Gamlinginn olli miklum kvíða Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2014 14:30 Tekjur af Gamlingjanum nema nú þegar 22 milljónum dollara, um 2,6 milljörðum króna. Vísir/Vilhelm „Bókin var vinsæl og við vorum með gott handrit. En myndin var óheyrilega dýr á sænskan mælikvarða. Við þurftum að fá fimm hundruð þúsund manns á myndina til að koma út á núlli. Venjulega eru ekki nema sjö til átta myndir í heild sem fara yfir það á hverju ári í Svíþjóð og í mesta lagi ein til tvær sænskar. Þannig að við vorum frekar kvíðin með hvernig myndinni gengi,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson. Hann er einn af aðalframleiðendum sænsku myndarinnar Gamlinginn, sem heitir á frummálinu Hundraåringen som klev ut genom fönstret… Myndin hefur náð þeim áfanga að vera best sótta sænska mynd síðustu tveggja áratuga í Svíþjóð og tekjuhæsta mynd allra tíma. „Þetta eru ótrúlegar viðtökur,“ bætir Sigurjón við. Tæplega ein og hálf milljón manna hafa séð myndina í Svíþjóð og um 455 þúsund á hinum Norðurlöndunum. Þá verður myndin frumsýnd í þrjú hundruð kvikmyndahúsum í Þýskalandi um helgina. Sigurjón er nýkominn frá Nýja-Sjálandi þar sem tökum á myndinni Z for Zachariah lauk nýverið. Sigurjón vann myndina í samstarfi við Zik Zak og fyrirtæki leikarans Tobeys Maguire, Material Pictures. Hann undirbýr nú næstu verkefni en vill lítið gefa upp. „Við erum komin langt með undirbúning fyrir mynd byggða á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig. Óskar Axelsson leikstýrir henni og vonandi verður það næsta mynd. Ég get lítið sagt um leikaravalið nema að það er athyglisvert og mun koma á óvart.“Aðsóknarmestu myndir Svía:1.Sällskapsresan (1980) – 2.038.5892.Att angöra en brygga (1965) – 1.955.7253.Emil i Lönneberga (1971) – 1.652.7914.Ronja Rövardotter (1984) – 1.645.7765.Utvandrarna (1971) – 1.585.0426.Tjorven och Skrållan (1965) – 1.545.4057.Sällskapsresan II – Snowroller(1985) – 1.538.9588. Den ofrivillige golfaren (1991) – 1.525.3479. Hundraåringen som klev ut genom fönstret… (2013) – 1.502.61910. SOS – en segelsällskapsresa (1988) – 1.501.982 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Bókin var vinsæl og við vorum með gott handrit. En myndin var óheyrilega dýr á sænskan mælikvarða. Við þurftum að fá fimm hundruð þúsund manns á myndina til að koma út á núlli. Venjulega eru ekki nema sjö til átta myndir í heild sem fara yfir það á hverju ári í Svíþjóð og í mesta lagi ein til tvær sænskar. Þannig að við vorum frekar kvíðin með hvernig myndinni gengi,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson. Hann er einn af aðalframleiðendum sænsku myndarinnar Gamlinginn, sem heitir á frummálinu Hundraåringen som klev ut genom fönstret… Myndin hefur náð þeim áfanga að vera best sótta sænska mynd síðustu tveggja áratuga í Svíþjóð og tekjuhæsta mynd allra tíma. „Þetta eru ótrúlegar viðtökur,“ bætir Sigurjón við. Tæplega ein og hálf milljón manna hafa séð myndina í Svíþjóð og um 455 þúsund á hinum Norðurlöndunum. Þá verður myndin frumsýnd í þrjú hundruð kvikmyndahúsum í Þýskalandi um helgina. Sigurjón er nýkominn frá Nýja-Sjálandi þar sem tökum á myndinni Z for Zachariah lauk nýverið. Sigurjón vann myndina í samstarfi við Zik Zak og fyrirtæki leikarans Tobeys Maguire, Material Pictures. Hann undirbýr nú næstu verkefni en vill lítið gefa upp. „Við erum komin langt með undirbúning fyrir mynd byggða á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig. Óskar Axelsson leikstýrir henni og vonandi verður það næsta mynd. Ég get lítið sagt um leikaravalið nema að það er athyglisvert og mun koma á óvart.“Aðsóknarmestu myndir Svía:1.Sällskapsresan (1980) – 2.038.5892.Att angöra en brygga (1965) – 1.955.7253.Emil i Lönneberga (1971) – 1.652.7914.Ronja Rövardotter (1984) – 1.645.7765.Utvandrarna (1971) – 1.585.0426.Tjorven och Skrållan (1965) – 1.545.4057.Sällskapsresan II – Snowroller(1985) – 1.538.9588. Den ofrivillige golfaren (1991) – 1.525.3479. Hundraåringen som klev ut genom fönstret… (2013) – 1.502.61910. SOS – en segelsällskapsresa (1988) – 1.501.982
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira