Þrennuveturinn mikli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2014 06:00 Emil Barja, Pavel Ermolinskij og Matthías Orri Sigurðarson. Fréttablaðið hefur eins og aðrir fjölmiðlar verið duglegt að segja frá þrennuafrekum íslenskra körfuboltamanna enda hefur verið full ástæða til. Þetta hefur verið algjört mettímabil og það sem gleður enn fleiri er að það eru íslensku strákarnir sem leiða þessa miklu sókn í þreföldum tvennum. Metið féll ekki bara því það kolféll og eftir lokaumferðina á sunnudagskvöldið varð það loks ljóst að gamla metið hafði verið slegið um heilar tíu þrennur. Gamla metið var sjö þrennur á einu tímabili eða jafnmargar og Pavel Ermonlinskij náði einn og sér í þessum 22 umferðum Dominos-deildarinnar í vetur. Það setur þessar sautján þrennur í enn frekara samhengi að það voru jafnmargar þrennur á þessu tímabili eins og fjögur undanfarin tímabil til samans.Þrennuvaktin á karfan.is Hvort sem það var Hörður Tulinius sem kveikti í strákunum með þrennuvaktinni á karfan.is eða eitthvað annað þá var mikið líf í baráttunni um þrennukóng Dominos-deildarinnar á leiktíðinni. Endasprettur Pavels Ermonlinskij sýndi þó ungu strákunum Matthíasi Orra Sigurðarsyni og Emil Barja að þeir eiga enn þá aðeins í land með að eiga eitthvað í „Herra þrennu“ í íslenskum körfubolta. Það var samt skemmtilegast við þessa baráttu að þarna voru þrír íslenskir leikstjórnendur að sýna fjölhæfni sína og nýttu sér aukið mikilvægi íslensku leikmannanna nú þegar aðeins einn Bandaríkjamaður var leyfður í deildinni.Fyrsta þrennan 25 ára Þrefaldar tvennur þekktust ekki fyrstu tíu tímabilin í úrvalsdeild karla og sú fyrsta datt ekki inn fyrr en fyrir rúmum 25 árum. Hinn 20. október 1988 er því merkilegur dagur í sögu úrvalsdeildar karla. Þá varð Keflvíkingurinn Magnús Ívar Guðfinnsson fyrstur til að ná þrennu í leik. Magnús var þá með 17 stig, 10 fráköst og 10 stolna bolta í sigri í Keflavík. Keflvíkingar áttu báðar þrennurnar þetta tímabil, því fyrstu hefðbundnu þrennunni í úrvalsdeild karla náði Keflvíkingurinn Jón Kr. Gíslason í leik á móti KR 17. nóvember 1988 þegar hann var með 18 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.Milton Bell, sem lék með Skagamönnum tímabilið 1995-96, varð fyrsti leikmaðurinn til að ná tveimur þrennum á sama tímabili en því náði hann með tíu daga millibili í nóvember 1995. Pavel Ermonlinskij var hins vegar fyrsti Íslendingurinn til að ná því þegar hann spilaði seinni hluta 2009-2010 tímabilsins með KR-liðinu. Pavel Ermonlinskij var með fimm þrennur síðasta tímabil sitt í úrvalsdeildinni (2010-11) og sló því sitt eigið met með því að ná sjö slíkum. Bæði Emil Barja (3. sæti með 4) og Matthías Orri Sigurðarson (4. til 8. sæti með 3) komust inn á topp fjögur á listanum með frammistöðu sinni í vetur.Emil komst líka í sögubækurnar Fram undan er úrslitakeppnin þar sem Pavel og Emil gætu bætt við „þrennuafrek“ sín en tímabilið hjá Matthíasi er hins vegar á enda. Bæði Pavel og Emil náðu þrennum á móti mótherjum sínum í átta liða úrslitunum, þar á meðal Pavel í báðum leikjum KR við Snæfell. Emil náði hins vegar þrennu í seinni leiknum á móti Njarðvík og í leiknum á eftir setti hann sinn stimpil í sögubókina með því að vera fyrstur í sögunni til að ná þrennu á móti báðum Reykjanesbæjarliðunum á sömu leiktíð. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Fréttablaðið hefur eins og aðrir fjölmiðlar verið duglegt að segja frá þrennuafrekum íslenskra körfuboltamanna enda hefur verið full ástæða til. Þetta hefur verið algjört mettímabil og það sem gleður enn fleiri er að það eru íslensku strákarnir sem leiða þessa miklu sókn í þreföldum tvennum. Metið féll ekki bara því það kolféll og eftir lokaumferðina á sunnudagskvöldið varð það loks ljóst að gamla metið hafði verið slegið um heilar tíu þrennur. Gamla metið var sjö þrennur á einu tímabili eða jafnmargar og Pavel Ermonlinskij náði einn og sér í þessum 22 umferðum Dominos-deildarinnar í vetur. Það setur þessar sautján þrennur í enn frekara samhengi að það voru jafnmargar þrennur á þessu tímabili eins og fjögur undanfarin tímabil til samans.Þrennuvaktin á karfan.is Hvort sem það var Hörður Tulinius sem kveikti í strákunum með þrennuvaktinni á karfan.is eða eitthvað annað þá var mikið líf í baráttunni um þrennukóng Dominos-deildarinnar á leiktíðinni. Endasprettur Pavels Ermonlinskij sýndi þó ungu strákunum Matthíasi Orra Sigurðarsyni og Emil Barja að þeir eiga enn þá aðeins í land með að eiga eitthvað í „Herra þrennu“ í íslenskum körfubolta. Það var samt skemmtilegast við þessa baráttu að þarna voru þrír íslenskir leikstjórnendur að sýna fjölhæfni sína og nýttu sér aukið mikilvægi íslensku leikmannanna nú þegar aðeins einn Bandaríkjamaður var leyfður í deildinni.Fyrsta þrennan 25 ára Þrefaldar tvennur þekktust ekki fyrstu tíu tímabilin í úrvalsdeild karla og sú fyrsta datt ekki inn fyrr en fyrir rúmum 25 árum. Hinn 20. október 1988 er því merkilegur dagur í sögu úrvalsdeildar karla. Þá varð Keflvíkingurinn Magnús Ívar Guðfinnsson fyrstur til að ná þrennu í leik. Magnús var þá með 17 stig, 10 fráköst og 10 stolna bolta í sigri í Keflavík. Keflvíkingar áttu báðar þrennurnar þetta tímabil, því fyrstu hefðbundnu þrennunni í úrvalsdeild karla náði Keflvíkingurinn Jón Kr. Gíslason í leik á móti KR 17. nóvember 1988 þegar hann var með 18 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.Milton Bell, sem lék með Skagamönnum tímabilið 1995-96, varð fyrsti leikmaðurinn til að ná tveimur þrennum á sama tímabili en því náði hann með tíu daga millibili í nóvember 1995. Pavel Ermonlinskij var hins vegar fyrsti Íslendingurinn til að ná því þegar hann spilaði seinni hluta 2009-2010 tímabilsins með KR-liðinu. Pavel Ermonlinskij var með fimm þrennur síðasta tímabil sitt í úrvalsdeildinni (2010-11) og sló því sitt eigið met með því að ná sjö slíkum. Bæði Emil Barja (3. sæti með 4) og Matthías Orri Sigurðarson (4. til 8. sæti með 3) komust inn á topp fjögur á listanum með frammistöðu sinni í vetur.Emil komst líka í sögubækurnar Fram undan er úrslitakeppnin þar sem Pavel og Emil gætu bætt við „þrennuafrek“ sín en tímabilið hjá Matthíasi er hins vegar á enda. Bæði Pavel og Emil náðu þrennum á móti mótherjum sínum í átta liða úrslitunum, þar á meðal Pavel í báðum leikjum KR við Snæfell. Emil náði hins vegar þrennu í seinni leiknum á móti Njarðvík og í leiknum á eftir setti hann sinn stimpil í sögubókina með því að vera fyrstur í sögunni til að ná þrennu á móti báðum Reykjanesbæjarliðunum á sömu leiktíð.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira