Hvar urðu Sjálfstæðisflokkur og markaðslausnir viðskila? Bolli Héðinsson skrifar 30. apríl 2014 07:00 Þeir væru stoltir og glaðir höfundar þriðju fimm-ára áætlunar Sovétríkjanna ef þeir sæju frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld. Þeir væru himinlifandi yfir því hvernig lærisveinar þeirra í ríkisstjórninni hyggjast reikna út og stýra samfélaginu út frá áætluðum tölum um kostnað, álögur og hagnað útgerðarinnar í stað þess að nýta hin einföldu skilaboð markaðarins um hvað hvert fyrirtæki treystir sér til að greiða í leigugjald fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Ef við leigjum íbúð fyrir fjölskylduna þurfum við að standa skil á umsaminni húsaleigu. Þótt illa standi á hjá okkur, þá verðum við engu að síður að standa skil á húsaleigunni. Það er einfaldlega fjárhæðin sem við féllumst á að borga þegar við gerðum húsaleigusamninginn. Ef við höfum ekki efni þá þýðir lítið að fara til leigusalans og krefjast þess að fá leiguna lækkaða, það eru nægir aðrir um að vilja taka húsnæðið á leigu.Leigugjaldið renni til byggðanna Þannig er því líka farið með sjávarútveginn. Ef þeir útgerðarmenn sem nú eru handhafar kvóta geta ekki greitt leigugjaldið fyrir auðlindina, þá ættu þeir að snúa sér að einhverju öðru því það eru nægir aðrir um að veiða fiskinn í sjónum en núverandi útgerðir sem telja sig ekki geta greitt. Hinn gamalkunni hræðsluáróður um sjávarbyggðir sem standa tæpt er þegar tekinn að hljóma og þess vegna þurfi að lækka veiðigjöld útgerðarinnar enn frekar en orðið er. Við þessum hræðsluáróðri er einfalt svar, látum tekjur veiðigjaldsins renna til byggðarlaganna þannig að sveitarfélög sem óttast afleiðingar auðlindagjaldsins geti einfaldlega ráðstafað því sem kemur í þeirra hlut til að styrkja atvinnuuppbyggingu hjá sér hvort sem það yrði sjávarútvegur eða eitthvað annað. Þeir útgerðarmenn sem fá afhentan makrílkvótann við Ísland á silfurfati munu ekki telja það eftir sér að greiða háar fjárhæðir fyrir makrílinn við Grænland eða Færeyjar þótt ekki komi til greina af þeirra hálfu að borga fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Leiguverð kvótans við Grænland og Færeyjar ræðst af lögmáli framboðs og eftirspurnar, lögmáli sem ríkisstjórnarflokkarnir á Íslandi kjósa að nota ekki en styðjast þess í stað við reikniaðferðir frá Ráðstjórnarríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þeir væru stoltir og glaðir höfundar þriðju fimm-ára áætlunar Sovétríkjanna ef þeir sæju frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld. Þeir væru himinlifandi yfir því hvernig lærisveinar þeirra í ríkisstjórninni hyggjast reikna út og stýra samfélaginu út frá áætluðum tölum um kostnað, álögur og hagnað útgerðarinnar í stað þess að nýta hin einföldu skilaboð markaðarins um hvað hvert fyrirtæki treystir sér til að greiða í leigugjald fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Ef við leigjum íbúð fyrir fjölskylduna þurfum við að standa skil á umsaminni húsaleigu. Þótt illa standi á hjá okkur, þá verðum við engu að síður að standa skil á húsaleigunni. Það er einfaldlega fjárhæðin sem við féllumst á að borga þegar við gerðum húsaleigusamninginn. Ef við höfum ekki efni þá þýðir lítið að fara til leigusalans og krefjast þess að fá leiguna lækkaða, það eru nægir aðrir um að vilja taka húsnæðið á leigu.Leigugjaldið renni til byggðanna Þannig er því líka farið með sjávarútveginn. Ef þeir útgerðarmenn sem nú eru handhafar kvóta geta ekki greitt leigugjaldið fyrir auðlindina, þá ættu þeir að snúa sér að einhverju öðru því það eru nægir aðrir um að veiða fiskinn í sjónum en núverandi útgerðir sem telja sig ekki geta greitt. Hinn gamalkunni hræðsluáróður um sjávarbyggðir sem standa tæpt er þegar tekinn að hljóma og þess vegna þurfi að lækka veiðigjöld útgerðarinnar enn frekar en orðið er. Við þessum hræðsluáróðri er einfalt svar, látum tekjur veiðigjaldsins renna til byggðarlaganna þannig að sveitarfélög sem óttast afleiðingar auðlindagjaldsins geti einfaldlega ráðstafað því sem kemur í þeirra hlut til að styrkja atvinnuuppbyggingu hjá sér hvort sem það yrði sjávarútvegur eða eitthvað annað. Þeir útgerðarmenn sem fá afhentan makrílkvótann við Ísland á silfurfati munu ekki telja það eftir sér að greiða háar fjárhæðir fyrir makrílinn við Grænland eða Færeyjar þótt ekki komi til greina af þeirra hálfu að borga fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Leiguverð kvótans við Grænland og Færeyjar ræðst af lögmáli framboðs og eftirspurnar, lögmáli sem ríkisstjórnarflokkarnir á Íslandi kjósa að nota ekki en styðjast þess í stað við reikniaðferðir frá Ráðstjórnarríkjunum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar