Enginn bjór, hamborgari eða pitsa hjá Alexander Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2014 06:00 Alexander á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni í vikunni. Vísir/Daníel Alexander Petersson spilar sinn fyrsta landsleik í tæpt ár er Ísland mætir Austurríki í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni. Þrálát axlarmeiðsli, sem ógnuðu ferli hans um tíma, hafa sett strik í reikninginn en vegna þeirra hefur hann misst af síðustu tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu – HM á Spáni og EM í Danmörku. Hann hefur náð sér vel á strik með Rhein-Neckar Löwen í vetur og gat nú gefið kost á sér í landsliðið á ný. Hann segir að fríið í upphafi árs hafi gert sér gott. „Ég var með gott „prógramm“ í janúar og febrúar – lagði mikið á mig á hverjum degi og þetta er allt að koma hjá mér. Ég er að uppskera eftir erfiðið,“ sagði Alexander við Fréttablaðið í vikunni.Sleppti öllum kolvetnum Hann þvertekur fyrir að hafa misst áhugann á því að spila með íslenska landsliðinu enda stefnir hann á að gera það næstu árin, á meðan heilsan leyfir. „Mér finnst alltaf jafn gaman að koma aftur heim og hitta strákana. Það er allt öðruvísi að æfa með landsliði en félagsliði og ég vil spila ef ég get,“ segir hann. Meðal þess sem Alexander hefur gert til að flýta bataferlinu er að taka mataræðið í gegn. „Ég hef skipt yfir í kolvetnasnautt mataræði og tel að það hafi hjálpað mikið. Ég borða því nóg af hollri fitu en sleppi kolvetnunum sem þýðir enginn bjór, hamborgari eða pitsa,“ segir hann í léttum dúr. „Ég held að þetta hjálpi til. Kannski er þetta bara í hausnum á manni en ef maður trúir því þá hjálpar það.“ Hann segist því vongóður um að komast aftur í toppform. „Ég er mun bjartsýnni en áður og sé nú fram á að geta haldið áfram að spila í nokkur ár til viðbótar.“ Alexander er samningsbundinn Löwen til 2015 en hefur ekkert rætt við félagið um nýjan samning. „Þeir vilja bíða og ég líka. Við ræðum aftur saman í sumar og þá kemur þetta betur í ljós.“Aldrei upplifað annað eins Þangað til verður nóg að gera hjá ljónunum en eftir landsleikjafríið tekur við þétt dagskrá þar sem tímabilið gæti ráðist hjá liðinu. Það byrjar á úrslitahelginni í þýska bikarnum en nokkrum dögum síðar tekur liðið á móti Kiel í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Að honum loknum er svo komið að fyrri leiknum gegn stórliði Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum ferli en finnst þetta bara skemmtilegt. Markmiðið er að vinna þetta allt saman og vonandi verður niðurstaðan jákvæð eftir þessa viku.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV vann í Grafarvogi Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Sjá meira
Alexander Petersson spilar sinn fyrsta landsleik í tæpt ár er Ísland mætir Austurríki í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni. Þrálát axlarmeiðsli, sem ógnuðu ferli hans um tíma, hafa sett strik í reikninginn en vegna þeirra hefur hann misst af síðustu tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu – HM á Spáni og EM í Danmörku. Hann hefur náð sér vel á strik með Rhein-Neckar Löwen í vetur og gat nú gefið kost á sér í landsliðið á ný. Hann segir að fríið í upphafi árs hafi gert sér gott. „Ég var með gott „prógramm“ í janúar og febrúar – lagði mikið á mig á hverjum degi og þetta er allt að koma hjá mér. Ég er að uppskera eftir erfiðið,“ sagði Alexander við Fréttablaðið í vikunni.Sleppti öllum kolvetnum Hann þvertekur fyrir að hafa misst áhugann á því að spila með íslenska landsliðinu enda stefnir hann á að gera það næstu árin, á meðan heilsan leyfir. „Mér finnst alltaf jafn gaman að koma aftur heim og hitta strákana. Það er allt öðruvísi að æfa með landsliði en félagsliði og ég vil spila ef ég get,“ segir hann. Meðal þess sem Alexander hefur gert til að flýta bataferlinu er að taka mataræðið í gegn. „Ég hef skipt yfir í kolvetnasnautt mataræði og tel að það hafi hjálpað mikið. Ég borða því nóg af hollri fitu en sleppi kolvetnunum sem þýðir enginn bjór, hamborgari eða pitsa,“ segir hann í léttum dúr. „Ég held að þetta hjálpi til. Kannski er þetta bara í hausnum á manni en ef maður trúir því þá hjálpar það.“ Hann segist því vongóður um að komast aftur í toppform. „Ég er mun bjartsýnni en áður og sé nú fram á að geta haldið áfram að spila í nokkur ár til viðbótar.“ Alexander er samningsbundinn Löwen til 2015 en hefur ekkert rætt við félagið um nýjan samning. „Þeir vilja bíða og ég líka. Við ræðum aftur saman í sumar og þá kemur þetta betur í ljós.“Aldrei upplifað annað eins Þangað til verður nóg að gera hjá ljónunum en eftir landsleikjafríið tekur við þétt dagskrá þar sem tímabilið gæti ráðist hjá liðinu. Það byrjar á úrslitahelginni í þýska bikarnum en nokkrum dögum síðar tekur liðið á móti Kiel í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Að honum loknum er svo komið að fyrri leiknum gegn stórliði Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum ferli en finnst þetta bara skemmtilegt. Markmiðið er að vinna þetta allt saman og vonandi verður niðurstaðan jákvæð eftir þessa viku.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV vann í Grafarvogi Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Sjá meira