Lögreglumaður, lögmaður og símamaður handteknir Andri Ólafsson og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2014 07:00 Starfsmanni Nova hefur verið sagt upp störfum vegna málsins. Starfsmanni fjarskiptafyrirtækisins Nova hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er starfsmaðurinn grunaður um að hafa farið í fjarskiptagögn Nova og er rannsókn hafin hjá lögreglu á því hvort og þá hvernig hann hafi dreift gögnunum. „Við töldum okkur ekki stætt á öðru en að segja honum upp,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, í samtali við Fréttablaðið. Hún staðfestir að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. „Ekkert á þessari stundu bendir til þess að brot hafi átt sér stað en lögreglan fer með rannsókn málsins,“ segir Liv. Málið tengist rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Báðir mennirnir voru handteknir skömmu fyrir páska ásamt þriðja manni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sá starfsmaður lögfræðistofu á höfuðborgarsvæðinu og er grunaður um að hafa móttekið hinar illa fengnu upplýsingar. Lögfræðingurinn er í tímabundnu leyfi frá störfum meðan málið er til rannsóknar. Allir mennirnir þrír, sem eru vinir, hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn lögregluyfirvalda. Í tilkynningu frá ríkissaksóknara segir að embættið hafi mál lögreglumannsins til rannsóknar á grundvelli lögreglulaga en sú rannsókn lýtur einkum að ætluðum brotum á ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Rannsókn lögreglu á hinum mönnunum tveimur lýtur að brotum á fjarskiptalögum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum aðstoðar við rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru brot mannanna nokkurra ára gömul en voru ekki kærð fyrr en nýlega. Enginn hinna grunuðu né lögmenn þeirra vildu tjá sig þegar eftir því var leitað. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Starfsmanni fjarskiptafyrirtækisins Nova hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er starfsmaðurinn grunaður um að hafa farið í fjarskiptagögn Nova og er rannsókn hafin hjá lögreglu á því hvort og þá hvernig hann hafi dreift gögnunum. „Við töldum okkur ekki stætt á öðru en að segja honum upp,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, í samtali við Fréttablaðið. Hún staðfestir að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. „Ekkert á þessari stundu bendir til þess að brot hafi átt sér stað en lögreglan fer með rannsókn málsins,“ segir Liv. Málið tengist rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Báðir mennirnir voru handteknir skömmu fyrir páska ásamt þriðja manni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sá starfsmaður lögfræðistofu á höfuðborgarsvæðinu og er grunaður um að hafa móttekið hinar illa fengnu upplýsingar. Lögfræðingurinn er í tímabundnu leyfi frá störfum meðan málið er til rannsóknar. Allir mennirnir þrír, sem eru vinir, hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn lögregluyfirvalda. Í tilkynningu frá ríkissaksóknara segir að embættið hafi mál lögreglumannsins til rannsóknar á grundvelli lögreglulaga en sú rannsókn lýtur einkum að ætluðum brotum á ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Rannsókn lögreglu á hinum mönnunum tveimur lýtur að brotum á fjarskiptalögum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum aðstoðar við rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru brot mannanna nokkurra ára gömul en voru ekki kærð fyrr en nýlega. Enginn hinna grunuðu né lögmenn þeirra vildu tjá sig þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira