Fjárfestingarumhverfið ræður miklu um afnám hafta Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2014 07:00 Þjóðir heims beita ólíkum leiðum í kapphlaupinu um að laða að fjárfestingu. Þannig eru hömlur á vegi beinnar erlendrar fjárfestingar til dæmis örlítið meiri í Kanada en hér á landi, en þar vestra er um leið beitt sérstökum efnahagslegum hvötum til að laða þangað fjárfestingu, svo sem með niðurgreiddri aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki, stuðningi við sérfræðiklasa og skattaafslætti. Nordicphotos/GETTY Hversu farsælt afnám gjaldeyrishafta verður hér á endanum ræðst að stórum hluta af því hversu aðlagandi verður hægt að gera fjárfestingarumhverfið. Þetta kemur fram í nýútkomnu sjónarmiði sérfræðinga Viðskiptaráðs Ísland. Tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sýna hins vegar að af aðildarríkjum stofnunarinnar er Ísland í fjórða sæti þegar kemur að hömlum í vegi beinnar erlendrar fjárfestingar. Mestar eru þær á Nýja Sjálandi, en þar á eftir koma Mexíkó og Kanada. Viðskiptaráð áréttar hins vegar að höftin séu stærsta hindrunin í vegi efnahagsframfara hér á landi og að fórnarkostnaður vegna þeirra nemi tugum milljarða á ári hverju. Stóra áskorunin við afnám þeirra sé svo „snjóhengjan“ svokallaða, eða það óþolinmóða fjármagn sem færist úr landi um leið og færi gefst. „Líklegt er að afnám hafta muni leiða til tímabundins ójafnvægis í íslensku efnahagslífi á meðan þetta fjármagn leitar út,“ segir í riti Viðskiptaráðs.Mótlæti eða meðbyr Draga megi úr neikvæðum áhrifum með því að bæta fjárfestingarskilyrði hér innanlands. Við það myndi draga úr flótta fjármagns úr landi um leið og innflæði myndi aukast. „Í ofanálag myndi veikara gengi krónunnar og góðar hagvaxtarhorfur auka hvata fyrir erlenda aðila tila þess að færa fjármagn til Íslands og vinna þannig gegn ójafnvæginu.“ Skoðun ráðsins er að ráðst þurfi þegar í nauðsynlegar umbætur til að auðvelda afnám hafta þegar þar að komi. Í riti Viðskiptaráðs eru teiknaðar upp tvær sviðsmyndir sem landið gæti staðið frammi fyrir við afnám gjaldeyrishafta. Í annari nýtur afnámið meðbyrs eftir að opnað hafi verið á erlenda fjárfestingu og fjárfestingarumhverfi eflt. Er þá talið að nokkur hluti snjóhengjunnar leiti samstundis út, en talsverður hluti fjármagnsins verði eftir vegna væntinga um góða arsemi og fjölgun fjárfestingarkosta. Gengi krónunnar lækki þó til skemmri tíma vegna útflæðis óþolinmóðra skammtímafjárfesta. Til að bregðast við því hækki seðlabankinn vexti til að vinna gegn tímabundinni gengisveikingu og verðbólgu. Um leið leiti erlent fjármagn inn í lanndið og innlent leiti síður úr landi þar sem raungegni krónunnar sér tímabundið lágt og góðir innlendir fjárfestingarkostir í boði. „Sterkt innflæði erlends fjármagns styður við vöxt hagkerfisins og skapar skilyrði fyrir jafnvægi á gjaldeyrisflæði til lengri tíma,“ segir í álitinu um þessa sviðsmynd.Verðbólga eykst alltaf Á móti kemur svo að verði höft afnumin í umhverfi mótlætis, þar sem hindranir eru áfram á erlendri fjárfestingu og fjárfestingarumhverfi slakt, þá komi stór hluti snjóhengjunnar til með að leita samstundis úr landi, þrátt fyrir lágt gengi, meðal annars vegna skorts á álitlegum fjárfestingarkostum hér á landi. Þá muni gengi krónunnar lækka umtalsvert og verðbólga aukast, Seðlabankinn hækki vexti til að vinna gegn bæði gengisfalli og verðbólgu, en erlent fjármagn skili sér ekki til landsins þrátt fyrir hátt vaxtastig. Skortur á fjármagni og hátt vaxtarstig dragi svo í þessari sviðsmynd úr þrótti íslensks efnahagslífs, sem ekki komi til með að framleiða nægilega mikið til þess að standa við erlendar skuldbindingar. Í riti sínu vísar Viðskiptaráðs til nýrra talna OECD sem sýni að Ísland sé meðal þeirra ríkja sem búa við hvað mestar hindranir á vegi erlendrar fjárfestingar. Mælikvarði OECD er frá núll og upp í einn, þar sem núll merkir algjört frelsi og einn fullkomnar hömlur á beina erlenda fjárfestingu. Einkunnin er svo fundin út með mælingu á þremur þáttum. Fyrst er eignarhald, þar sem horft er til takmarkana á eignarhaldi útlendinga í innlendum fyrirtækjum. Hér á landi eru margvíslegar takmarkanir, svo sem í sjávarútvegi, órkuvinnslu, flugrekstri, auk eignarhalds jarða og fasteigna. Þátturinn vegur 34 prósent í einkunn Íslands. Þá er horft til skimunar, það er hvort tilkynna þurfi stjórnvöldum um erlenda fjárfestingu og hversu víðtæk slík tilkynningaskylda er. Skimun vegur 6,0 prósent í einkunn landsins þar sem hér eru kvaðir um að tilkynna skuli allar erlendar fjárfestingar til viðkomandi ráðuneytist og vegna tilvistar nefndar um erlenda fjárfestingu, sem gripið geti inn í fjárfestingarverkefni.Ísland sker sig verulega úr Þriðji þátturinn er svo stjórnun og rekstur og vegur hann 60 prósent í einkunn Íslands. Þar koma til áhrif af gagnvæmniskröfu um stofnun útibúa erlendra fyrirtækja á Íslandi og vegna takmarkana á eignarhaldi á jörðum í viðskiptatilgagni. Hér er erlendum ríkisborgurum óheimilt að kaupa jarðir, hvort sem er í atvinnutilgangi eða til einkanota nema með undanþágu í alþjóðasamningum sem Ísland hafi undirritað, svo sem EES. Fram kemur að Ísland skeri sig verulega úr þegar komi að takmörkunum á stjórnun og rekstri fyrirtækja. Mælist Viðskiptaráð til þess að hér verði lögð áhersla á fjölgun alþjóðasamninga, svo sem vegna fríverslunar, tvísköttunar og verndar fjárfestinga. „Stjórnvöld móti skýra opinbera stefnu um beina erlenda fjárfestingu og dragi úr hömlum á fjárfestingu í auðlindatengdum greinum,“ segir í ritinu og stungið upp á að alþjóðlega viðurkennt fyrirtæki verði fengið til að gera úttekt á íslensku skattkerfi og skattframkvæmd út frá sjónarhóli fjárfesta, skattkerfið verði einfaldað og í því aukinn fyrirsjáanleiki. Þá er kallað eftir því að stjórnmálamenn viðhafi málefnalega og yfirvegaða umræðu um erlenda fjárfestingu.Endurtekur sagan sig? Viðskiptaráð Íslands bendir á að hrein erlend staða þjóðarbúsins sé svipuð og þegar byrjað var að rýmka um gjaldeyrishöftin 1990. Núna þurfi þó að taka tillit til þess að neikvæð erlend staða þjóðarbúsins sé að hluta mynduð af kvikari eignum. Eigi sagan að geta endurtekið sig og fjármagnsflæði náð jafnvægi sé grundvallaratriði að byggja hér undir fjárfestingarumhverfið. Fréttaskýringar Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Hversu farsælt afnám gjaldeyrishafta verður hér á endanum ræðst að stórum hluta af því hversu aðlagandi verður hægt að gera fjárfestingarumhverfið. Þetta kemur fram í nýútkomnu sjónarmiði sérfræðinga Viðskiptaráðs Ísland. Tölur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sýna hins vegar að af aðildarríkjum stofnunarinnar er Ísland í fjórða sæti þegar kemur að hömlum í vegi beinnar erlendrar fjárfestingar. Mestar eru þær á Nýja Sjálandi, en þar á eftir koma Mexíkó og Kanada. Viðskiptaráð áréttar hins vegar að höftin séu stærsta hindrunin í vegi efnahagsframfara hér á landi og að fórnarkostnaður vegna þeirra nemi tugum milljarða á ári hverju. Stóra áskorunin við afnám þeirra sé svo „snjóhengjan“ svokallaða, eða það óþolinmóða fjármagn sem færist úr landi um leið og færi gefst. „Líklegt er að afnám hafta muni leiða til tímabundins ójafnvægis í íslensku efnahagslífi á meðan þetta fjármagn leitar út,“ segir í riti Viðskiptaráðs.Mótlæti eða meðbyr Draga megi úr neikvæðum áhrifum með því að bæta fjárfestingarskilyrði hér innanlands. Við það myndi draga úr flótta fjármagns úr landi um leið og innflæði myndi aukast. „Í ofanálag myndi veikara gengi krónunnar og góðar hagvaxtarhorfur auka hvata fyrir erlenda aðila tila þess að færa fjármagn til Íslands og vinna þannig gegn ójafnvæginu.“ Skoðun ráðsins er að ráðst þurfi þegar í nauðsynlegar umbætur til að auðvelda afnám hafta þegar þar að komi. Í riti Viðskiptaráðs eru teiknaðar upp tvær sviðsmyndir sem landið gæti staðið frammi fyrir við afnám gjaldeyrishafta. Í annari nýtur afnámið meðbyrs eftir að opnað hafi verið á erlenda fjárfestingu og fjárfestingarumhverfi eflt. Er þá talið að nokkur hluti snjóhengjunnar leiti samstundis út, en talsverður hluti fjármagnsins verði eftir vegna væntinga um góða arsemi og fjölgun fjárfestingarkosta. Gengi krónunnar lækki þó til skemmri tíma vegna útflæðis óþolinmóðra skammtímafjárfesta. Til að bregðast við því hækki seðlabankinn vexti til að vinna gegn tímabundinni gengisveikingu og verðbólgu. Um leið leiti erlent fjármagn inn í lanndið og innlent leiti síður úr landi þar sem raungegni krónunnar sér tímabundið lágt og góðir innlendir fjárfestingarkostir í boði. „Sterkt innflæði erlends fjármagns styður við vöxt hagkerfisins og skapar skilyrði fyrir jafnvægi á gjaldeyrisflæði til lengri tíma,“ segir í álitinu um þessa sviðsmynd.Verðbólga eykst alltaf Á móti kemur svo að verði höft afnumin í umhverfi mótlætis, þar sem hindranir eru áfram á erlendri fjárfestingu og fjárfestingarumhverfi slakt, þá komi stór hluti snjóhengjunnar til með að leita samstundis úr landi, þrátt fyrir lágt gengi, meðal annars vegna skorts á álitlegum fjárfestingarkostum hér á landi. Þá muni gengi krónunnar lækka umtalsvert og verðbólga aukast, Seðlabankinn hækki vexti til að vinna gegn bæði gengisfalli og verðbólgu, en erlent fjármagn skili sér ekki til landsins þrátt fyrir hátt vaxtastig. Skortur á fjármagni og hátt vaxtarstig dragi svo í þessari sviðsmynd úr þrótti íslensks efnahagslífs, sem ekki komi til með að framleiða nægilega mikið til þess að standa við erlendar skuldbindingar. Í riti sínu vísar Viðskiptaráðs til nýrra talna OECD sem sýni að Ísland sé meðal þeirra ríkja sem búa við hvað mestar hindranir á vegi erlendrar fjárfestingar. Mælikvarði OECD er frá núll og upp í einn, þar sem núll merkir algjört frelsi og einn fullkomnar hömlur á beina erlenda fjárfestingu. Einkunnin er svo fundin út með mælingu á þremur þáttum. Fyrst er eignarhald, þar sem horft er til takmarkana á eignarhaldi útlendinga í innlendum fyrirtækjum. Hér á landi eru margvíslegar takmarkanir, svo sem í sjávarútvegi, órkuvinnslu, flugrekstri, auk eignarhalds jarða og fasteigna. Þátturinn vegur 34 prósent í einkunn Íslands. Þá er horft til skimunar, það er hvort tilkynna þurfi stjórnvöldum um erlenda fjárfestingu og hversu víðtæk slík tilkynningaskylda er. Skimun vegur 6,0 prósent í einkunn landsins þar sem hér eru kvaðir um að tilkynna skuli allar erlendar fjárfestingar til viðkomandi ráðuneytist og vegna tilvistar nefndar um erlenda fjárfestingu, sem gripið geti inn í fjárfestingarverkefni.Ísland sker sig verulega úr Þriðji þátturinn er svo stjórnun og rekstur og vegur hann 60 prósent í einkunn Íslands. Þar koma til áhrif af gagnvæmniskröfu um stofnun útibúa erlendra fyrirtækja á Íslandi og vegna takmarkana á eignarhaldi á jörðum í viðskiptatilgagni. Hér er erlendum ríkisborgurum óheimilt að kaupa jarðir, hvort sem er í atvinnutilgangi eða til einkanota nema með undanþágu í alþjóðasamningum sem Ísland hafi undirritað, svo sem EES. Fram kemur að Ísland skeri sig verulega úr þegar komi að takmörkunum á stjórnun og rekstri fyrirtækja. Mælist Viðskiptaráð til þess að hér verði lögð áhersla á fjölgun alþjóðasamninga, svo sem vegna fríverslunar, tvísköttunar og verndar fjárfestinga. „Stjórnvöld móti skýra opinbera stefnu um beina erlenda fjárfestingu og dragi úr hömlum á fjárfestingu í auðlindatengdum greinum,“ segir í ritinu og stungið upp á að alþjóðlega viðurkennt fyrirtæki verði fengið til að gera úttekt á íslensku skattkerfi og skattframkvæmd út frá sjónarhóli fjárfesta, skattkerfið verði einfaldað og í því aukinn fyrirsjáanleiki. Þá er kallað eftir því að stjórnmálamenn viðhafi málefnalega og yfirvegaða umræðu um erlenda fjárfestingu.Endurtekur sagan sig? Viðskiptaráð Íslands bendir á að hrein erlend staða þjóðarbúsins sé svipuð og þegar byrjað var að rýmka um gjaldeyrishöftin 1990. Núna þurfi þó að taka tillit til þess að neikvæð erlend staða þjóðarbúsins sé að hluta mynduð af kvikari eignum. Eigi sagan að geta endurtekið sig og fjármagnsflæði náð jafnvægi sé grundvallaratriði að byggja hér undir fjárfestingarumhverfið.
Fréttaskýringar Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira