Skýrir kostir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. apríl 2014 06:30 Stundum er sagt að kosningar til sveitarstjórna snúist fremur um fólk en pólitík; viðfangsefni sveitarstjórnanna séu aðallega praktísks eðlis og lítill hugmyndafræðilegur ágreiningur um þau milli flokka. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnti stefnuskrá sína á skírdag má þó segja að borgarbúar hafi raunverulegt val um mjög ólíka nálgun sjálfstæðismanna annars vegar og svo núverandi meirihluta í borgarstjórn hins vegar í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðismenn vilja til dæmis fara aðra leið til að leysa húsnæðisvandann, ekki sízt á leigumarkaðnum. Í stað þess að Reykjavíkurborg verði sjálf umsvifameiri leigusali vilja þeir skapa skilyrði til þess með auknu framboði lóða og breyttu regluverki að einkafyrirtæki sjái sér hag í að byggja ódýrar leiguíbúðir. Sjálfstæðismenn halda á lofti hugmyndum sem þeir hafa viðrað undanfarin ár, um að foreldrar skólabarna í Reykjavík fái miklu meiri aðgang að þeim upplýsingum sem fyrir liggja um árangur og útkomu skólanna í borginni. Meirihlutinn hefur sagt skýrt að þessar upplýsingar eigi fyrst og fremst að vera aðgengilegar fagfólki í skólakerfinu. Þarna er grundvallarmunur á nálgun meirihlutans og áskorendanna í minnihlutanum. Í hugmyndum Sjálfstæðisflokksins er líka boðið upp á talsvert ólíkan vinkil á velferðarmálin en núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur fylgt. Útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar við fólk sem ekki getur staðið á eigin fótum hafa þanizt gríðarlega út hjá Reykjavíkurborg. Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á að það sé ekki óhjákvæmileg þróun og að gera þurfi kröfur til þeirra sem þiggja þannig framfærslu af samborgurunum; þeir eigi að vera virkir þátttakendur í ýmsum verkefnum á vegum borgarinnar og öðlast þannig sjálfstraust og hvata til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Fjórða málið þar sem er augljós hugmyndafræðilegur munur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna í borgarstjórn er áherzla þeirra fyrrnefndu á að í almannaþjónustu fylgi fé þörf og einkaaðilar eða sjálfstætt starfandi fái fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu, skóla og velferðar. Þannig er stuðlað að fleiri valkostum borgarbúa og að sjálfstæð fyrirtæki veiti borgarkerfinu holla samkeppni. Í skipulagsmálum segjast Sjálfstæðismenn sammála meirihlutanum um þéttingu byggðar og að fólk hafi raunverulegt val um samgöngumáta; hjól, göngu, bíl eða strætó. Í deilumálinu um Reykjavíkurflugvöll leggja þeir til skynsamlega lausn; að íbúar kjósi um niðurstöður starfshópsins sem skoðar nú staði fyrir nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Það er skiljanlegt að sumir telji þetta kosningaloforð marklítið af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi enga tilburði sýnt til að efna loforðið frá því fyrir síðustu alþingiskosningar um að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. En á móti má segja að framsetning þessa kosningaloforðs nú auki enn þrýstinginn á forystu Sjálfstæðisflokksins að sýna það – fyrir kosningar – að hún hyggist efna loforðin frá því í kosningabaráttunni í fyrra. Það liggur alltént ljóst fyrir að Reykvíkingar eiga val milli skýrra kosta á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, ólíkt því sem þeir halda fram sem segja að í borgarmálunum sé allt komið í einn pólitískan hrærigraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Ólafur Stephensen Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að kosningar til sveitarstjórna snúist fremur um fólk en pólitík; viðfangsefni sveitarstjórnanna séu aðallega praktísks eðlis og lítill hugmyndafræðilegur ágreiningur um þau milli flokka. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kynnti stefnuskrá sína á skírdag má þó segja að borgarbúar hafi raunverulegt val um mjög ólíka nálgun sjálfstæðismanna annars vegar og svo núverandi meirihluta í borgarstjórn hins vegar í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðismenn vilja til dæmis fara aðra leið til að leysa húsnæðisvandann, ekki sízt á leigumarkaðnum. Í stað þess að Reykjavíkurborg verði sjálf umsvifameiri leigusali vilja þeir skapa skilyrði til þess með auknu framboði lóða og breyttu regluverki að einkafyrirtæki sjái sér hag í að byggja ódýrar leiguíbúðir. Sjálfstæðismenn halda á lofti hugmyndum sem þeir hafa viðrað undanfarin ár, um að foreldrar skólabarna í Reykjavík fái miklu meiri aðgang að þeim upplýsingum sem fyrir liggja um árangur og útkomu skólanna í borginni. Meirihlutinn hefur sagt skýrt að þessar upplýsingar eigi fyrst og fremst að vera aðgengilegar fagfólki í skólakerfinu. Þarna er grundvallarmunur á nálgun meirihlutans og áskorendanna í minnihlutanum. Í hugmyndum Sjálfstæðisflokksins er líka boðið upp á talsvert ólíkan vinkil á velferðarmálin en núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur fylgt. Útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar við fólk sem ekki getur staðið á eigin fótum hafa þanizt gríðarlega út hjá Reykjavíkurborg. Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á að það sé ekki óhjákvæmileg þróun og að gera þurfi kröfur til þeirra sem þiggja þannig framfærslu af samborgurunum; þeir eigi að vera virkir þátttakendur í ýmsum verkefnum á vegum borgarinnar og öðlast þannig sjálfstraust og hvata til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Fjórða málið þar sem er augljós hugmyndafræðilegur munur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og vinstri flokkanna í borgarstjórn er áherzla þeirra fyrrnefndu á að í almannaþjónustu fylgi fé þörf og einkaaðilar eða sjálfstætt starfandi fái fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu, skóla og velferðar. Þannig er stuðlað að fleiri valkostum borgarbúa og að sjálfstæð fyrirtæki veiti borgarkerfinu holla samkeppni. Í skipulagsmálum segjast Sjálfstæðismenn sammála meirihlutanum um þéttingu byggðar og að fólk hafi raunverulegt val um samgöngumáta; hjól, göngu, bíl eða strætó. Í deilumálinu um Reykjavíkurflugvöll leggja þeir til skynsamlega lausn; að íbúar kjósi um niðurstöður starfshópsins sem skoðar nú staði fyrir nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Það er skiljanlegt að sumir telji þetta kosningaloforð marklítið af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi enga tilburði sýnt til að efna loforðið frá því fyrir síðustu alþingiskosningar um að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. En á móti má segja að framsetning þessa kosningaloforðs nú auki enn þrýstinginn á forystu Sjálfstæðisflokksins að sýna það – fyrir kosningar – að hún hyggist efna loforðin frá því í kosningabaráttunni í fyrra. Það liggur alltént ljóst fyrir að Reykvíkingar eiga val milli skýrra kosta á hægri og vinstri væng stjórnmálanna, ólíkt því sem þeir halda fram sem segja að í borgarmálunum sé allt komið í einn pólitískan hrærigraut.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun