Lýsing á Lýsingu Einar Hugi Bjarnason skrifar 24. apríl 2014 07:00 Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, ritar sérkennilega grein í Fréttablaðið þann 15. apríl sl. þar sem hann fjallar um blaðagrein sem ég ritaði í sama blað þann 4. sama mánaðar. Í grein minni var þeirri áskorun beint til alþingismanna að samþykkja sem lög frá Alþingi frumvarp sem nú liggur fyrir þinginu og felur í sér að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar, sem að óbreyttu rennur út 16. júní nk., framlengist til 16. júní 2018.„Fyrirmyndarfyrirtækið“ Lýsing Sú mynd sem fulltrúi upplýsingamála Lýsingar dregur upp í grein sinni af fyrirtækinu sem hann þiggur laun hjá er fjarri öllum sanni. Af lýsingu hans að dæma mætti ætla að vinnuveitandi hans væri fyrirmyndarfyrirtæki sem ávallt hefði komið fram við viðskiptavini sína af sanngirni og sáttfýsi. Hið rétta er hins vegar, eins og viðsemjendur félagsins og raunar allir þeir sem fylgst hafa með þjóðmálaumræðu síðustu ára vita, að Lýsing bauð þúsundum viðskiptavina sinna upp á samninga sem ekki stóðust lög þegar á reyndi, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 153/2010. Þrátt fyrir þetta hefur Lýsing beitt mikilli hörku í innheimtuaðgerðum gegn viðsemjendum sínum á þessum sömu lánum. Fyrirsögn greinar upplýsingafulltrúans „Lýsing byggir á lögum“ eru því ein mestu öfugmæli sem birst hafa á prenti hér á landi á síðustu árum.Óvenjulega mikill áhugi á Lýsingu Í grein upplýsingafulltrúans fullyrðir hann að ég hafi „um árabil haft óvenjulega mikinn áhuga á Lýsingu“. Ekki veit ég hvaða viðmið Þór leggur til grundvallar þegar hann segir að áhuginn sé óvenjulegur en ég get upplýst hann um að „áhugi“ minn á Lýsingu er alfarið þannig tilkominn að til mín hafa leitað, á síðustu árum, mörg hundruð viðsemjenda félagsins sem telja sig hafa verið órétti beitta í viðskiptum sínum við fyrirtækið. Þetta er í samræmi við það sem fram kemur í nýlegu minnisblaði umboðsmanns skuldara til ráðherra þar sem fram kemur að lántakar hafi í mörgum tilvikum verið fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna og hafi þurft að leita sér aðstoðar í baráttunni við þau. Umboðsmaður telur ástæðu til að nefna Lýsingu sérstaklega í þessu sambandi og segir orðrétt að „Lýsing [hafi] komið fram við lántakendur í þessum málum með þeim hætti að ekki verður við unað“.Útreikningsaðferð Lýsingar röng Í fyrri blaðagrein minni benti ég á að uppgjörsaðferð Lýsingar væri í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Í grein upplýsingafulltrúans er þetta dregið í efa og vísað til tilgreindra dóma Hæstaréttar því til stuðnings. Hér er Þór á villigötum og rangtúlkar dóma Hæstaréttar, sem eru skýrir um hvaða aðferð ber að beita við uppgjör gengislána. Þannig kemur skýrt fram í dómi Hæstaréttar 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (Borgarbyggð) hvaða aðferð skuli leggja til grundvallar. Síðari dómar réttarins t.d. í málum nr. 430/2013 og 544/2013 staðfesta þann skilning. Það er ljóst að ef útreikningsaðferð Lýsingar væri í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar, líkt og upplýsingafulltrúinn heldur fram, fæli það í sér að önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi, með öllum þeim fjölda sérfræðinga sem þar starfa, hefðu lesið dóma Hæstaréttar skakkt og reiknað tugþúsundir lána út frá rangri aðferðafræði. Hið sama ætti þá við um umboðsmann skuldara, sem falið hefur verið eftirlitshlutverk með endurútreikningum. Þetta er fjarstæðukennt og stenst ekki nánari skoðun. Þrátt fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar þráast Lýsing við og beitir aðferð sem leiðir til lakari niðurstöðu fyrir lántaka. Þetta er grafalvarlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru. Viðsemjendur Lýsingar eru því í annarri og verri stöðu en viðsemjendur annarra fjármálafyrirtækja, enda liggur fyrir að hin síðarnefndu fallast á að beita þeirri aðferð sem leiðir af Borgarbyggðarmálinu. Afstaða Lýsingar hefur þannig í för með sér að viðsemjendur Lýsingar eru nauðbeygðir til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum.Frumvarp um lengingu fyrningarfrests Ég hef kosið að taka afstöðu með viðsemjendum Lýsingar í baráttu sinni fyrir því að eignaleigufyrirtækið fari að lögum. Ég get því fullvissað upplýsingafulltrúann um að ég mun eftir sem áður fylgjast með „óvenjulega“ miklum áhuga með vinnuveitanda hans. Dæmin sanna að ekki er vanþörf á. Til þess að réttindi lántaka glatist ekki er nauðsynlegt að frumvarpið um lengingu fyrningarfrestsins verði samþykkt sem lög frá Alþingi áður en vorþingið rennur sitt skeið. Ég ítreka því fyrri áskorun mína til alþingismanna enda er að öðrum kosti stórslys í uppsiglingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, ritar sérkennilega grein í Fréttablaðið þann 15. apríl sl. þar sem hann fjallar um blaðagrein sem ég ritaði í sama blað þann 4. sama mánaðar. Í grein minni var þeirri áskorun beint til alþingismanna að samþykkja sem lög frá Alþingi frumvarp sem nú liggur fyrir þinginu og felur í sér að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar, sem að óbreyttu rennur út 16. júní nk., framlengist til 16. júní 2018.„Fyrirmyndarfyrirtækið“ Lýsing Sú mynd sem fulltrúi upplýsingamála Lýsingar dregur upp í grein sinni af fyrirtækinu sem hann þiggur laun hjá er fjarri öllum sanni. Af lýsingu hans að dæma mætti ætla að vinnuveitandi hans væri fyrirmyndarfyrirtæki sem ávallt hefði komið fram við viðskiptavini sína af sanngirni og sáttfýsi. Hið rétta er hins vegar, eins og viðsemjendur félagsins og raunar allir þeir sem fylgst hafa með þjóðmálaumræðu síðustu ára vita, að Lýsing bauð þúsundum viðskiptavina sinna upp á samninga sem ekki stóðust lög þegar á reyndi, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 153/2010. Þrátt fyrir þetta hefur Lýsing beitt mikilli hörku í innheimtuaðgerðum gegn viðsemjendum sínum á þessum sömu lánum. Fyrirsögn greinar upplýsingafulltrúans „Lýsing byggir á lögum“ eru því ein mestu öfugmæli sem birst hafa á prenti hér á landi á síðustu árum.Óvenjulega mikill áhugi á Lýsingu Í grein upplýsingafulltrúans fullyrðir hann að ég hafi „um árabil haft óvenjulega mikinn áhuga á Lýsingu“. Ekki veit ég hvaða viðmið Þór leggur til grundvallar þegar hann segir að áhuginn sé óvenjulegur en ég get upplýst hann um að „áhugi“ minn á Lýsingu er alfarið þannig tilkominn að til mín hafa leitað, á síðustu árum, mörg hundruð viðsemjenda félagsins sem telja sig hafa verið órétti beitta í viðskiptum sínum við fyrirtækið. Þetta er í samræmi við það sem fram kemur í nýlegu minnisblaði umboðsmanns skuldara til ráðherra þar sem fram kemur að lántakar hafi í mörgum tilvikum verið fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna og hafi þurft að leita sér aðstoðar í baráttunni við þau. Umboðsmaður telur ástæðu til að nefna Lýsingu sérstaklega í þessu sambandi og segir orðrétt að „Lýsing [hafi] komið fram við lántakendur í þessum málum með þeim hætti að ekki verður við unað“.Útreikningsaðferð Lýsingar röng Í fyrri blaðagrein minni benti ég á að uppgjörsaðferð Lýsingar væri í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar. Í grein upplýsingafulltrúans er þetta dregið í efa og vísað til tilgreindra dóma Hæstaréttar því til stuðnings. Hér er Þór á villigötum og rangtúlkar dóma Hæstaréttar, sem eru skýrir um hvaða aðferð ber að beita við uppgjör gengislána. Þannig kemur skýrt fram í dómi Hæstaréttar 18. október 2012 í máli nr. 464/2012 (Borgarbyggð) hvaða aðferð skuli leggja til grundvallar. Síðari dómar réttarins t.d. í málum nr. 430/2013 og 544/2013 staðfesta þann skilning. Það er ljóst að ef útreikningsaðferð Lýsingar væri í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar, líkt og upplýsingafulltrúinn heldur fram, fæli það í sér að önnur fjármálafyrirtæki á Íslandi, með öllum þeim fjölda sérfræðinga sem þar starfa, hefðu lesið dóma Hæstaréttar skakkt og reiknað tugþúsundir lána út frá rangri aðferðafræði. Hið sama ætti þá við um umboðsmann skuldara, sem falið hefur verið eftirlitshlutverk með endurútreikningum. Þetta er fjarstæðukennt og stenst ekki nánari skoðun. Þrátt fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar þráast Lýsing við og beitir aðferð sem leiðir til lakari niðurstöðu fyrir lántaka. Þetta er grafalvarlegt í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru. Viðsemjendur Lýsingar eru því í annarri og verri stöðu en viðsemjendur annarra fjármálafyrirtækja, enda liggur fyrir að hin síðarnefndu fallast á að beita þeirri aðferð sem leiðir af Borgarbyggðarmálinu. Afstaða Lýsingar hefur þannig í för með sér að viðsemjendur Lýsingar eru nauðbeygðir til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum.Frumvarp um lengingu fyrningarfrests Ég hef kosið að taka afstöðu með viðsemjendum Lýsingar í baráttu sinni fyrir því að eignaleigufyrirtækið fari að lögum. Ég get því fullvissað upplýsingafulltrúann um að ég mun eftir sem áður fylgjast með „óvenjulega“ miklum áhuga með vinnuveitanda hans. Dæmin sanna að ekki er vanþörf á. Til þess að réttindi lántaka glatist ekki er nauðsynlegt að frumvarpið um lengingu fyrningarfrestsins verði samþykkt sem lög frá Alþingi áður en vorþingið rennur sitt skeið. Ég ítreka því fyrri áskorun mína til alþingismanna enda er að öðrum kosti stórslys í uppsiglingu.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun