Ekki er allt sem sýnist Halldór Halldórsson skrifar 16. maí 2014 07:00 Það er hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að benda á sem flestar hliðar mála svo íbúar hafi sem bestar upplýsingar til að draga sínar ályktanir. Rekstur í öllum bæjarfélögum er grunnurinn undir þann möguleika að veita góða þjónustu og fara vel með skattfé borgaranna. Ekki fyrir löngu var ársreikningur Reykjavíkurborgar kynntur. Grundvallaratriði við lestur ársreiknings eins og Reykjavíkurborgar er að finna hverju reksturinn skilar í peningum þegar upp er staðið. Það er gert í gegnum hugtakið veltufé frá rekstri en ekki rekstrarreikning. Af hverju? Vegna þess að í rekstrarreikningi eru margar svokallaðar reiknaðar stærðir eins og afskriftir, reiknaðar lífeyrisskuldbindingar o.fl. sem annaðhvort ekki þarf að borga með peningum strax eða búa ekki til peninga strax. Það er staðreynd að veltufé frá rekstri minnkar í tíð núverandi meirihluta. Á þetta er bent í endurskoðunarskýrslu. Þrátt fyrir rekstrarafgang 2013 koma færri krónur út úr rekstrinum en árið 2012 þegar borgarsjóður er rekinn með halla. Er það ekki skrýtið? Hagnaður af rekstri en samt minna fjármagn en í hallarekstri hljómar undarlega en þannig er það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt súlurit yfir þessa þróun sem sýnir að peningar frá rekstri eru 8,6% árið 2013 en voru 9,8% árið 2012. Reksturinn versnar. Reyndar hefur aðalgagnrýni okkar í Sjálfstæðisflokknum verið á reksturinn og að hann skili minna fjármagni þrátt fyrir rekstrarafgang. En skoðum aðeins ársreikning vegna niðurgreiðslu skulda upp á 35 milljarða árið 2013. Þá kemur í ljós að 18,5 milljarðar eru vegna gengishagnaðar erlendra lána. Höfuðstöðvar Orkuveitunnar voru seldar fyrir 5,1 milljarð. Hvert flutti Orkuveitan aftur? Jú alveg rétt hún leigir húsnæðið af kaupanda. Þegar við tökum þessar tölur frá er skuldalækkun 11,4 milljarðar. Gengið getur breyst aftur og skuldir geta hækkað rétt eins og lækkað og þess vegna rétt að halda til haga þeim tölum sem skuldir hafa raunverulega lækkað um. Svo má nefna að Perlan var seld í árslok 2012 fyrir einn milljarð. Kaupandi var Reykjavíkurborg. Hver á Orkuveituna? Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Halldór Halldórsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Það er hlutverk okkar sem erum í stjórnmálum að benda á sem flestar hliðar mála svo íbúar hafi sem bestar upplýsingar til að draga sínar ályktanir. Rekstur í öllum bæjarfélögum er grunnurinn undir þann möguleika að veita góða þjónustu og fara vel með skattfé borgaranna. Ekki fyrir löngu var ársreikningur Reykjavíkurborgar kynntur. Grundvallaratriði við lestur ársreiknings eins og Reykjavíkurborgar er að finna hverju reksturinn skilar í peningum þegar upp er staðið. Það er gert í gegnum hugtakið veltufé frá rekstri en ekki rekstrarreikning. Af hverju? Vegna þess að í rekstrarreikningi eru margar svokallaðar reiknaðar stærðir eins og afskriftir, reiknaðar lífeyrisskuldbindingar o.fl. sem annaðhvort ekki þarf að borga með peningum strax eða búa ekki til peninga strax. Það er staðreynd að veltufé frá rekstri minnkar í tíð núverandi meirihluta. Á þetta er bent í endurskoðunarskýrslu. Þrátt fyrir rekstrarafgang 2013 koma færri krónur út úr rekstrinum en árið 2012 þegar borgarsjóður er rekinn með halla. Er það ekki skrýtið? Hagnaður af rekstri en samt minna fjármagn en í hallarekstri hljómar undarlega en þannig er það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt súlurit yfir þessa þróun sem sýnir að peningar frá rekstri eru 8,6% árið 2013 en voru 9,8% árið 2012. Reksturinn versnar. Reyndar hefur aðalgagnrýni okkar í Sjálfstæðisflokknum verið á reksturinn og að hann skili minna fjármagni þrátt fyrir rekstrarafgang. En skoðum aðeins ársreikning vegna niðurgreiðslu skulda upp á 35 milljarða árið 2013. Þá kemur í ljós að 18,5 milljarðar eru vegna gengishagnaðar erlendra lána. Höfuðstöðvar Orkuveitunnar voru seldar fyrir 5,1 milljarð. Hvert flutti Orkuveitan aftur? Jú alveg rétt hún leigir húsnæðið af kaupanda. Þegar við tökum þessar tölur frá er skuldalækkun 11,4 milljarðar. Gengið getur breyst aftur og skuldir geta hækkað rétt eins og lækkað og þess vegna rétt að halda til haga þeim tölum sem skuldir hafa raunverulega lækkað um. Svo má nefna að Perlan var seld í árslok 2012 fyrir einn milljarð. Kaupandi var Reykjavíkurborg. Hver á Orkuveituna? Reykjavíkurborg.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun