að þetta verður bara spennandi.“Átti ekki von á því að semja Hreiðar lék með Akureyri Handboltafélagi fyrstu leiktíðina eftir að það var stofnað, 2006-07. Hann hélt síðan utan í atvinnumennsku og kemur heim frá norska félaginu Nötteroy. „Ég var nú ekkert að reikna með því að semja núna. Ég bjóst allt eins við því að vera samningslaus fram á árið en þá komu Akureyringar inn. Ég skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta blessaðist því allt saman.“ Markvörðurinn segir að lífið í Noregi hafi verið mjög gott að mörgu leyti en það verði gott að komast aftur heim. Hreiðar íhugar jafnvel að taka með sér heim rafmagnsbíl sem hann ekur á ytra. „Fyrst eftir að ég kom út þá keypti ég mér Benz-bíl en hann eyddi óhemju miklu bensíni. Ég var að eyða 100 þúsund krónum á mánuði í bensín. Það var alveg að gera mig bilaðan,“ segir Hreiðar og hlær við. „Ég fór því alveg á hinn endann og keypti mér rafmagnsbíl. Það kostar lítið að reka hann og ég er ánægður með bílinn. Eina vesenið er náttúrulega að hlaða hann. Það er ekkert sérstakt að verða straumlaus úti á miðjum þjóðvegi. Þá labbar maður bara ekkert út á næstu bensínstöð. Bíllinn er góður og aldrei að vita nema fólk muni sjá mig á honum á Akureyri.“ Næst á dagskrá hjá honum er að koma skemmdu húsi fjölskyldunnar í almennilegt stand. Svo verður hægt að selja það en húsið var gallað og hefur Hreiðar staðið í málaferlum í tvö ár vegna þessa. „Það á eftir að vinna mörg handtök í þessu húsi og ég er að spá í að slá bara upp veislu fyrir alla í götunni sem vilja hjálpa þannig að þetta taki sem stystan tíma. Það er bara eitt púsl í einu hjá mér og þetta þarf allt að klárast áður en ég kem heim.“ Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
„Þeir höfðu ekkert samband við mig þannig að sá möguleiki var aldrei uppi á borðinu,“ segir markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson aðspurður hvort ekki hafi komið til greina að spila með ÍR næsta vetur. Margir bjuggust við því að hann færi aftur í Breiðholtið með fyrrverandi félögum sínum en þess í stað samdi hann við Akureyri og tók með sér vin sinn og ÍR-inginn Ingimund Ingimundarson. „Ég hafði ekki áhuga á að vera lengur í Noregi. Ég var með spennandi dæmi í Noregi en það gekk ekki upp þar sem ég er á leið í aðgerð á hné og get þar af leiðandi ekki spilað fyrr en í fyrsta lagi í október,“ segir Hreiðar en hann er spenntur fyrir því að koma heim. „Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun að fara til Akureyrar og ekki verra að fá Didda [Ingimund] með mér. Svo á ég góða vini frá tíma mínum þarna áður þannig að þetta verður bara spennandi.“Átti ekki von á því að semja Hreiðar lék með Akureyri Handboltafélagi fyrstu leiktíðina eftir að það var stofnað, 2006-07. Hann hélt síðan utan í atvinnumennsku og kemur heim frá norska félaginu Nötteroy. „Ég var nú ekkert að reikna með því að semja núna. Ég bjóst allt eins við því að vera samningslaus fram á árið en þá komu Akureyringar inn. Ég skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta blessaðist því allt saman.“ Markvörðurinn segir að lífið í Noregi hafi verið mjög gott að mörgu leyti en það verði gott að komast aftur heim. Hreiðar íhugar jafnvel að taka með sér heim rafmagnsbíl sem hann ekur á ytra. „Fyrst eftir að ég kom út þá keypti ég mér Benz-bíl en hann eyddi óhemju miklu bensíni. Ég var að eyða 100 þúsund krónum á mánuði í bensín. Það var alveg að gera mig bilaðan,“ segir Hreiðar og hlær við. „Ég fór því alveg á hinn endann og keypti mér rafmagnsbíl. Það kostar lítið að reka hann og ég er ánægður með bílinn. Eina vesenið er náttúrulega að hlaða hann. Það er ekkert sérstakt að verða straumlaus úti á miðjum þjóðvegi. Þá labbar maður bara ekkert út á næstu bensínstöð. Bíllinn er góður og aldrei að vita nema fólk muni sjá mig á honum á Akureyri.“ Næst á dagskrá hjá honum er að koma skemmdu húsi fjölskyldunnar í almennilegt stand. Svo verður hægt að selja það en húsið var gallað og hefur Hreiðar staðið í málaferlum í tvö ár vegna þessa. „Það á eftir að vinna mörg handtök í þessu húsi og ég er að spá í að slá bara upp veislu fyrir alla í götunni sem vilja hjálpa þannig að þetta taki sem stystan tíma. Það er bara eitt púsl í einu hjá mér og þetta þarf allt að klárast áður en ég kem heim.“
Olís-deild karla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira