Verðum að þora að taka skotin okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2014 06:30 Keflavík gæti farið í snemmbúið sumarfrí í kvöld. fréttablaðið/daníel Taki Keflvíkingar sig ekki saman í andlitinu og vinni Stjörnuna á heimavelli í kvöld í þriðja leik liðanna í 8 liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta verður liðinu sópað í sumarfrí. Keflavík, sem endaði í 2. sæti deildakeppninnar með 18 sigra og fjögur töp, tapaði fyrsta leiknum fyrir Stjörnunni á heimavelli og var svo rassskellt í Ásgarði á mánudagskvöldið þar sem liðið virtist heillum horfið og leikmenn þess ekki með hausinn skrúfaðan rétt á. „Við erum bara að spila gegn góðu liði sem er að spila vel, hitta úr skotunum sínum og spila góða vörn,“ segir Andy Johnston, þjálfari Keflavíkur, við Fréttablaðið. „Við þurfum að halda áfram að gera það sem við gerðum vel í deildinni. Það er að þora að taka skotin okkar og verjast betur. Við verðum að halda Stjörnunni betur frá körfunni.“ Hljóðið var ekkert sérstaklega gott í Andy þegar Fréttablaðið heyrði í honum. Pressan eðlilega hleðst upp í Sláturhúsinu enda var kvennaliðinu sópað í sumarfrí og nú er karlaliðið á barmi sömu örlaga. Þeir sem horfðu á leik Stjörnunnar og Keflavíkur á mánudagskvöldið í sjónvarpinu sáu hvernig Andy reyndi af veikum mætti að berja líf í sína menn í leikhléum. Það var sama hvað hann sagði, svörin voru fá. Hann þurfti að ganga svo langt að tala við þá eins og leikmenn í yngri flokkum og spyrja hvort þeir ætluðu hreinlega að vera í fýlu það sem eftir lifði leiks. „Við getum barist betur en í síðasta leik og það gerum við á föstudaginn,“ segir Andy aðspurður um baráttu- og andleysið í liðinu í síðasta leik. Hann er afar stuttaralegur í svörum. Spurður hvort hans menn hafi hreinlega gefist upp segir hann: „Nei, þeir eru ekki búnir að gefast upp. Þeir verða betri á föstudaginn. Við getum spilað betur en við höfum verið að gera og það gerum við á föstudaginn.“ Fáir höfðu trú á Stjörnunni fyrir einvígið enda slefaði liðið inn í úrslitakeppnina. Það vann tvö neðstu lið deildarinnar, Val og KFÍ, í tveimur af þremur síðustu leikjum sínum fyrir úrslitakeppnina en fékk svo rassskell á heimavelli gegn Njarðvík í lokaumferðinni. Andy telur liðið betra en deildakeppnin gefur til kynna. „Ég sagði það fyrir seríuna að Stjarnan er að spila jafn vel og bestu liðin undanfarið. Það vann síðustu leiki sína með 30 stigum eða eitthvað og er vel þjálfað,“ segir Andy en hefur hann trú á að Keflavík geti unnið Stjörnuna þrisvar sinnum í röð? „Við tökum bara einn leik í einu. Við verðum að spila vel á föstudaginn og vinna þann leik,“ segir Andy Johnston. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Taki Keflvíkingar sig ekki saman í andlitinu og vinni Stjörnuna á heimavelli í kvöld í þriðja leik liðanna í 8 liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta verður liðinu sópað í sumarfrí. Keflavík, sem endaði í 2. sæti deildakeppninnar með 18 sigra og fjögur töp, tapaði fyrsta leiknum fyrir Stjörnunni á heimavelli og var svo rassskellt í Ásgarði á mánudagskvöldið þar sem liðið virtist heillum horfið og leikmenn þess ekki með hausinn skrúfaðan rétt á. „Við erum bara að spila gegn góðu liði sem er að spila vel, hitta úr skotunum sínum og spila góða vörn,“ segir Andy Johnston, þjálfari Keflavíkur, við Fréttablaðið. „Við þurfum að halda áfram að gera það sem við gerðum vel í deildinni. Það er að þora að taka skotin okkar og verjast betur. Við verðum að halda Stjörnunni betur frá körfunni.“ Hljóðið var ekkert sérstaklega gott í Andy þegar Fréttablaðið heyrði í honum. Pressan eðlilega hleðst upp í Sláturhúsinu enda var kvennaliðinu sópað í sumarfrí og nú er karlaliðið á barmi sömu örlaga. Þeir sem horfðu á leik Stjörnunnar og Keflavíkur á mánudagskvöldið í sjónvarpinu sáu hvernig Andy reyndi af veikum mætti að berja líf í sína menn í leikhléum. Það var sama hvað hann sagði, svörin voru fá. Hann þurfti að ganga svo langt að tala við þá eins og leikmenn í yngri flokkum og spyrja hvort þeir ætluðu hreinlega að vera í fýlu það sem eftir lifði leiks. „Við getum barist betur en í síðasta leik og það gerum við á föstudaginn,“ segir Andy aðspurður um baráttu- og andleysið í liðinu í síðasta leik. Hann er afar stuttaralegur í svörum. Spurður hvort hans menn hafi hreinlega gefist upp segir hann: „Nei, þeir eru ekki búnir að gefast upp. Þeir verða betri á föstudaginn. Við getum spilað betur en við höfum verið að gera og það gerum við á föstudaginn.“ Fáir höfðu trú á Stjörnunni fyrir einvígið enda slefaði liðið inn í úrslitakeppnina. Það vann tvö neðstu lið deildarinnar, Val og KFÍ, í tveimur af þremur síðustu leikjum sínum fyrir úrslitakeppnina en fékk svo rassskell á heimavelli gegn Njarðvík í lokaumferðinni. Andy telur liðið betra en deildakeppnin gefur til kynna. „Ég sagði það fyrir seríuna að Stjarnan er að spila jafn vel og bestu liðin undanfarið. Það vann síðustu leiki sína með 30 stigum eða eitthvað og er vel þjálfað,“ segir Andy en hefur hann trú á að Keflavík geti unnið Stjörnuna þrisvar sinnum í röð? „Við tökum bara einn leik í einu. Við verðum að spila vel á föstudaginn og vinna þann leik,“ segir Andy Johnston.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira