Frjálslyndi, val og ábyrgð Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Ég er oft spurð hvers vegna ég kjósi að starfa á vettvangi stjórnmálanna. Mörgum þykir þetta undarlegt val og spyrja hvort stjórnmálastarf geti ekki verið þreytandi. Það er gaman að vinna á vettvangi stjórnmálanna. Þar er tækifæri til að vinna lífsskoðunum mínum brautargengi. Þetta er afstaða okkar sem tökum þátt í stjórnmálastarfi og gildir þá einu hvort fólk hallast til hægri eða vinstri. Lífsskoðanir mínar fara saman með áherslum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna starfa ég innan hans og kýs hann. Á Íslandi hafa flestir tækifæri til að sjá um sig sjálfir – og ég vil sjá samfélag þar sem allir sjá hag sinn í að gera það. Það geta þó ekki allir staðið á eigin fótum. Íslendingar hafa borið gæfu til þess að þróa öflugt velferðarríki með þéttu öryggisneti fyrir þá sem á því þurfa að halda. Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í því. Einn af mörgum kostum Sjálfstæðisflokksins er, að hann horfir til þess hvernig megi stækka kökuna í stað þess að einblína á það hvernig eigi að skipta henni. Það er grundvallarstef í öllum störfum Sjálfstæðisflokksins að hagsmunir atvinnulífsins og heimilanna fari saman, enda eru þessir hagsmunir hvor sín hliðin á sama peningnum. Það er í atvinnulífinu sem verðmætin verða til – verðmætin sem standa undir lífskjörum okkar allra, menntun og velferð. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki seilast of langt í vasa skattgreiðenda heldur vill hann að borgararnir hafi mest um það að segja hvernig þeir ráðstafi tekjum sínum og ýta þannig undir öflugt atvinnulíf. Það er mitt mat að áherslan skuli lögð á frelsi til orða og athafna. Ramminn sem stjórnmálin skapa á að hvetja fólk til framtakssemi. Ég fylgist með Margréti Pálu, stofnanda Hjallastefnunnar, með aðdáun en það er kona sem steig út fyrir rammann – sem fólk er hrætt við gera breytingar á – og fór í sjálfstæðan rekstur í því sem hún hafði trú á. Í ljós kom að foreldrar eru sammála henni um að það sé rými fyrir aðrar leiðir í menntamálum. Þetta er í hnotskurn afstaða Sjálfstæðisflokksins – að fólk fái að velja. Samfélagið samanstendur af fólki með margvíslegar hugmyndir og mismunandi krafta. Þessar hugmyndir og þennan kraft á fólk að geta nýtt sér á sínum forsendum. En ekki á forsendum stjórnmálamanna, eða kerfisins. Stjórnmál snerta daglegt líf hvers og eins með afdrifaríkum hætti og þess vegna eigum við að taka afstöðu. Sjálfstæðismenn þora að tala hátt og skýrt. Við viljum aukið valfrelsi fyrir fólk, við viljum ábyrgan rekstur og skýra forgangsröðun. Þess vegna hvet ég þig til að setja X við D á laugardaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Ég er oft spurð hvers vegna ég kjósi að starfa á vettvangi stjórnmálanna. Mörgum þykir þetta undarlegt val og spyrja hvort stjórnmálastarf geti ekki verið þreytandi. Það er gaman að vinna á vettvangi stjórnmálanna. Þar er tækifæri til að vinna lífsskoðunum mínum brautargengi. Þetta er afstaða okkar sem tökum þátt í stjórnmálastarfi og gildir þá einu hvort fólk hallast til hægri eða vinstri. Lífsskoðanir mínar fara saman með áherslum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna starfa ég innan hans og kýs hann. Á Íslandi hafa flestir tækifæri til að sjá um sig sjálfir – og ég vil sjá samfélag þar sem allir sjá hag sinn í að gera það. Það geta þó ekki allir staðið á eigin fótum. Íslendingar hafa borið gæfu til þess að þróa öflugt velferðarríki með þéttu öryggisneti fyrir þá sem á því þurfa að halda. Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í því. Einn af mörgum kostum Sjálfstæðisflokksins er, að hann horfir til þess hvernig megi stækka kökuna í stað þess að einblína á það hvernig eigi að skipta henni. Það er grundvallarstef í öllum störfum Sjálfstæðisflokksins að hagsmunir atvinnulífsins og heimilanna fari saman, enda eru þessir hagsmunir hvor sín hliðin á sama peningnum. Það er í atvinnulífinu sem verðmætin verða til – verðmætin sem standa undir lífskjörum okkar allra, menntun og velferð. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki seilast of langt í vasa skattgreiðenda heldur vill hann að borgararnir hafi mest um það að segja hvernig þeir ráðstafi tekjum sínum og ýta þannig undir öflugt atvinnulíf. Það er mitt mat að áherslan skuli lögð á frelsi til orða og athafna. Ramminn sem stjórnmálin skapa á að hvetja fólk til framtakssemi. Ég fylgist með Margréti Pálu, stofnanda Hjallastefnunnar, með aðdáun en það er kona sem steig út fyrir rammann – sem fólk er hrætt við gera breytingar á – og fór í sjálfstæðan rekstur í því sem hún hafði trú á. Í ljós kom að foreldrar eru sammála henni um að það sé rými fyrir aðrar leiðir í menntamálum. Þetta er í hnotskurn afstaða Sjálfstæðisflokksins – að fólk fái að velja. Samfélagið samanstendur af fólki með margvíslegar hugmyndir og mismunandi krafta. Þessar hugmyndir og þennan kraft á fólk að geta nýtt sér á sínum forsendum. En ekki á forsendum stjórnmálamanna, eða kerfisins. Stjórnmál snerta daglegt líf hvers og eins með afdrifaríkum hætti og þess vegna eigum við að taka afstöðu. Sjálfstæðismenn þora að tala hátt og skýrt. Við viljum aukið valfrelsi fyrir fólk, við viljum ábyrgan rekstur og skýra forgangsröðun. Þess vegna hvet ég þig til að setja X við D á laugardaginn.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun