Rökleysur ráðherra Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. mars 2014 06:00 Rökleysurnar sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa borið á borð fyrir almenning undanfarna daga, sem réttlætingu á að svíkja loforð sín um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, eru með ólíkindum. Það getur varla verið að ráðherrarnir trúi þessum málflutningi sjálfir og það er nánast útilokað að þjóðin geri það. Tökum nokkur dæmi.1. Bjarni Benediktsson segir í fréttum RÚV á mánudag að óraunsætt sé að kjósa um málið þar sem fyrir Alþingi liggi engin tillaga um að ganga í ESB eða halda aðildarviðræðunum áfram. En fyrir Alþingi liggur tillaga um að slíta viðræðum og draga aðildarumsóknina til baka. Er ekki hægt að kjósa um hana?2. Sigmundur Davíð segir í Fréttablaðinu í gær að kannski verði hægt að breyta stjórnarskránni á kjörtímabilinu þannig að þjóðaratkvæðagreiðslur verði bindandi og hægt að halda „alvöru“ atkvæðagreiðslu. Núna sé það þannig að þjóðaratkvæðagreiðsla sé bara ráðgefandi og þingmenn séu bundnir af sannfæringu sinni. Hann er með þessu að segja að jafnvel þótt þjóðin vildi halda áfram viðræðum myndu stjórnarliðar greiða atkvæði gegn því. Af hverju sögðu þeir Bjarni okkur þetta ekki fyrir kosningar? Gátu kjósendur gengið út frá öðru en að atkvæðagreiðslan færi fram samkvæmt núverandi löggjöf? Og ef það var alls ekki meiningin að fara eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðis, til hvers þá að lofa því?3. Sigmundur segir í Kastljósi í fyrrakvöld að ESB þrýsti á ákvörðun og þess vegna verði að drífa tillöguna um að slíta viðræðunum í gegnum Alþingi. Jafnvel þótt það væri rétt – sem það er ekki, vegna þess að í ESB er ríkur vilji til að halda dyrunum opnum fyrir Ísland – þýddi það ekki að ákvörðunin gæti bara verið á annan veginn. Ef ESB vill fá svar fljótt, þarf stjórnin að flýta sér að halda atkvæðagreiðsluna sem hún lofaði.4. Forsætisráðherrann segir í Kastljósi að ekki sé verið að taka neitt vald af þjóðinni af því að hún hafi ekki fengið að koma að ákvörðuninni um að sækja um. Það var vitað fyrir kosningar, samt lofuðu stjórnarflokkarnir þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú heitir það allt í einu að ákvarðanir fyrri ríkisstjórnar núlli út kosningaloforðin. Það er ekki heil brú í þessu.5. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ítrekar „ómöguleikann“ í Kastljósi og segir að ákvarðanir þjóðarinnar verði að vera „framfylgjanlegar“; það sé „ekki hægt að kjósa um að ríkisstjórn sem er andvíg inngöngu eigi að vera í viðræðum um að komast inn í sambandið“. Hann er eins og fleiri stjórnarliðar lengi að skilja þetta. Ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að fara eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem stjórnarflokkarnir lofuðu, fer hún frá og önnur stjórn framkvæmir þjóðarviljann. Á tímabili leit út fyrir að stjórnarflokkarnir væru byrjaðir að hlusta á kröfur kjósenda um að þeir stæðu við loforð sín. Nú blasir við að þeir hafa heldur forherzt í afstöðu sinni. Þeir ætla að hunza 45.000 undirskriftir, mörg þúsund manna mótmælafundi og þau ríflega 80 prósent sem segjast í skoðanakönnunum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Kjósendur eiga í bili ekki marga kosti. Kannski helzt að fleiri skrifi upp á kröfuna um atkvæðagreiðslu og mæti á útifundi – og voni að stjórnarherrarnir leggi um síðir við hlustir og dragi rökréttar ályktanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Rökleysurnar sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa borið á borð fyrir almenning undanfarna daga, sem réttlætingu á að svíkja loforð sín um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, eru með ólíkindum. Það getur varla verið að ráðherrarnir trúi þessum málflutningi sjálfir og það er nánast útilokað að þjóðin geri það. Tökum nokkur dæmi.1. Bjarni Benediktsson segir í fréttum RÚV á mánudag að óraunsætt sé að kjósa um málið þar sem fyrir Alþingi liggi engin tillaga um að ganga í ESB eða halda aðildarviðræðunum áfram. En fyrir Alþingi liggur tillaga um að slíta viðræðum og draga aðildarumsóknina til baka. Er ekki hægt að kjósa um hana?2. Sigmundur Davíð segir í Fréttablaðinu í gær að kannski verði hægt að breyta stjórnarskránni á kjörtímabilinu þannig að þjóðaratkvæðagreiðslur verði bindandi og hægt að halda „alvöru“ atkvæðagreiðslu. Núna sé það þannig að þjóðaratkvæðagreiðsla sé bara ráðgefandi og þingmenn séu bundnir af sannfæringu sinni. Hann er með þessu að segja að jafnvel þótt þjóðin vildi halda áfram viðræðum myndu stjórnarliðar greiða atkvæði gegn því. Af hverju sögðu þeir Bjarni okkur þetta ekki fyrir kosningar? Gátu kjósendur gengið út frá öðru en að atkvæðagreiðslan færi fram samkvæmt núverandi löggjöf? Og ef það var alls ekki meiningin að fara eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðis, til hvers þá að lofa því?3. Sigmundur segir í Kastljósi í fyrrakvöld að ESB þrýsti á ákvörðun og þess vegna verði að drífa tillöguna um að slíta viðræðunum í gegnum Alþingi. Jafnvel þótt það væri rétt – sem það er ekki, vegna þess að í ESB er ríkur vilji til að halda dyrunum opnum fyrir Ísland – þýddi það ekki að ákvörðunin gæti bara verið á annan veginn. Ef ESB vill fá svar fljótt, þarf stjórnin að flýta sér að halda atkvæðagreiðsluna sem hún lofaði.4. Forsætisráðherrann segir í Kastljósi að ekki sé verið að taka neitt vald af þjóðinni af því að hún hafi ekki fengið að koma að ákvörðuninni um að sækja um. Það var vitað fyrir kosningar, samt lofuðu stjórnarflokkarnir þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú heitir það allt í einu að ákvarðanir fyrri ríkisstjórnar núlli út kosningaloforðin. Það er ekki heil brú í þessu.5. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ítrekar „ómöguleikann“ í Kastljósi og segir að ákvarðanir þjóðarinnar verði að vera „framfylgjanlegar“; það sé „ekki hægt að kjósa um að ríkisstjórn sem er andvíg inngöngu eigi að vera í viðræðum um að komast inn í sambandið“. Hann er eins og fleiri stjórnarliðar lengi að skilja þetta. Ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að fara eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem stjórnarflokkarnir lofuðu, fer hún frá og önnur stjórn framkvæmir þjóðarviljann. Á tímabili leit út fyrir að stjórnarflokkarnir væru byrjaðir að hlusta á kröfur kjósenda um að þeir stæðu við loforð sín. Nú blasir við að þeir hafa heldur forherzt í afstöðu sinni. Þeir ætla að hunza 45.000 undirskriftir, mörg þúsund manna mótmælafundi og þau ríflega 80 prósent sem segjast í skoðanakönnunum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Kjósendur eiga í bili ekki marga kosti. Kannski helzt að fleiri skrifi upp á kröfuna um atkvæðagreiðslu og mæti á útifundi – og voni að stjórnarherrarnir leggi um síðir við hlustir og dragi rökréttar ályktanir.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun