Ég elska Hafnarfjörð Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 „Ég elska þennan bæ,“ hugsa ég með mér á hverjum degi þegar ég keyri á milli Norðurbæjarins þar sem ég bý og Hvaleyrarholtsins þar sem ég vinn. Ég keyri meðfram Fjarðargötunni, virði fyrir mér mannlífið og lít yfir sjóinn til að kanna hvernig hann er stemmdur hverju sinni. Já, ég elska þennan fallega bæ sem á sér merka sögu. Ég hugsa oft til ömmu minnar heitinnar sem ólst upp á Brúsastöðum í stórum systkinahópi og stiklaði yfir hraunið í myrkrinu á hverjum degi til að komast í barnaskólann. Faðir hennar var einn af þessum Göflurum sem biðu á hverjum morgni við húsagafl og vonuðust til að fá vinnu þann daginn til að draga björg í bú. Amma mín fylgdist með Hafnarfirði breytast úr þorpi í bæ og hafði sterkar skoðanir á þeim byggingum sem risu. Ég hugsa einnig til afa míns sem stýrði skipum og sigldi um heimsins höf. Hann átti fiskverkun lengi vel í bænum og skapaði dýrmæt störf fyrir bæjarbúa. Margt hefur breyst og bærinn hefur stækkað mikið þó minningarnar séu á sínum stað. Ég lék mér til dæmis í hrauninu í Norðurbænum sem barn, var unglingur í Hvömmunum og stofnaði fjölskyldu í Setberginu. Grunnskólahátíðin var þriggja skóla hátíð og voru flestir með á hreinu hverjir komu úr hvaða skóla. Frístundabíllinn og Heldriborgarabíllinn Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með Hafnarfirði stækka og sjá ný hverfi rísa. Svo sannarlega hefur margt verið jákvætt við uppbyggingu bæjarfélagsins. Það eru þó ýmsir þættir sem huga þarf betur að í okkar bæ og hefur Framsóknarflokkurinn metnaðarfull málefni á sinni stefnuskrá til að byggja upp enn öflugra samfélag. Við í Framsókn berjumst fyrir því að koma Frístundabílnum aftur á göturnar til að stuðla að minni akstri foreldra út um allan bæ. Þannig skapast dýrmæt tækifæri fyrir foreldra í dagsins önn til að verja tíma sínum betur en í umferðinni. Framsóknarflokkurinn ætlar að koma Heldriborgarabílnum af stað á morgnana sem eldri borgarar geta nýtt sér til að komast til og frá dvalarheimilum, þjónustumiðstöðvum, verslunum, fyrirtækjum og stofnunum. Með tilkomu bílsins mun fleirum gefast tækifæri til að ferðast um og viðhalda tengslum við samborgara sína. Stórefling ferðaþjónustunnar og enn betri skólar Framsóknarflokkurinn ætlar að stórefla ferðaþjónustuna með því að setja á fót Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Upplýsingamiðstöð ferðamanna mun vera með aðsetur á sama stað og markaðsstofan þar sem opnunartíminn er í samræmi við þarfir ferðamanna. Framsóknarflokkurinn mun berjast fyrir fjölbreyttu húsnæðisúrræði fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á námsleiðir á grunn- og framhaldsskólastigi með bein tengsl við atvinnulífið í huga. Við í Framsókn berjumst fyrir að styrkja leik- og grunnskóla bæjarins enn frekar svo hver og einn njóti sinnar sérstöðu. Við eflum innra starf skólanna með því að bjóða upp á öfluga endurmenntun og leggjum okkar af mörkum til að bjóða kennurum góð kjör og viðunandi aðbúnað. Við berjumst fyrir að gerð verði móttökuáætlun fyrir innflytjendur og boðið verði upp á móðurmálskennslu fyrir börn og unglinga með annað móðurmál en íslensku. Skjaldborg um alla Hafnfirðinga En síðast en ekki síst berjumst við í Framsóknarflokknum fyrir því að eldri Hafnfirðingar búi við mannsæmandi aðstæður og þeir geti virkilega átt þægilegt, viðburðaríkt, skemmtilegt og áhyggjulaust ævikvöld. Þetta eru þeir Hafnfirðingar sem hafa átt mestan þátt í að byggja upp fallega bæinn okkar og gera hann að því bæjarfélagi sem það er í dag. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað umfram aðra stjórnmálaflokka að hann stendur vörð um heimilin og mun halda áfram á þeirri braut. Með þátttöku Framsóknar í bæjarmálunum í Hafnarfirði gefast enn fleiri tækifæri til að slá skjaldborg um alla Hafnfirðinga og huga að þeim málefnum sem eru þeim svo kær. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri, meistaranemi í stjórnun menntastofnana, fjögurra barna móðir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og skipar 9. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Linda Hrönn Þórisdóttir Hafnarfjörður Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
„Ég elska þennan bæ,“ hugsa ég með mér á hverjum degi þegar ég keyri á milli Norðurbæjarins þar sem ég bý og Hvaleyrarholtsins þar sem ég vinn. Ég keyri meðfram Fjarðargötunni, virði fyrir mér mannlífið og lít yfir sjóinn til að kanna hvernig hann er stemmdur hverju sinni. Já, ég elska þennan fallega bæ sem á sér merka sögu. Ég hugsa oft til ömmu minnar heitinnar sem ólst upp á Brúsastöðum í stórum systkinahópi og stiklaði yfir hraunið í myrkrinu á hverjum degi til að komast í barnaskólann. Faðir hennar var einn af þessum Göflurum sem biðu á hverjum morgni við húsagafl og vonuðust til að fá vinnu þann daginn til að draga björg í bú. Amma mín fylgdist með Hafnarfirði breytast úr þorpi í bæ og hafði sterkar skoðanir á þeim byggingum sem risu. Ég hugsa einnig til afa míns sem stýrði skipum og sigldi um heimsins höf. Hann átti fiskverkun lengi vel í bænum og skapaði dýrmæt störf fyrir bæjarbúa. Margt hefur breyst og bærinn hefur stækkað mikið þó minningarnar séu á sínum stað. Ég lék mér til dæmis í hrauninu í Norðurbænum sem barn, var unglingur í Hvömmunum og stofnaði fjölskyldu í Setberginu. Grunnskólahátíðin var þriggja skóla hátíð og voru flestir með á hreinu hverjir komu úr hvaða skóla. Frístundabíllinn og Heldriborgarabíllinn Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með Hafnarfirði stækka og sjá ný hverfi rísa. Svo sannarlega hefur margt verið jákvætt við uppbyggingu bæjarfélagsins. Það eru þó ýmsir þættir sem huga þarf betur að í okkar bæ og hefur Framsóknarflokkurinn metnaðarfull málefni á sinni stefnuskrá til að byggja upp enn öflugra samfélag. Við í Framsókn berjumst fyrir því að koma Frístundabílnum aftur á göturnar til að stuðla að minni akstri foreldra út um allan bæ. Þannig skapast dýrmæt tækifæri fyrir foreldra í dagsins önn til að verja tíma sínum betur en í umferðinni. Framsóknarflokkurinn ætlar að koma Heldriborgarabílnum af stað á morgnana sem eldri borgarar geta nýtt sér til að komast til og frá dvalarheimilum, þjónustumiðstöðvum, verslunum, fyrirtækjum og stofnunum. Með tilkomu bílsins mun fleirum gefast tækifæri til að ferðast um og viðhalda tengslum við samborgara sína. Stórefling ferðaþjónustunnar og enn betri skólar Framsóknarflokkurinn ætlar að stórefla ferðaþjónustuna með því að setja á fót Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Upplýsingamiðstöð ferðamanna mun vera með aðsetur á sama stað og markaðsstofan þar sem opnunartíminn er í samræmi við þarfir ferðamanna. Framsóknarflokkurinn mun berjast fyrir fjölbreyttu húsnæðisúrræði fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á námsleiðir á grunn- og framhaldsskólastigi með bein tengsl við atvinnulífið í huga. Við í Framsókn berjumst fyrir að styrkja leik- og grunnskóla bæjarins enn frekar svo hver og einn njóti sinnar sérstöðu. Við eflum innra starf skólanna með því að bjóða upp á öfluga endurmenntun og leggjum okkar af mörkum til að bjóða kennurum góð kjör og viðunandi aðbúnað. Við berjumst fyrir að gerð verði móttökuáætlun fyrir innflytjendur og boðið verði upp á móðurmálskennslu fyrir börn og unglinga með annað móðurmál en íslensku. Skjaldborg um alla Hafnfirðinga En síðast en ekki síst berjumst við í Framsóknarflokknum fyrir því að eldri Hafnfirðingar búi við mannsæmandi aðstæður og þeir geti virkilega átt þægilegt, viðburðaríkt, skemmtilegt og áhyggjulaust ævikvöld. Þetta eru þeir Hafnfirðingar sem hafa átt mestan þátt í að byggja upp fallega bæinn okkar og gera hann að því bæjarfélagi sem það er í dag. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað umfram aðra stjórnmálaflokka að hann stendur vörð um heimilin og mun halda áfram á þeirri braut. Með þátttöku Framsóknar í bæjarmálunum í Hafnarfirði gefast enn fleiri tækifæri til að slá skjaldborg um alla Hafnfirðinga og huga að þeim málefnum sem eru þeim svo kær. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri, meistaranemi í stjórnun menntastofnana, fjögurra barna móðir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og skipar 9. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun