Hættuleg kosningaloforð Hildur Sverrisdóttir skrifar 16. maí 2014 07:00 Það er húsnæðisvandi í Reykjavík. Undanfarin ár hefur úthlutun lóða til uppbyggingar alls ekki annað eftirspurn sem veldur því að íbúðir, hvort heldur er til sölu eða leigu, eru of dýrar. Frambjóðendur til borgarstjórnar eru sammála um vandann en leiðirnar til lausnar eru mjög mismunandi. Björt framtíð og Píratar hafa enga útfærða stefnu. Framsókn vill að borgin ráðist sjálf í stórfelldar byggingarframkvæmdir. Samfylkingin slær um sig og lofar allt að 3.000 íbúðum með aðkomu borgarinnar, en mjög er á reiki hvernig og í samstarfi við hverja, og Vinstri græn tala sömuleiðis fyrir einhvers konar húsnæðissamvinnufélögum. Af málflutningi frambjóðenda þeirra má ráða að borgin eigi að koma að því að byggja og jafnvel leigja út íbúðir á almennum markaði „á hagstæðum kjörum“ því einsýnt sé að „einkaaðilar ráði ekki við verkefnið“ og séu bara á eftir „stundargróða“. Dæmin um allan heim sanna að afskipti hins opinbera af almennum leigumarkaði eru vond hugmynd. Byggingarkostnaður hækkar yfirleitt og allar útgáfur af leiguþaki eru skammgóður vermir sem bjagar samkeppni og er loks engum til góðs. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það svo að slíkt væri skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borg, fyrir utan sprengjuárás. Fikt hins opinbera í markaðnum þrýstir alltaf upp verði á endanum en einkaaðilar í heilbrigðri samkeppni stuðla að lægra verði, fái þeir sanngjarnt tækifæri til þess af hendi hins opinbera. Borgin á því ekki að taka áhættu með peninga skattgreiðenda með því að taka beinan þátt í einhvers konar bygginga- og leigufélögum á almennum markaði. Hún þarf að skapa sómasamlegan ramma sem auðveldar einkaaðilum að byggja og leigja út íbúðir ódýrar. Það er gert með að bæta strax úr lóðaskorti, hafa samkeppnishæfar gjaldskrár þannig að þeir sem búa smærra borgi minna og einfalda og auka valfrelsi innan reglurammanna. Um þetta snúast kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins. Við erum með skynsamlega og framkvæmanlega stefnu sem virkjar hugmyndaauðgi og kraft einkafyrirtækja á byggingamarkaði til að uppfylla brýna þörf almennings fyrir viðráðanlegt húsnæði. Þannig munum við ná árangri, án þess að hafa lofað einhverjum töfralausnum af hálfu hins opinbera sem munu auðveldlega verða borgarbúum bjarnargreiði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er húsnæðisvandi í Reykjavík. Undanfarin ár hefur úthlutun lóða til uppbyggingar alls ekki annað eftirspurn sem veldur því að íbúðir, hvort heldur er til sölu eða leigu, eru of dýrar. Frambjóðendur til borgarstjórnar eru sammála um vandann en leiðirnar til lausnar eru mjög mismunandi. Björt framtíð og Píratar hafa enga útfærða stefnu. Framsókn vill að borgin ráðist sjálf í stórfelldar byggingarframkvæmdir. Samfylkingin slær um sig og lofar allt að 3.000 íbúðum með aðkomu borgarinnar, en mjög er á reiki hvernig og í samstarfi við hverja, og Vinstri græn tala sömuleiðis fyrir einhvers konar húsnæðissamvinnufélögum. Af málflutningi frambjóðenda þeirra má ráða að borgin eigi að koma að því að byggja og jafnvel leigja út íbúðir á almennum markaði „á hagstæðum kjörum“ því einsýnt sé að „einkaaðilar ráði ekki við verkefnið“ og séu bara á eftir „stundargróða“. Dæmin um allan heim sanna að afskipti hins opinbera af almennum leigumarkaði eru vond hugmynd. Byggingarkostnaður hækkar yfirleitt og allar útgáfur af leiguþaki eru skammgóður vermir sem bjagar samkeppni og er loks engum til góðs. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það svo að slíkt væri skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borg, fyrir utan sprengjuárás. Fikt hins opinbera í markaðnum þrýstir alltaf upp verði á endanum en einkaaðilar í heilbrigðri samkeppni stuðla að lægra verði, fái þeir sanngjarnt tækifæri til þess af hendi hins opinbera. Borgin á því ekki að taka áhættu með peninga skattgreiðenda með því að taka beinan þátt í einhvers konar bygginga- og leigufélögum á almennum markaði. Hún þarf að skapa sómasamlegan ramma sem auðveldar einkaaðilum að byggja og leigja út íbúðir ódýrar. Það er gert með að bæta strax úr lóðaskorti, hafa samkeppnishæfar gjaldskrár þannig að þeir sem búa smærra borgi minna og einfalda og auka valfrelsi innan reglurammanna. Um þetta snúast kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins. Við erum með skynsamlega og framkvæmanlega stefnu sem virkjar hugmyndaauðgi og kraft einkafyrirtækja á byggingamarkaði til að uppfylla brýna þörf almennings fyrir viðráðanlegt húsnæði. Þannig munum við ná árangri, án þess að hafa lofað einhverjum töfralausnum af hálfu hins opinbera sem munu auðveldlega verða borgarbúum bjarnargreiði.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar