Ólympíumeistarinn sem missti allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2014 06:15 Þjóðhetja í heimalandinu. Yuzuru Hanyu sést hér með gullverðlaunin sem hann hlaut í Sotsjí. Mynd/AFP Heimurinn eignaðist fullt af nýjum íþróttahetjum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem lauk um síðustu helgi en fáar sögur frá leikunum við Svartahafið eru þó hjartnæmari en sú af japanska skautadansaranum Yuzuru Hanyu sem vann gullverðlaun í listdansi karla á skautum. Yuzuru Hanyu varð yngsti gullverðlaunahafinn í listhlaupi karla í 66 ár en hann er aðeins 19 ára gamall. Hanyu setti líka heimsmet með því að fá 101,45 í einkunn fyrir skylduæfingar og var einnig fyrsti Japaninn til að vinna gull í þessari grein. Frammistaðan í skylduæfingunum var það góð að hann komst upp með það að láta stressið trufla sig aðeins í frjálsu æfingunum daginn eftir. Hanyu hélt að hann hefði tapað gullinu eftir að hafa dottið tvisvar en hann varð á endanum rétt á undan Kanadamanninum Patrick Chan. „Ég var ekki ánægður með frammistöðu mína. Ég var stressaður en ég fékk gullið og er stoltur af því,“ sagði Hanyu eftir sigurinn. Saga Hanyu sjálfs í aðdraganda leikanna setur sigur hans þó í annað samhengi. Aðeins þremur árum áður en hann fékk Ólympíugullið um hálsinn upplifði hann hörmungar í heimalandinu þegar jarðskjálfti og risaflóðbylgja í kjölfarið kostuðu tugi þúsunda lífið og hundruð þúsunda misstu heimili sín. Yuzuru Hanyu var þá sextán ára og á skautaæfingu í heimabæ sínum Sendai þegar jarðskjálftinn reið yfir en upptökin voru nálægt borginni. Hann hljóp út á skautunum í örvæntingu sinni enda sprungu leiðslur undir svellinu og skautahöllin eyðilagðist. Þakið á höllinni hrundi ekki sem betur fer og Hanyu og félagar hans sluppu út ómeiddir. Heimili hans skemmdist og þar var ekkert vatn eða rafmagn lengur. Hanyu og fjölskylda hans þurfti að gista á gólfi íþróttahallarinnar í þrjá daga og hann get ekki æft fyrr en hann fékk aðstöðu í Yokohama ásamt skautadönsurum frá Sendai. „Þessi dagur breytti öllu. Eftir hann ætlaði ég að láta alla daga skipta máli,“ skrifaði Hanyu í ævisögu sína „Bláir blossar“. Hanyu hefur talað um samviskubit sitt yfir því að hafa aðeins hugsað um æfingarnar og að hafa ekki eytt kröftum sínum í að hjálpa fjölskyldu sinni og nágrönnum að byggja upp eftir hamfarirnar. „Ég vildi vera áfram í Sendai. Það hjálpuðu mér margir eftir hörmungarnar og ég er kominn hingað þökk sé öllum í Japan sem studdu við bakið á mér,“ sagði Hanyu og bætti við: „Ég er kannski gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum en mér finnst ég samt svo hjálparvana. Þessi medalía gerir lítið til að hjálpa fólkinu heima,“ sagði Hanyu. Sigur hans í Sotsjí færir fólkinu í Sendai þó örugglega ómetanlega gleði og ánægju sem er dýrmætt við að þrauka á erfiðum tímum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Sjá meira
Heimurinn eignaðist fullt af nýjum íþróttahetjum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem lauk um síðustu helgi en fáar sögur frá leikunum við Svartahafið eru þó hjartnæmari en sú af japanska skautadansaranum Yuzuru Hanyu sem vann gullverðlaun í listdansi karla á skautum. Yuzuru Hanyu varð yngsti gullverðlaunahafinn í listhlaupi karla í 66 ár en hann er aðeins 19 ára gamall. Hanyu setti líka heimsmet með því að fá 101,45 í einkunn fyrir skylduæfingar og var einnig fyrsti Japaninn til að vinna gull í þessari grein. Frammistaðan í skylduæfingunum var það góð að hann komst upp með það að láta stressið trufla sig aðeins í frjálsu æfingunum daginn eftir. Hanyu hélt að hann hefði tapað gullinu eftir að hafa dottið tvisvar en hann varð á endanum rétt á undan Kanadamanninum Patrick Chan. „Ég var ekki ánægður með frammistöðu mína. Ég var stressaður en ég fékk gullið og er stoltur af því,“ sagði Hanyu eftir sigurinn. Saga Hanyu sjálfs í aðdraganda leikanna setur sigur hans þó í annað samhengi. Aðeins þremur árum áður en hann fékk Ólympíugullið um hálsinn upplifði hann hörmungar í heimalandinu þegar jarðskjálfti og risaflóðbylgja í kjölfarið kostuðu tugi þúsunda lífið og hundruð þúsunda misstu heimili sín. Yuzuru Hanyu var þá sextán ára og á skautaæfingu í heimabæ sínum Sendai þegar jarðskjálftinn reið yfir en upptökin voru nálægt borginni. Hann hljóp út á skautunum í örvæntingu sinni enda sprungu leiðslur undir svellinu og skautahöllin eyðilagðist. Þakið á höllinni hrundi ekki sem betur fer og Hanyu og félagar hans sluppu út ómeiddir. Heimili hans skemmdist og þar var ekkert vatn eða rafmagn lengur. Hanyu og fjölskylda hans þurfti að gista á gólfi íþróttahallarinnar í þrjá daga og hann get ekki æft fyrr en hann fékk aðstöðu í Yokohama ásamt skautadönsurum frá Sendai. „Þessi dagur breytti öllu. Eftir hann ætlaði ég að láta alla daga skipta máli,“ skrifaði Hanyu í ævisögu sína „Bláir blossar“. Hanyu hefur talað um samviskubit sitt yfir því að hafa aðeins hugsað um æfingarnar og að hafa ekki eytt kröftum sínum í að hjálpa fjölskyldu sinni og nágrönnum að byggja upp eftir hamfarirnar. „Ég vildi vera áfram í Sendai. Það hjálpuðu mér margir eftir hörmungarnar og ég er kominn hingað þökk sé öllum í Japan sem studdu við bakið á mér,“ sagði Hanyu og bætti við: „Ég er kannski gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum en mér finnst ég samt svo hjálparvana. Þessi medalía gerir lítið til að hjálpa fólkinu heima,“ sagði Hanyu. Sigur hans í Sotsjí færir fólkinu í Sendai þó örugglega ómetanlega gleði og ánægju sem er dýrmætt við að þrauka á erfiðum tímum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Sjá meira