Hvar urðu Sjálfstæðisflokkur og markaðslausnir viðskila? Bolli Héðinsson skrifar 30. apríl 2014 07:00 Þeir væru stoltir og glaðir höfundar þriðju fimm-ára áætlunar Sovétríkjanna ef þeir sæju frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld. Þeir væru himinlifandi yfir því hvernig lærisveinar þeirra í ríkisstjórninni hyggjast reikna út og stýra samfélaginu út frá áætluðum tölum um kostnað, álögur og hagnað útgerðarinnar í stað þess að nýta hin einföldu skilaboð markaðarins um hvað hvert fyrirtæki treystir sér til að greiða í leigugjald fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Ef við leigjum íbúð fyrir fjölskylduna þurfum við að standa skil á umsaminni húsaleigu. Þótt illa standi á hjá okkur, þá verðum við engu að síður að standa skil á húsaleigunni. Það er einfaldlega fjárhæðin sem við féllumst á að borga þegar við gerðum húsaleigusamninginn. Ef við höfum ekki efni þá þýðir lítið að fara til leigusalans og krefjast þess að fá leiguna lækkaða, það eru nægir aðrir um að vilja taka húsnæðið á leigu.Leigugjaldið renni til byggðanna Þannig er því líka farið með sjávarútveginn. Ef þeir útgerðarmenn sem nú eru handhafar kvóta geta ekki greitt leigugjaldið fyrir auðlindina, þá ættu þeir að snúa sér að einhverju öðru því það eru nægir aðrir um að veiða fiskinn í sjónum en núverandi útgerðir sem telja sig ekki geta greitt. Hinn gamalkunni hræðsluáróður um sjávarbyggðir sem standa tæpt er þegar tekinn að hljóma og þess vegna þurfi að lækka veiðigjöld útgerðarinnar enn frekar en orðið er. Við þessum hræðsluáróðri er einfalt svar, látum tekjur veiðigjaldsins renna til byggðarlaganna þannig að sveitarfélög sem óttast afleiðingar auðlindagjaldsins geti einfaldlega ráðstafað því sem kemur í þeirra hlut til að styrkja atvinnuuppbyggingu hjá sér hvort sem það yrði sjávarútvegur eða eitthvað annað. Þeir útgerðarmenn sem fá afhentan makrílkvótann við Ísland á silfurfati munu ekki telja það eftir sér að greiða háar fjárhæðir fyrir makrílinn við Grænland eða Færeyjar þótt ekki komi til greina af þeirra hálfu að borga fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Leiguverð kvótans við Grænland og Færeyjar ræðst af lögmáli framboðs og eftirspurnar, lögmáli sem ríkisstjórnarflokkarnir á Íslandi kjósa að nota ekki en styðjast þess í stað við reikniaðferðir frá Ráðstjórnarríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Þeir væru stoltir og glaðir höfundar þriðju fimm-ára áætlunar Sovétríkjanna ef þeir sæju frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld. Þeir væru himinlifandi yfir því hvernig lærisveinar þeirra í ríkisstjórninni hyggjast reikna út og stýra samfélaginu út frá áætluðum tölum um kostnað, álögur og hagnað útgerðarinnar í stað þess að nýta hin einföldu skilaboð markaðarins um hvað hvert fyrirtæki treystir sér til að greiða í leigugjald fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Ef við leigjum íbúð fyrir fjölskylduna þurfum við að standa skil á umsaminni húsaleigu. Þótt illa standi á hjá okkur, þá verðum við engu að síður að standa skil á húsaleigunni. Það er einfaldlega fjárhæðin sem við féllumst á að borga þegar við gerðum húsaleigusamninginn. Ef við höfum ekki efni þá þýðir lítið að fara til leigusalans og krefjast þess að fá leiguna lækkaða, það eru nægir aðrir um að vilja taka húsnæðið á leigu.Leigugjaldið renni til byggðanna Þannig er því líka farið með sjávarútveginn. Ef þeir útgerðarmenn sem nú eru handhafar kvóta geta ekki greitt leigugjaldið fyrir auðlindina, þá ættu þeir að snúa sér að einhverju öðru því það eru nægir aðrir um að veiða fiskinn í sjónum en núverandi útgerðir sem telja sig ekki geta greitt. Hinn gamalkunni hræðsluáróður um sjávarbyggðir sem standa tæpt er þegar tekinn að hljóma og þess vegna þurfi að lækka veiðigjöld útgerðarinnar enn frekar en orðið er. Við þessum hræðsluáróðri er einfalt svar, látum tekjur veiðigjaldsins renna til byggðarlaganna þannig að sveitarfélög sem óttast afleiðingar auðlindagjaldsins geti einfaldlega ráðstafað því sem kemur í þeirra hlut til að styrkja atvinnuuppbyggingu hjá sér hvort sem það yrði sjávarútvegur eða eitthvað annað. Þeir útgerðarmenn sem fá afhentan makrílkvótann við Ísland á silfurfati munu ekki telja það eftir sér að greiða háar fjárhæðir fyrir makrílinn við Grænland eða Færeyjar þótt ekki komi til greina af þeirra hálfu að borga fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Leiguverð kvótans við Grænland og Færeyjar ræðst af lögmáli framboðs og eftirspurnar, lögmáli sem ríkisstjórnarflokkarnir á Íslandi kjósa að nota ekki en styðjast þess í stað við reikniaðferðir frá Ráðstjórnarríkjunum.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun