Hjúskapur hælisleitenda Toshiki Toma skrifar 14. maí 2014 00:00 Samkvæmt fréttum í fjölmiðlunum þann 8. maí og 12. maí hafa tveir hælisleitendur sem báðir eru makar Íslendinga fengið tilkynningu um að þeim sé vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og hefur öðrum þeirra þegar verið vísað úr landi. „Hjón eru í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvort öðru trúmennsku, styðja hvort annað og gæta sameiginlegra hagsmuna heimilisins og fjölskyldu.“ (hjúskaparlög 2.gr.) Þetta ákvæði bendir á hvernig hjúskaparlögin skilja hugtakið hjúskapur. Hjúskapur er ekki brandari eða smábiti af köku. Í hjúskap axlar fólk ábyrgð og ber skyldur sem hjón. En það upplifir líka gleði hjónabandsins og blessun. Réttindi til hjúskapar eru því mikilvægur þáttur í lífi okkar og ekki síst að njóta hjónalífsins í raun. Við getum rifjað upp hve mikil umræða átti sér stað í þjóðfélaginu þegar um hjúskap samkynhneigðs fólks var að ræða. Og það á að vera það þegar málefnið er svo mikilvægt.Hver er rökstuðningurinn? En eru hjúskaparréttindi og hjónalíf hælisleitenda þá öðruvísi en hjónaband okkar „venjulega“ fólksins? Nú virðast yfirvöld telja að staða lögverndaðs hjúskapar sé lægri en staða Dyflinnarreglugerðarinnar þegar hælisleitandi er aðili málsins og hjúskaparréttindi þeirra séu næstum einskis virði og eigi ekki skilið sérstaka athugun. Hver er rökstuðningur þess hjá yfirvöldunum? Hver er skilningur þeirra á samræmi milli ákvörðunar um brottvísun maka Íslendinga og annarra borgaralegra réttinda sem allir á Íslandi eiga að njóta? Brottvísun hælisleitanda sem jafnframt er maki Íslendings er ekki jafneinfalt mál og vísan í „Dyflinnarreglugerð“ eða annar smávandi í hælisumsókn getur réttlætt, að mínu mati. Ég óska að yfirvöld sýni fram á eigin rökstuðning um málið og biðji þjóðfélagið einnig um sitt álit áður en brottvísun af þessu tagi verður framkvæmd aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt fréttum í fjölmiðlunum þann 8. maí og 12. maí hafa tveir hælisleitendur sem báðir eru makar Íslendinga fengið tilkynningu um að þeim sé vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og hefur öðrum þeirra þegar verið vísað úr landi. „Hjón eru í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvort öðru trúmennsku, styðja hvort annað og gæta sameiginlegra hagsmuna heimilisins og fjölskyldu.“ (hjúskaparlög 2.gr.) Þetta ákvæði bendir á hvernig hjúskaparlögin skilja hugtakið hjúskapur. Hjúskapur er ekki brandari eða smábiti af köku. Í hjúskap axlar fólk ábyrgð og ber skyldur sem hjón. En það upplifir líka gleði hjónabandsins og blessun. Réttindi til hjúskapar eru því mikilvægur þáttur í lífi okkar og ekki síst að njóta hjónalífsins í raun. Við getum rifjað upp hve mikil umræða átti sér stað í þjóðfélaginu þegar um hjúskap samkynhneigðs fólks var að ræða. Og það á að vera það þegar málefnið er svo mikilvægt.Hver er rökstuðningurinn? En eru hjúskaparréttindi og hjónalíf hælisleitenda þá öðruvísi en hjónaband okkar „venjulega“ fólksins? Nú virðast yfirvöld telja að staða lögverndaðs hjúskapar sé lægri en staða Dyflinnarreglugerðarinnar þegar hælisleitandi er aðili málsins og hjúskaparréttindi þeirra séu næstum einskis virði og eigi ekki skilið sérstaka athugun. Hver er rökstuðningur þess hjá yfirvöldunum? Hver er skilningur þeirra á samræmi milli ákvörðunar um brottvísun maka Íslendinga og annarra borgaralegra réttinda sem allir á Íslandi eiga að njóta? Brottvísun hælisleitanda sem jafnframt er maki Íslendings er ekki jafneinfalt mál og vísan í „Dyflinnarreglugerð“ eða annar smávandi í hælisumsókn getur réttlætt, að mínu mati. Ég óska að yfirvöld sýni fram á eigin rökstuðning um málið og biðji þjóðfélagið einnig um sitt álit áður en brottvísun af þessu tagi verður framkvæmd aftur.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun