Ert þú flugvallarvinur? Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Greta Björg Egilsdóttir skrifar 14. maí 2014 00:00 Við höfum verið spurðar hvort að við séum hlynntar því að leyfa borgarbúum að kjósa um veru flugvallarins í Vatnsmýri. Það er góð og gild spurning. En í okkar huga þá eru borgarbúar í raun að kjósa um framtíð flugvallarins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ef núverandi meirihluti heldur velli þá er alveg ljóst að afdráttarlaus afstaða þeirra er sú að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi, hvar svo sem hann mun enda með tilheyrandi kostnaði. Þó svo að kannanir hafi sýnt að margir Reykvíkingar vilji fá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra þá er ekki hægt að undanskilja þá staðreynd að verði svo þá mun flugvöllurinn víkja fyrir 3 til 5 hæða íbúðabyggingum. Vilji núverandi meirihluta í borginni er að 90% af þéttingu byggðar hér í Reykjavík fram til ársins 2030 fari fram í Vatnsmýrinni, í miðborginni, þ.e við gömlu höfnina, og í Elliðaárvoginum. Eins og fram kom á hádegisverðarfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna þann 6. maí síðastliðinn, sem bar yfirskriftina „Konur til áhrifa“, þá koma um 82% ferðamanna hingað til lands til þess að skoða náttúru landsins. Þess vegna teljum við óhjákvæmilegt að verði innanlandsflugið flutt til Keflavíkur þá muni ferðamaðurinn geta stokkið beint upp í næstu flugvél og út á land og hafi því ekki eins ríka ástæðu til þess að heimsækja höfuðborgina. Verði það niðurstaðan mun flutningur Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni hafa bein áhrif á rekstur hótela, veitingahúsa og verslana í borginni og alla þá virðisaukandi þjónustu sem byggð hefur verið upp í borginni okkar á undanförnum árum. Það eru því ekki eingöngu þeir sem starfa beint við flugtengda starfsemi sem hafa hagsmuna að gæta hvað varðar veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Þetta eru hagsmunir allra borgarbúa og ekki síður til tryggingar áframhaldandi atvinnu og auknum atvinnutækifærum í Reykjavík. Tryggjum flugvellinum því áfram fastan sess í Vatnsmýrinni með því að kjósa það framboð sem skýrt stendur með vilja Reykvíkinga í þessu mikilvæga máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Við höfum verið spurðar hvort að við séum hlynntar því að leyfa borgarbúum að kjósa um veru flugvallarins í Vatnsmýri. Það er góð og gild spurning. En í okkar huga þá eru borgarbúar í raun að kjósa um framtíð flugvallarins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ef núverandi meirihluti heldur velli þá er alveg ljóst að afdráttarlaus afstaða þeirra er sú að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni samkvæmt nýsamþykktu aðalskipulagi, hvar svo sem hann mun enda með tilheyrandi kostnaði. Þó svo að kannanir hafi sýnt að margir Reykvíkingar vilji fá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra þá er ekki hægt að undanskilja þá staðreynd að verði svo þá mun flugvöllurinn víkja fyrir 3 til 5 hæða íbúðabyggingum. Vilji núverandi meirihluta í borginni er að 90% af þéttingu byggðar hér í Reykjavík fram til ársins 2030 fari fram í Vatnsmýrinni, í miðborginni, þ.e við gömlu höfnina, og í Elliðaárvoginum. Eins og fram kom á hádegisverðarfundi Landssambands sjálfstæðiskvenna þann 6. maí síðastliðinn, sem bar yfirskriftina „Konur til áhrifa“, þá koma um 82% ferðamanna hingað til lands til þess að skoða náttúru landsins. Þess vegna teljum við óhjákvæmilegt að verði innanlandsflugið flutt til Keflavíkur þá muni ferðamaðurinn geta stokkið beint upp í næstu flugvél og út á land og hafi því ekki eins ríka ástæðu til þess að heimsækja höfuðborgina. Verði það niðurstaðan mun flutningur Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni hafa bein áhrif á rekstur hótela, veitingahúsa og verslana í borginni og alla þá virðisaukandi þjónustu sem byggð hefur verið upp í borginni okkar á undanförnum árum. Það eru því ekki eingöngu þeir sem starfa beint við flugtengda starfsemi sem hafa hagsmuna að gæta hvað varðar veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Þetta eru hagsmunir allra borgarbúa og ekki síður til tryggingar áframhaldandi atvinnu og auknum atvinnutækifærum í Reykjavík. Tryggjum flugvellinum því áfram fastan sess í Vatnsmýrinni með því að kjósa það framboð sem skýrt stendur með vilja Reykvíkinga í þessu mikilvæga máli.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun