Að gera hreint fyrir sínum dyrum Jón Bjarnason skrifar 9. apríl 2014 07:00 Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann og gæluverkefnastyrki úr sjóðum Evrópusambandsins? Hvert sveitarfélagið á fætur öðru ályktar nú um að áfram skuli haldið aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið. Á þessu eru þó sem betur fer heiðarlegar undantekningar. Fyrst var það stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga með borgarstjóraefnin Halldór Halldórsson og Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar. Stjórn sambandsins sendi út yfirlýsingu nú í febrúar um að umsóknarferlið væri gríðarlegt hagsmunamál sveitarfélaganna. Á eftir þeim kom svo Reykjavíkurborg sjálf með áskorun um að halda innlimunarferlinu áfram. Þá fylgdu Kópavogur og Hafnarfjörður á eftir sem ekki vildu vera minni menn í þessum efnum. Filippus Makedóníukonungur, faðir Alexanders mikla, sagði að engir borgarmúrar væri það háir að asni klyfjaður gulli kæmist ekki þar yfir. Það eru vafalaust orð að sönnu. Sveitarstjórnarfólkið sem nú er að álykta veit vel að umsóknin var komin í strand og ferlinu verður ekki haldið áfram nema Alþingi falli fyrst frá þeim fyrirvörum sem settir voru með umsókninni, þar á meðal fullveldi og forræði yfir fiskveiðiauðlindinni. Það er hins vegar ófrávíkjanleg krafa ESB að forræði fiskveiðiauðlindarinnar fari undir sameiginlega stjórn ESB í Brüssel. Krafa sveitarstjórnarmanna í þessum bæjarfélögunum um áframhald samninga er jafnframt krafa um að gefnir séu eftir þeir grundvallarfyrirvarar sem settir voru af Alþingi fyrir samningum í upphafi.Fullt af evrum í vasann Ég velti því fyrir mér hvort allur almenningur veit hvað hefur gengið stanslaust á síðustu misseri í utanferðum til Brüssel. Ótrúlegur fjöldi, heilar hópferðir sveitarstjórnarmanna, starfsmanna bæjarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka og fjölmiðla hafa streymt í svokallaðar „kynnisferðir“ til Brüssel. Það er „sendiráð“ Evrópusambandsins hér á landi sem hefur milligöngu um þessar heimsóknir samkvæmt sérstakri áætlun (European Union Visitors Program). Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu „sendiráðsins“ eru þessar heimsóknir fjármagnaðar af Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. En þar segir: „Markmiðið er að auka tengsl og gagnkvæma þekkingu á ESB og viðkomandi landi. Hver heimsókn stendur yfir í 5 til 8 daga og er sniðin að þörfum hvers og eins. ESB greiðir fyrir ferðir og uppihald.“ Og hverjir eru það sem geta tekið þátt og þegið þessi boð? Jú, þeir sem „starfa í stjórnmálum, stjórnsýslu, hjá fjölmiðlum, hagsmunasamtökum eða við fræðastörf“.„Asninn klyfjaður gulli“ Og hvað er í boði? Jú, frítt far frá heimastað til Brüssel, ókeypis dvöl á hóteli með morgunmat og nokkur hundruð evrur í eyðslufé, afhentar í umslagi við komuna til Brüssel. Ég veit um tiltekin dæmi, 340 evrur í vasann fyrir fjögurra daga ferð. Það væri fróðlegt að vita hve margir tugir ef ekki hundruð sveitarstjórnarmanna og starfsmanna á þeirra vegum svo og fjölmiðla og hagsmunasamtaka hafa fengið slík boð og þegið jafnvel oftar en einu sinni. Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann? Er að furða þótt borgarmúrarnir falli þegar gullið birtist?Geri hreint fyrir sínum dyrum Mér finnst það eðlileg lágmarkskrafa að þau sveitarfélög sem nú álykta um áframhald aðlögunarviðræðna við ESB upplýsi hvað þau og einstaka sveitarstjórnarmenn og starfsfólk á þeirra vegum hafa fengið í slíkum framlögum frá ESB. Jafnframt væri fróðlegt að vita hvað félagsmenn, starfsmenn og stjórnarmenn þeirra samtaka og fyrirtækja sem nú beita sér harðast fyrir áframhaldandi aðlögunarferli að ESB og inngöngu í sambandið hafa þegið í slíkum greiðslum. Fjölmiðlafólk er sérstaklega nefnt í „heimsóknaráætlun“ Evrópusambandsins. Kannski ætti það líka að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann og gæluverkefnastyrki úr sjóðum Evrópusambandsins? Hvert sveitarfélagið á fætur öðru ályktar nú um að áfram skuli haldið aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið. Á þessu eru þó sem betur fer heiðarlegar undantekningar. Fyrst var það stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga með borgarstjóraefnin Halldór Halldórsson og Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar. Stjórn sambandsins sendi út yfirlýsingu nú í febrúar um að umsóknarferlið væri gríðarlegt hagsmunamál sveitarfélaganna. Á eftir þeim kom svo Reykjavíkurborg sjálf með áskorun um að halda innlimunarferlinu áfram. Þá fylgdu Kópavogur og Hafnarfjörður á eftir sem ekki vildu vera minni menn í þessum efnum. Filippus Makedóníukonungur, faðir Alexanders mikla, sagði að engir borgarmúrar væri það háir að asni klyfjaður gulli kæmist ekki þar yfir. Það eru vafalaust orð að sönnu. Sveitarstjórnarfólkið sem nú er að álykta veit vel að umsóknin var komin í strand og ferlinu verður ekki haldið áfram nema Alþingi falli fyrst frá þeim fyrirvörum sem settir voru með umsókninni, þar á meðal fullveldi og forræði yfir fiskveiðiauðlindinni. Það er hins vegar ófrávíkjanleg krafa ESB að forræði fiskveiðiauðlindarinnar fari undir sameiginlega stjórn ESB í Brüssel. Krafa sveitarstjórnarmanna í þessum bæjarfélögunum um áframhald samninga er jafnframt krafa um að gefnir séu eftir þeir grundvallarfyrirvarar sem settir voru af Alþingi fyrir samningum í upphafi.Fullt af evrum í vasann Ég velti því fyrir mér hvort allur almenningur veit hvað hefur gengið stanslaust á síðustu misseri í utanferðum til Brüssel. Ótrúlegur fjöldi, heilar hópferðir sveitarstjórnarmanna, starfsmanna bæjarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka og fjölmiðla hafa streymt í svokallaðar „kynnisferðir“ til Brüssel. Það er „sendiráð“ Evrópusambandsins hér á landi sem hefur milligöngu um þessar heimsóknir samkvæmt sérstakri áætlun (European Union Visitors Program). Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu „sendiráðsins“ eru þessar heimsóknir fjármagnaðar af Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. En þar segir: „Markmiðið er að auka tengsl og gagnkvæma þekkingu á ESB og viðkomandi landi. Hver heimsókn stendur yfir í 5 til 8 daga og er sniðin að þörfum hvers og eins. ESB greiðir fyrir ferðir og uppihald.“ Og hverjir eru það sem geta tekið þátt og þegið þessi boð? Jú, þeir sem „starfa í stjórnmálum, stjórnsýslu, hjá fjölmiðlum, hagsmunasamtökum eða við fræðastörf“.„Asninn klyfjaður gulli“ Og hvað er í boði? Jú, frítt far frá heimastað til Brüssel, ókeypis dvöl á hóteli með morgunmat og nokkur hundruð evrur í eyðslufé, afhentar í umslagi við komuna til Brüssel. Ég veit um tiltekin dæmi, 340 evrur í vasann fyrir fjögurra daga ferð. Það væri fróðlegt að vita hve margir tugir ef ekki hundruð sveitarstjórnarmanna og starfsmanna á þeirra vegum svo og fjölmiðla og hagsmunasamtaka hafa fengið slík boð og þegið jafnvel oftar en einu sinni. Er það að furða þótt forystumenn stóru sveitarfélaganna gráti afturköllun umsóknarinnar? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann? Er að furða þótt borgarmúrarnir falli þegar gullið birtist?Geri hreint fyrir sínum dyrum Mér finnst það eðlileg lágmarkskrafa að þau sveitarfélög sem nú álykta um áframhald aðlögunarviðræðna við ESB upplýsi hvað þau og einstaka sveitarstjórnarmenn og starfsfólk á þeirra vegum hafa fengið í slíkum framlögum frá ESB. Jafnframt væri fróðlegt að vita hvað félagsmenn, starfsmenn og stjórnarmenn þeirra samtaka og fyrirtækja sem nú beita sér harðast fyrir áframhaldandi aðlögunarferli að ESB og inngöngu í sambandið hafa þegið í slíkum greiðslum. Fjölmiðlafólk er sérstaklega nefnt í „heimsóknaráætlun“ Evrópusambandsins. Kannski ætti það líka að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum?
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar