Segir alþjóðasamfélagið getulaust Freyr Bjarnason skrifar 17. mars 2014 07:00 Suðurkóreskir stúdentar á kertaljósaathöfn sem var haldin til að krefjast þess að börn í Sýrlandi fái aukna aðstoð. Mynd/AP Þrjú ár eru liðin síðan átökin á Sýrlandi hófust. Af því tilefni sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að um væri að ræða stærsta mannúðar-, friðar- og öryggisvandamál heimsins. Ban Ki-moon sagðist ósáttur við getuleysi alþjóðasamfélagsins til að leysa deiluna og hvatti Bandaríkjamenn og Rússa sérstaklega til að setja aukinn kraft í friðarviðræðurnar en báðar þjóðirnar hafa staðið í deilum vegna ástandsins í Úkraínu. Átökin í Sýrlandi eiga rætur sínar að rekja til mótmæla sem spruttu upp í borginni Deraa í suðurhluta Sýrlands eftir að hópur unglinga var handtekinn og pyntaður fyrir að hafa málað uppreisnarslagorð á skólavegg. Þegar öryggissveitir stjórnvalda hófu skothríð á mótmælendurna og drápu þó nokkra urðu mótmælin umfangsmeiri og áður en langt um leið var þess krafist víða um land að forsetinn, Bashar al-Assad, segði af sér. Ákvörðun stjórnvalda um að beita enn meira herafli til að stöðva mótmælin höfðu öfug áhrif. Í júlí 2011 tóku hundruð þúsunda manna þátt í mótmælum víðs vegar um landið. Mótmælendurnir hófu að grípa til vopna. Borgarastyrjöld braust út og árið 2012 náðu átökin til höfuðborgarinnar Damaskus og Aleppo. Talið er að um 140 þúsund hafi fallið í átökunum, þar af fjöldi óbreyttra borgara. Ein af ástæðunum fyrir því að átökin hafa haldið áfram án þess að samningar hafi náðst er sú að mótmælendurnir eru langt í frá samstiga um hvaða stefnu skuli taka, þó svo að allir séu þeir sammála um að forsetinn Assad verði að víkja. Samninganefnd hefur verið mynduð til að ná athygli alþjóðasamfélagins en hún hefur ekki sýnt nægan styrk vegna innri átaka og lítils stuðnings frá grasrótarhreyfingum og uppreisnarsinnum, að því er kom fram í frétt BBC. Vopnaðir uppreisnarsinnar hafa myndað hinar ýmsu hreyfingar og talið er að allt að eitt þúsund mismunandi hópar séu núna að störfum með um eitt hundrað þúsund bardagamenn innan sinna raða. Hófsamir mótmælendur eru mun færri en harðlínu-íslamistar og hópar sem tengjast al-Kaída-samtökunum sem hafa beitt grimmilegum aðferðum í baráttu sinni. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur rannsakað meint brot á alþjóðlegum mannréttindalögum frá því átökin hófust. Sönnunargögn sýna að bæði stjórnvöld og mótmælendur hafa framið stríðsglæpi, þar á meðal stundað pyntingar, gíslatökur, fjöldamorð og aftökur án dóms og laga á þessum þremur árum. Grófasta dæmið um fjöldamorð átti sér stað í ágúst í fyrra þegar eldflaugum með sarín-taugagasi var skotið að mótmælendum í Damaskus með þeim afleiðingum að á bilinu 300 til 1.430 manns fórust. Stjórnvöld voru sökuð um árásina en Assad kenndi uppreisnarmönnum um hana. Síðasta vor hófu Bandaríkjamenn og Rússar undirbúning ráðstefnu vegna ástandsins þar sem samþykkja átti tilllögu um að ný ríkisstjórn yrði sett á laggirnar í Sýrlandi. Viðræðurnar hófust ekki fyrr en í janúar síðastliðnum og var þeim slitið í febrúar. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Lakhdar Brahimi, sagði að sýrlensk stjórnvöld hefðu neitað að taka til greina kröfur mótmælenda, sem þau lýstu sem hryðjuverkamönnum. 22 milljónir Rúmar 22 milljónir manna búa í Sýrlandi sem á landamæri að Líbanon, Tyrklandi, Írak, Jórdaníu og Ísrael. Margir mismunandi trúarhópar og mörg þjóðarbrot búa í landinu en þrír fjórðu hlutar Sýrlendinga eru súnní-múslimar. Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum Sjá meira
Þrjú ár eru liðin síðan átökin á Sýrlandi hófust. Af því tilefni sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að um væri að ræða stærsta mannúðar-, friðar- og öryggisvandamál heimsins. Ban Ki-moon sagðist ósáttur við getuleysi alþjóðasamfélagsins til að leysa deiluna og hvatti Bandaríkjamenn og Rússa sérstaklega til að setja aukinn kraft í friðarviðræðurnar en báðar þjóðirnar hafa staðið í deilum vegna ástandsins í Úkraínu. Átökin í Sýrlandi eiga rætur sínar að rekja til mótmæla sem spruttu upp í borginni Deraa í suðurhluta Sýrlands eftir að hópur unglinga var handtekinn og pyntaður fyrir að hafa málað uppreisnarslagorð á skólavegg. Þegar öryggissveitir stjórnvalda hófu skothríð á mótmælendurna og drápu þó nokkra urðu mótmælin umfangsmeiri og áður en langt um leið var þess krafist víða um land að forsetinn, Bashar al-Assad, segði af sér. Ákvörðun stjórnvalda um að beita enn meira herafli til að stöðva mótmælin höfðu öfug áhrif. Í júlí 2011 tóku hundruð þúsunda manna þátt í mótmælum víðs vegar um landið. Mótmælendurnir hófu að grípa til vopna. Borgarastyrjöld braust út og árið 2012 náðu átökin til höfuðborgarinnar Damaskus og Aleppo. Talið er að um 140 þúsund hafi fallið í átökunum, þar af fjöldi óbreyttra borgara. Ein af ástæðunum fyrir því að átökin hafa haldið áfram án þess að samningar hafi náðst er sú að mótmælendurnir eru langt í frá samstiga um hvaða stefnu skuli taka, þó svo að allir séu þeir sammála um að forsetinn Assad verði að víkja. Samninganefnd hefur verið mynduð til að ná athygli alþjóðasamfélagins en hún hefur ekki sýnt nægan styrk vegna innri átaka og lítils stuðnings frá grasrótarhreyfingum og uppreisnarsinnum, að því er kom fram í frétt BBC. Vopnaðir uppreisnarsinnar hafa myndað hinar ýmsu hreyfingar og talið er að allt að eitt þúsund mismunandi hópar séu núna að störfum með um eitt hundrað þúsund bardagamenn innan sinna raða. Hófsamir mótmælendur eru mun færri en harðlínu-íslamistar og hópar sem tengjast al-Kaída-samtökunum sem hafa beitt grimmilegum aðferðum í baráttu sinni. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur rannsakað meint brot á alþjóðlegum mannréttindalögum frá því átökin hófust. Sönnunargögn sýna að bæði stjórnvöld og mótmælendur hafa framið stríðsglæpi, þar á meðal stundað pyntingar, gíslatökur, fjöldamorð og aftökur án dóms og laga á þessum þremur árum. Grófasta dæmið um fjöldamorð átti sér stað í ágúst í fyrra þegar eldflaugum með sarín-taugagasi var skotið að mótmælendum í Damaskus með þeim afleiðingum að á bilinu 300 til 1.430 manns fórust. Stjórnvöld voru sökuð um árásina en Assad kenndi uppreisnarmönnum um hana. Síðasta vor hófu Bandaríkjamenn og Rússar undirbúning ráðstefnu vegna ástandsins þar sem samþykkja átti tilllögu um að ný ríkisstjórn yrði sett á laggirnar í Sýrlandi. Viðræðurnar hófust ekki fyrr en í janúar síðastliðnum og var þeim slitið í febrúar. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Lakhdar Brahimi, sagði að sýrlensk stjórnvöld hefðu neitað að taka til greina kröfur mótmælenda, sem þau lýstu sem hryðjuverkamönnum. 22 milljónir Rúmar 22 milljónir manna búa í Sýrlandi sem á landamæri að Líbanon, Tyrklandi, Írak, Jórdaníu og Ísrael. Margir mismunandi trúarhópar og mörg þjóðarbrot búa í landinu en þrír fjórðu hlutar Sýrlendinga eru súnní-múslimar.
Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum Sjá meira