Hagræn áhrif íþrótta Eva Baldursdóttir skrifar 23. maí 2014 07:00 Starfsemi íþróttafélaga þykir flestum sjálfsögð og nauðsynleg þjónusta. Í hverfafélaginu slær hjarta hverfisins iðulega örast. Þar fagna menn sigrum og standa saman í ósigrum – óháð stétt, stöðu eða daglegu fjasi. Íbúar hverfisins leggja hönd á plóg við að gera starfsemi félaganna eins og best verður á kosið, í þágu barna sinna og ungmenna. Í hverfafélögum er því að finna mikil verðmæti, félagsauðinn.En af hverju hagræn áhrif íþrótta? Meginhlutverk þeirra sem fást við pólitík á sveitarstjórnarstigi er að forgangsraða fjármunum. Vandinn er hins vegar sá að þeir fjármunir eru af skornum skammti. Þegar þrengir frekar að er hætt við að lögbundin grunnþjónusta, svo sem skólar og velferðarþjónusta, njóti forgangs umfram þá þjónustu sveitarfélaga sem ekki er lögbundin. Það liggja hins vegar hættur í því að skera við nögl í íþrótta- og æskulýðsstarfi, einkum vegna forvarnargildis þess. Mikilvægi íþrótta og annarrar skipulagðrar æskulýðsstarfsemi, út frá félagslegum gildum er löngu kunn. Hitt er óplægður akur, það er hvort íþróttir hafi í sjálfu sér hagrænt gildi fyrir samfélagið. Slík vitneskja gæti hins vegar auðveldað rökstuðning fjárfestinga hins opinbera sem tengjast íþróttum.En hvað er hagrænt við íþróttir? Í fyrsta lagi forvarnargildi íþrótta fyrir samfélagið. Í öðru lagi sjálfboðaliðavinnan sem unnin er innan veggja íþróttafélaga. Fjöldi fólks gefur vinnu sína í þágu félagsins og í því felast gríðarleg verðmæti. Í þriðja lagi er fjöldi íþróttaviðburða og –móta sem fjöldinn allur af erlendum ferðamönnum sækir heim og færist það í aukana. Má helst nefna Reykjavíkurmaraþonið, Reykjavik International Games (RIG), þar sem sett eru fjöldamet erlendra þátttakenda á hverju ári, Rey Cup o.s.frv. Meðal íþróttamóta sem haldin verða í Reykjavík á næstunni sem þúsund erlendra þátttakenda munu sækja eru Evrópumót í fimleikum 2014, Smáþjóðaleikarnir 2015 og Evrópumeistaramótið í skák 2015. Í Íþróttastefnu Reykjavíkur til ársins 2020, sem við meirihlutinn unnum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur, er ein af lykilaðgerðunum að rannsaka hagræn áhrif íþrótta. Við höfum því lagt áherslu á að sú rannsókn fari fram sem allra fyrst, en til að fá sem skýrastar niðurstöður er aðkoma ríkisins nauðsynleg. Í forgangsröðun fjármuna hjá hinu opinbera hafa íþróttir og menning iðulega átt undir högg að sækja. Rannsókn á hagrænum gildum menningar og skapandi greina formgerði það sem flestir listamenn þegar vissu – að opinberir fjármunir sem varið er í menningu er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í opinbera sjóði og til samfélagsins í heild. Ég tel að niðurstaða úr rannsókn um hagrænt gildi íþrótta skili sömu niðurstöðu. Þess vegna munum við í Samfylkingunni hafa forgöngu um að hrinda henni í framkvæmd sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Starfsemi íþróttafélaga þykir flestum sjálfsögð og nauðsynleg þjónusta. Í hverfafélaginu slær hjarta hverfisins iðulega örast. Þar fagna menn sigrum og standa saman í ósigrum – óháð stétt, stöðu eða daglegu fjasi. Íbúar hverfisins leggja hönd á plóg við að gera starfsemi félaganna eins og best verður á kosið, í þágu barna sinna og ungmenna. Í hverfafélögum er því að finna mikil verðmæti, félagsauðinn.En af hverju hagræn áhrif íþrótta? Meginhlutverk þeirra sem fást við pólitík á sveitarstjórnarstigi er að forgangsraða fjármunum. Vandinn er hins vegar sá að þeir fjármunir eru af skornum skammti. Þegar þrengir frekar að er hætt við að lögbundin grunnþjónusta, svo sem skólar og velferðarþjónusta, njóti forgangs umfram þá þjónustu sveitarfélaga sem ekki er lögbundin. Það liggja hins vegar hættur í því að skera við nögl í íþrótta- og æskulýðsstarfi, einkum vegna forvarnargildis þess. Mikilvægi íþrótta og annarrar skipulagðrar æskulýðsstarfsemi, út frá félagslegum gildum er löngu kunn. Hitt er óplægður akur, það er hvort íþróttir hafi í sjálfu sér hagrænt gildi fyrir samfélagið. Slík vitneskja gæti hins vegar auðveldað rökstuðning fjárfestinga hins opinbera sem tengjast íþróttum.En hvað er hagrænt við íþróttir? Í fyrsta lagi forvarnargildi íþrótta fyrir samfélagið. Í öðru lagi sjálfboðaliðavinnan sem unnin er innan veggja íþróttafélaga. Fjöldi fólks gefur vinnu sína í þágu félagsins og í því felast gríðarleg verðmæti. Í þriðja lagi er fjöldi íþróttaviðburða og –móta sem fjöldinn allur af erlendum ferðamönnum sækir heim og færist það í aukana. Má helst nefna Reykjavíkurmaraþonið, Reykjavik International Games (RIG), þar sem sett eru fjöldamet erlendra þátttakenda á hverju ári, Rey Cup o.s.frv. Meðal íþróttamóta sem haldin verða í Reykjavík á næstunni sem þúsund erlendra þátttakenda munu sækja eru Evrópumót í fimleikum 2014, Smáþjóðaleikarnir 2015 og Evrópumeistaramótið í skák 2015. Í Íþróttastefnu Reykjavíkur til ársins 2020, sem við meirihlutinn unnum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur, er ein af lykilaðgerðunum að rannsaka hagræn áhrif íþrótta. Við höfum því lagt áherslu á að sú rannsókn fari fram sem allra fyrst, en til að fá sem skýrastar niðurstöður er aðkoma ríkisins nauðsynleg. Í forgangsröðun fjármuna hjá hinu opinbera hafa íþróttir og menning iðulega átt undir högg að sækja. Rannsókn á hagrænum gildum menningar og skapandi greina formgerði það sem flestir listamenn þegar vissu – að opinberir fjármunir sem varið er í menningu er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka í opinbera sjóði og til samfélagsins í heild. Ég tel að niðurstaða úr rannsókn um hagrænt gildi íþrótta skili sömu niðurstöðu. Þess vegna munum við í Samfylkingunni hafa forgöngu um að hrinda henni í framkvæmd sem allra fyrst.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun