Sannir stjórnmálamenn Haraldur Guðmundsson skrifar 5. mars 2014 08:00 Rannsóknarlögreglumennirnir og félagarnir Rustin Cohle og Martin Hart úr þáttunum True Detective hafa farið á kostum í besta sjónvarpsefni ársins. Áhorfendur hafa fengið að fylgjast með lögreglumönnunum rannsaka óhugnanlegt morðmál og mannshvörf. Rannsóknin hefur dregið þá í gegnum gruggug fen Louisiana þar sem þeir leita morðingjans og ákveðin kaflaskil urðu þegar Hart drap viðurstyggilegan hrotta sem þeir grunuðu um ódæðin. Þá voru félagarnir hylltir sem hetjur og næstu árin á eftir lifðu þeir í þeirri trú að málið væri leyst. Ráðherrarnir og félagarnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson hafa í viðtölum í fjölmiðlum séð okkur fyrir næstbesta sjónvarpsefni ársins. Áhorfendur hafa fengið að fylgjast með ráðherrunum ræða og verja stefnumál ríkisstjórnarinnar og kosningaloforð. Viðtölin hafa dregið þá í gegnum gruggug fen íslenskra stjórnmála í leit að útfærslum á stefnumálum og loforðum síðustu alþingiskosninga þegar ákveðin kaflaskil urðu og flokkar þeirra náðu tveggja flokka meirihluta. Þá voru félagarnir hylltir sem hetjur og níu mánuðum síðar virtist kjörtímabilið ætla að verða leikur einn. Ágætis byrjunUm hálfu ári eftir að ríkisstjórnin var mynduð kynntu ráðherrarnir tveir aðgerðaráætlun um höfuðstólslækkun húsnæðislána, stærsta kosningaloforð Framsóknarflokksins. Með henni ætlar ríkisstjórnin að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána og koma á skattaívilnun sem mun gera heimilum sem skulda húsnæðislán kleift að nýta greiðslur sem ella rynnu inn í séreignarsjóði til að greiða inn á lánin. Heildarumfang aðgerðarinnar er metið á um 150 milljarða króna og bankaskattur á að fjármagna skuldalækkunina næstu fjögur árin. Nokkrum vikum síðar þegar árið 2013 var gert upp í Kryddsíld Stöðvar 2 virtist gagnrýni formanna stjórnarandstöðuflokkanna á skuldaleiðréttinguna oft missa marks. Þremur vikum síðar, tíu dögum eftir að við fengum fyrst að kynnast lögreglumönnunum í Louisiana, kynnti sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar um afnám verðtryggingar af neytendalánum tillögur sínar. Tillögurnar voru þá gagnrýndar fyrir að standa ekki við gefin fyrirheit um fullt afnám verðtryggingar. FortíðarþráUm miðjan febrúar, nokkrum dögum áður en Sigmundur og Gísli Marteinn Baldursson rifust um stöðu seðlabankastjóra, innflutning á ostum og hvor þeirra stjórnaði þættinum Sunnudagsmorgni, gagnrýndi ráðherra Seðlabanka Íslands í erindi á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands. Bankinn hafði að hans mati haldið „óumbeðinn“ í vinnu við greiningu á skuldalækkunaráformum ríkisstjórnarinnar á meðan stjórnin biði eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands sem óskað hafði verið eftir nokkru áður. Níu dögum síðar tilkynnti fjármála- og efnahagsráðuneytið að lögum um Seðlabankann yrði breytt og staða bankastjóra auglýst. Már Guðmundsson þarf því að sækja um starfið á nýjan leik og bankastjórarnir gætu á endanum orðið þrír, alveg eins og í gamla daga þegar allt var gott og ungt fólk sá áburðarverksmiðjur í hillingum. Nóg er búið að fjalla um þingsályktunartillöguna sem lögð var fram nokkrum dögum síðar um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka og áður gefin loforð margra stjórnarliða í þeim efnum. Umsóknin skal dregin til baka enda á gjaldmiðillinn að heita króna en ekki evra og fullveldið á að vernda en ekki kasta á glæ. Þetta stóð allt svart á hvítu á blaðsíðu 152 í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og því engin ástæða fyrir ráðherra fjármála- og efnahagsmála að standa við áður gefin loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Háspenna lífshættaBjarni ítrekaði afstöðu sína til aðildarviðræðnanna í ræðu í Valhöll í síðustu viku. Þar sagði hann einnig að áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna hafi verið virkjuð í haust. Niðurstöður þeirrar vinnu eiga vonandi eftir að hleypa smá lífi í stjórnmálin og í ofanálag ættu einungis að vera um þrír mánuðir þangað til skuldaleiðréttingin hefst. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvernig mál þróast og ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar. Besta sjónvarpsefni ársins kveður á mánudaginn þegar Cohle og Hart klára vonandi sín mál en þá taka Sigmundur og Bjarni við, einir í sviðsljósinu, með um þrjú ár eftir af kjörtímabilinu.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 5. mars 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Sjá meira
Rannsóknarlögreglumennirnir og félagarnir Rustin Cohle og Martin Hart úr þáttunum True Detective hafa farið á kostum í besta sjónvarpsefni ársins. Áhorfendur hafa fengið að fylgjast með lögreglumönnunum rannsaka óhugnanlegt morðmál og mannshvörf. Rannsóknin hefur dregið þá í gegnum gruggug fen Louisiana þar sem þeir leita morðingjans og ákveðin kaflaskil urðu þegar Hart drap viðurstyggilegan hrotta sem þeir grunuðu um ódæðin. Þá voru félagarnir hylltir sem hetjur og næstu árin á eftir lifðu þeir í þeirri trú að málið væri leyst. Ráðherrarnir og félagarnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson hafa í viðtölum í fjölmiðlum séð okkur fyrir næstbesta sjónvarpsefni ársins. Áhorfendur hafa fengið að fylgjast með ráðherrunum ræða og verja stefnumál ríkisstjórnarinnar og kosningaloforð. Viðtölin hafa dregið þá í gegnum gruggug fen íslenskra stjórnmála í leit að útfærslum á stefnumálum og loforðum síðustu alþingiskosninga þegar ákveðin kaflaskil urðu og flokkar þeirra náðu tveggja flokka meirihluta. Þá voru félagarnir hylltir sem hetjur og níu mánuðum síðar virtist kjörtímabilið ætla að verða leikur einn. Ágætis byrjunUm hálfu ári eftir að ríkisstjórnin var mynduð kynntu ráðherrarnir tveir aðgerðaráætlun um höfuðstólslækkun húsnæðislána, stærsta kosningaloforð Framsóknarflokksins. Með henni ætlar ríkisstjórnin að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána og koma á skattaívilnun sem mun gera heimilum sem skulda húsnæðislán kleift að nýta greiðslur sem ella rynnu inn í séreignarsjóði til að greiða inn á lánin. Heildarumfang aðgerðarinnar er metið á um 150 milljarða króna og bankaskattur á að fjármagna skuldalækkunina næstu fjögur árin. Nokkrum vikum síðar þegar árið 2013 var gert upp í Kryddsíld Stöðvar 2 virtist gagnrýni formanna stjórnarandstöðuflokkanna á skuldaleiðréttinguna oft missa marks. Þremur vikum síðar, tíu dögum eftir að við fengum fyrst að kynnast lögreglumönnunum í Louisiana, kynnti sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar um afnám verðtryggingar af neytendalánum tillögur sínar. Tillögurnar voru þá gagnrýndar fyrir að standa ekki við gefin fyrirheit um fullt afnám verðtryggingar. FortíðarþráUm miðjan febrúar, nokkrum dögum áður en Sigmundur og Gísli Marteinn Baldursson rifust um stöðu seðlabankastjóra, innflutning á ostum og hvor þeirra stjórnaði þættinum Sunnudagsmorgni, gagnrýndi ráðherra Seðlabanka Íslands í erindi á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands. Bankinn hafði að hans mati haldið „óumbeðinn“ í vinnu við greiningu á skuldalækkunaráformum ríkisstjórnarinnar á meðan stjórnin biði eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands sem óskað hafði verið eftir nokkru áður. Níu dögum síðar tilkynnti fjármála- og efnahagsráðuneytið að lögum um Seðlabankann yrði breytt og staða bankastjóra auglýst. Már Guðmundsson þarf því að sækja um starfið á nýjan leik og bankastjórarnir gætu á endanum orðið þrír, alveg eins og í gamla daga þegar allt var gott og ungt fólk sá áburðarverksmiðjur í hillingum. Nóg er búið að fjalla um þingsályktunartillöguna sem lögð var fram nokkrum dögum síðar um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka og áður gefin loforð margra stjórnarliða í þeim efnum. Umsóknin skal dregin til baka enda á gjaldmiðillinn að heita króna en ekki evra og fullveldið á að vernda en ekki kasta á glæ. Þetta stóð allt svart á hvítu á blaðsíðu 152 í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og því engin ástæða fyrir ráðherra fjármála- og efnahagsmála að standa við áður gefin loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Háspenna lífshættaBjarni ítrekaði afstöðu sína til aðildarviðræðnanna í ræðu í Valhöll í síðustu viku. Þar sagði hann einnig að áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna hafi verið virkjuð í haust. Niðurstöður þeirrar vinnu eiga vonandi eftir að hleypa smá lífi í stjórnmálin og í ofanálag ættu einungis að vera um þrír mánuðir þangað til skuldaleiðréttingin hefst. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvernig mál þróast og ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar. Besta sjónvarpsefni ársins kveður á mánudaginn þegar Cohle og Hart klára vonandi sín mál en þá taka Sigmundur og Bjarni við, einir í sviðsljósinu, með um þrjú ár eftir af kjörtímabilinu.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 5. mars 2014.
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar