Aron tilbúinn að þjálfa bæði Ísland og Kolding Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. maí 2014 07:00 Aron vann deild og bikar í Danmörku. vísir/Daníel „Þetta var algjörlega frábært,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, sem gerði danska stórliðið KIF Kolding að dönskum meisturum eftir tvo sigra á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron hefur stýrt liðinu undanfarna mánuði eftir að þjálfari þess veiktist og hefur árangurinn verið frábær. Auk þess að gera liðið að meisturum vann Aron danska bikarinn með liðið en hann hefur varla stigið feilspor með danska liðið. „Maður vissi þegar út var farið að verkefnið yrði erfitt. Það var mikið um meiðsli í liðinu og þannig vandamál en samt var stefnt að góðum árangri. Ég er án Kims Andersson og Lasse Boesen allan tímann og Joachim Boldsen kemur ekki inn fyrr en í undanúrslitunum. Ég var lengi að vinna með lítinn hóp og fyrstu vikurnar voru svona 6-8 á æfingum. Í einum leik vorum við án hornamanna og tómt rugl. Það var bara frábært að klára þetta með tveimur titlum,“ segir Aron við Fréttablaðið. Eðlilega vilja forráðamenn Kolding ólmir halda Aroni hjá félaginu en frá því hefur verið greint að Danirnir eru búnir að bjóða Aroni áframhaldandi samning. „Það skýrist í vikunni hvað verður. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér. Svona hvort þetta gangi upp gagnvart fjölskyldunni og fleira,“ segir Aron sem er tilbúinn að þjálfa liðið samhliða því að stýra íslenska landsliðinu. Íslendingar þurfa ekki að óttast að Aron sé að hætta með það alveg strax. „Ef ég tek að mér Kolding-starfið vil ég þjálfa bæði liðin. Umhverfið hjá Kolding er þannig að maður sér það sem möguleika. Ég er með tvo aðstoðarþjálfara, í Kaupmannahöfn og Kolding, og deildin er þannig að það koma léttir leikir inn á milli. Þetta er líka öðruvísi en í Þýskalandi þar sem eru t.d. mun lengri ferðalög.“ Hann er þó aðeins með samning fram yfir HM í Katar. „Það hefur ekki verið rætt um neitt framhald formlega. Við höfum aðeins talað saman en ekki komist neitt áfram með það,“ segir landsliðsþjálfarinn sem stýrir liðinu á HM í Katar, komist það í gegnum umspilið gegn Bosníu í sumar. Næst hjá Aroni taka við æfingar með úrtakshópa sem kynntir verða í dag. „Þar verður unnið með stóra hópa og við byrjum strax á miðvikudaginn. Ég verð þá kominn strax aftur í landsliðsbúninginn og verð í honum fram yfir 15. júní,“ segir Aron. Íslenski handboltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Sjá meira
„Þetta var algjörlega frábært,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, sem gerði danska stórliðið KIF Kolding að dönskum meisturum eftir tvo sigra á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aron hefur stýrt liðinu undanfarna mánuði eftir að þjálfari þess veiktist og hefur árangurinn verið frábær. Auk þess að gera liðið að meisturum vann Aron danska bikarinn með liðið en hann hefur varla stigið feilspor með danska liðið. „Maður vissi þegar út var farið að verkefnið yrði erfitt. Það var mikið um meiðsli í liðinu og þannig vandamál en samt var stefnt að góðum árangri. Ég er án Kims Andersson og Lasse Boesen allan tímann og Joachim Boldsen kemur ekki inn fyrr en í undanúrslitunum. Ég var lengi að vinna með lítinn hóp og fyrstu vikurnar voru svona 6-8 á æfingum. Í einum leik vorum við án hornamanna og tómt rugl. Það var bara frábært að klára þetta með tveimur titlum,“ segir Aron við Fréttablaðið. Eðlilega vilja forráðamenn Kolding ólmir halda Aroni hjá félaginu en frá því hefur verið greint að Danirnir eru búnir að bjóða Aroni áframhaldandi samning. „Það skýrist í vikunni hvað verður. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér. Svona hvort þetta gangi upp gagnvart fjölskyldunni og fleira,“ segir Aron sem er tilbúinn að þjálfa liðið samhliða því að stýra íslenska landsliðinu. Íslendingar þurfa ekki að óttast að Aron sé að hætta með það alveg strax. „Ef ég tek að mér Kolding-starfið vil ég þjálfa bæði liðin. Umhverfið hjá Kolding er þannig að maður sér það sem möguleika. Ég er með tvo aðstoðarþjálfara, í Kaupmannahöfn og Kolding, og deildin er þannig að það koma léttir leikir inn á milli. Þetta er líka öðruvísi en í Þýskalandi þar sem eru t.d. mun lengri ferðalög.“ Hann er þó aðeins með samning fram yfir HM í Katar. „Það hefur ekki verið rætt um neitt framhald formlega. Við höfum aðeins talað saman en ekki komist neitt áfram með það,“ segir landsliðsþjálfarinn sem stýrir liðinu á HM í Katar, komist það í gegnum umspilið gegn Bosníu í sumar. Næst hjá Aroni taka við æfingar með úrtakshópa sem kynntir verða í dag. „Þar verður unnið með stóra hópa og við byrjum strax á miðvikudaginn. Ég verð þá kominn strax aftur í landsliðsbúninginn og verð í honum fram yfir 15. júní,“ segir Aron.
Íslenski handboltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Sjá meira