Ekki er allt sem sýnist Halldór Halldórsson skrifar 16. maí 2014 07:00 Það er hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að benda á sem flestar hliðar mála svo íbúar hafi sem bestar upplýsingar til að draga sínar ályktanir. Rekstur í öllum bæjarfélögum er grunnurinn undir þann möguleika að veita góða þjónustu og fara vel með skattfé borgaranna. Ekki fyrir löngu var ársreikningur Reykjavíkurborgar kynntur. Grundvallaratriði við lestur ársreiknings eins og Reykjavíkurborgar er að finna hverju reksturinn skilar í peningum þegar upp er staðið. Það er gert í gegnum hugtakið veltufé frá rekstri en ekki rekstrarreikning. Af hverju? Vegna þess að í rekstrarreikningi eru margar svokallaðar reiknaðar stærðir eins og afskriftir, reiknaðar lífeyrisskuldbindingar o.fl. sem annaðhvort ekki þarf að borga með peningum strax eða búa ekki til peninga strax. Það er staðreynd að veltufé frá rekstri minnkar í tíð núverandi meirihluta. Á þetta er bent í endurskoðunarskýrslu. Þrátt fyrir rekstrarafgang 2013 koma færri krónur út úr rekstrinum en árið 2012 þegar borgarsjóður er rekinn með halla. Er það ekki skrýtið? Hagnaður af rekstri en samt minna fjármagn en í hallarekstri hljómar undarlega en þannig er það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt súlurit yfir þessa þróun sem sýnir að peningar frá rekstri eru 8,6% árið 2013 en voru 9,8% árið 2012. Reksturinn versnar. Reyndar hefur aðalgagnrýni okkar í Sjálfstæðisflokknum verið á reksturinn og að hann skili minna fjármagni þrátt fyrir rekstrarafgang. En skoðum aðeins ársreikning vegna niðurgreiðslu skulda upp á 35 milljarða árið 2013. Þá kemur í ljós að 18,5 milljarðar eru vegna gengishagnaðar erlendra lána. Höfuðstöðvar Orkuveitunnar voru seldar fyrir 5,1 milljarð. Hvert flutti Orkuveitan aftur? Jú alveg rétt hún leigir húsnæðið af kaupanda. Þegar við tökum þessar tölur frá er skuldalækkun 11,4 milljarðar. Gengið getur breyst aftur og skuldir geta hækkað rétt eins og lækkað og þess vegna rétt að halda til haga þeim tölum sem skuldir hafa raunverulega lækkað um. Svo má nefna að Perlan var seld í árslok 2012 fyrir einn milljarð. Kaupandi var Reykjavíkurborg. Hver á Orkuveituna? Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Halldór Halldórsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Það er hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að benda á sem flestar hliðar mála svo íbúar hafi sem bestar upplýsingar til að draga sínar ályktanir. Rekstur í öllum bæjarfélögum er grunnurinn undir þann möguleika að veita góða þjónustu og fara vel með skattfé borgaranna. Ekki fyrir löngu var ársreikningur Reykjavíkurborgar kynntur. Grundvallaratriði við lestur ársreiknings eins og Reykjavíkurborgar er að finna hverju reksturinn skilar í peningum þegar upp er staðið. Það er gert í gegnum hugtakið veltufé frá rekstri en ekki rekstrarreikning. Af hverju? Vegna þess að í rekstrarreikningi eru margar svokallaðar reiknaðar stærðir eins og afskriftir, reiknaðar lífeyrisskuldbindingar o.fl. sem annaðhvort ekki þarf að borga með peningum strax eða búa ekki til peninga strax. Það er staðreynd að veltufé frá rekstri minnkar í tíð núverandi meirihluta. Á þetta er bent í endurskoðunarskýrslu. Þrátt fyrir rekstrarafgang 2013 koma færri krónur út úr rekstrinum en árið 2012 þegar borgarsjóður er rekinn með halla. Er það ekki skrýtið? Hagnaður af rekstri en samt minna fjármagn en í hallarekstri hljómar undarlega en þannig er það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt súlurit yfir þessa þróun sem sýnir að peningar frá rekstri eru 8,6% árið 2013 en voru 9,8% árið 2012. Reksturinn versnar. Reyndar hefur aðalgagnrýni okkar í Sjálfstæðisflokknum verið á reksturinn og að hann skili minna fjármagni þrátt fyrir rekstrarafgang. En skoðum aðeins ársreikning vegna niðurgreiðslu skulda upp á 35 milljarða árið 2013. Þá kemur í ljós að 18,5 milljarðar eru vegna gengishagnaðar erlendra lána. Höfuðstöðvar Orkuveitunnar voru seldar fyrir 5,1 milljarð. Hvert flutti Orkuveitan aftur? Jú alveg rétt hún leigir húsnæðið af kaupanda. Þegar við tökum þessar tölur frá er skuldalækkun 11,4 milljarðar. Gengið getur breyst aftur og skuldir geta hækkað rétt eins og lækkað og þess vegna rétt að halda til haga þeim tölum sem skuldir hafa raunverulega lækkað um. Svo má nefna að Perlan var seld í árslok 2012 fyrir einn milljarð. Kaupandi var Reykjavíkurborg. Hver á Orkuveituna? Reykjavíkurborg.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun