Neyðarakstur og þrenging gatna Björn Gíslason skrifar 28. maí 2014 08:45 Meirihluti borgarstjórnar þ.e. Samfylkingin og Björt framtíð, þrengja markvisst að fjölskyldubílnum og er það yfirlýst stefna samkvæmt nýju aðalskipulagi höfuðborgarinnar að breyta umferðarkerfinu og þar með daglegum ferðavenjum íbúa borgarinnar. Stefnunni hefur þegar verið komið í framkvæmd með þrengingu gatna og fækkun bílastæða sbr. Snorrabraut, Borgartún og Hofsvallagata. Samkvæmt aðalskipulagi/hverfisskipulagi á m.a. að þrengja Miklubraut frá Kringlumýrarbraut að Lönguhlíð, Hringbraut frá Melatorgi og út á Eiðisgranda og svo Gullinbrú í Grafarvogi. Þetta eiga að vera svokallaðar „Borgargötur“ þar sem auk þrengingar er dregið úr umferðarhraða. Hætt verður við gerð mannvirkja sem greiða fyrir bílaumferð s.s. mislægra gatnamóta.Mínútur geta skipt máli Þrenging gatna sem jafnframt eru stofnbrautir er alvörumál fyrir aðila sem sinna neyðarþjónustu eins og lögreglu, sjúkralið og slökkvilið. Þessir aðilar þurfa oft að komast sem fyrst á útkallsstað og í sumum tilfellum getur verið um mannslíf að ræða. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu og eru um 25 þúsund sjúkraflutningar framkvæmdir árlega. 25-30% af þeim eru neyðar- og bráðaflutningar og langflestir í höfuðborginni. Því er ljóst að fyrirhugaðar þrengingar á stofnbrautum í Reykjavík verða til þess að aðilar sem sinna neyðarþjónustu komast seinna á útkallsstað. Samráð við lögreglu, slökkvilið o.fl. er nokkuð sem verður að hafa við gerð umferðarskipulags en samráð er nokkuð sem núverandi borgaryfirvöld virðast eingöngu tala um á tyllidögum. Við megum ekki velja okkur skipulag sem minnkar gæði neyðarþjónustu við okkur og við eigum að hafa að leiðarljósi í samgöngumálum í Reykjavík að tryggja val á milli ólíkra samgöngukosta, hvort sem fólk kýs að nota almenningssamgöngur, fjölskyldubílinn, hjól eða tvo jafnfljóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar þ.e. Samfylkingin og Björt framtíð, þrengja markvisst að fjölskyldubílnum og er það yfirlýst stefna samkvæmt nýju aðalskipulagi höfuðborgarinnar að breyta umferðarkerfinu og þar með daglegum ferðavenjum íbúa borgarinnar. Stefnunni hefur þegar verið komið í framkvæmd með þrengingu gatna og fækkun bílastæða sbr. Snorrabraut, Borgartún og Hofsvallagata. Samkvæmt aðalskipulagi/hverfisskipulagi á m.a. að þrengja Miklubraut frá Kringlumýrarbraut að Lönguhlíð, Hringbraut frá Melatorgi og út á Eiðisgranda og svo Gullinbrú í Grafarvogi. Þetta eiga að vera svokallaðar „Borgargötur“ þar sem auk þrengingar er dregið úr umferðarhraða. Hætt verður við gerð mannvirkja sem greiða fyrir bílaumferð s.s. mislægra gatnamóta.Mínútur geta skipt máli Þrenging gatna sem jafnframt eru stofnbrautir er alvörumál fyrir aðila sem sinna neyðarþjónustu eins og lögreglu, sjúkralið og slökkvilið. Þessir aðilar þurfa oft að komast sem fyrst á útkallsstað og í sumum tilfellum getur verið um mannslíf að ræða. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu og eru um 25 þúsund sjúkraflutningar framkvæmdir árlega. 25-30% af þeim eru neyðar- og bráðaflutningar og langflestir í höfuðborginni. Því er ljóst að fyrirhugaðar þrengingar á stofnbrautum í Reykjavík verða til þess að aðilar sem sinna neyðarþjónustu komast seinna á útkallsstað. Samráð við lögreglu, slökkvilið o.fl. er nokkuð sem verður að hafa við gerð umferðarskipulags en samráð er nokkuð sem núverandi borgaryfirvöld virðast eingöngu tala um á tyllidögum. Við megum ekki velja okkur skipulag sem minnkar gæði neyðarþjónustu við okkur og við eigum að hafa að leiðarljósi í samgöngumálum í Reykjavík að tryggja val á milli ólíkra samgöngukosta, hvort sem fólk kýs að nota almenningssamgöngur, fjölskyldubílinn, hjól eða tvo jafnfljóta.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar