Enski boltinn

Lýkur níu ára eyðimerkurgöngu í dag?

Lukas Podolski stekkur á bak Aarons Ramsey.
Lukas Podolski stekkur á bak Aarons Ramsey. Vísir/Getty
Arsenal og Hull eigast í dag við í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley-leikvanginum. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þekkir vel að vinna titla en hann hefur þrívegis unnið ensku bikarkeppnina með liðinu. Arsenal hefur hins vegar ekki unnið neina keppni síðan 2005 og margir stuðningsmenn þess eru orðnir langþreyttir á biðinni.

Wenger sagði að það gæti vissulega haft áhrif. „En þegar leikmenn ganga inn á völlinn þá gleymist allt annað,“ sagði hann. „Leikmenn eru ekki að hugsa um söguna heldur aðeins að nýta sína styrkleika og standa sig vel. Það er það sem við þurfum að gera í þessum leik.“

Hull endaði í sextánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vor og hefur aldrei unnið bikarkeppnina.

Í dag ráðast einnig úrslitin í spænsku úrvalsdeildinni en á sama hefst leikur Barcelona og Atletico Madrid í lokaumferðinni. Atletico er með þriggja stiga forystu á Börsunga sem er þó með betra markahlutfall. Barcelona vinnur því titilinn með sigri í dag. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport 3 og Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×