Leyfum þjóðinni að njóta vafans Arnar Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Valkostir Íslands í gjaldeyrismálum eru tveir: Búa við íslenska krónu, studda gjaldeyrishöftum af einhverju tagi um fyrirsjáanlega framtíð, eða stefna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu. Þetta staðfestir umræða síðustu ára og ítarlegar skýrslur, m.a. Seðlabanka Íslands. Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er að auki líflína atvinnulífsins til mikilvægustu útflutningsmarkaða landsins. Ábyrgðarlaust er að útiloka annan þessara valkosta, mögulega til næstu áratuga, með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. Engin áætlun liggur fyrir um hvernig þjóðin ætlar að búa við haftakrónuna. Engin áætlun um uppgjör búa föllnu bankanna hefur verið kynnt. Hluti EES-samningsins er í uppnámi og engin lausn í sjónmáli á þeim vanda. Engin greining hefur farið fram á því hvernig við gætum haldið aðild að innri markaði Evrópu ef við brjótum kerfisbundið gegn ákvæðum samningins. Því hefur heldur ekki verið svarað hvernig við getum innleitt veigamikla þætti á borð við samræmdar aðgerðir til að tryggja fjármálastöðugleika. Ákvörðun um formleg viðræðuslit Íslands og ESB er því miður ekki hægt að afturkalla eftir hentugleikum. Samþykki allra aðildarþjóða þarf til að hefja nýjar aðildarviðræður við Ísland. Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður gaf þjóðinni sjálfri valkost um framtíð landsins en í þeirri ákvörðun að hefja aðildarferlið fólst að þjóðin fengi sjálf að eiga síðasta orðið um aðild. Sú afdrifaríka ákvörðun að samþykkja eða fella aðildarsamning skyldi tekin af þjóðinni sjálfri í þjóðaratkvæðagreiðslu, byggt á bestu fáanlegu upplýsingum, einkum sjálfum aðildarsamningnum. Þingsályktunartillagan sem nú liggur fyrir sviptir þjóðina þeim rétti að eiga sjálf síðasta orðið um fyrirsjáanlega framtíð. Hún er svipt valkosti sem er þýðingarmikill um hvaða stefnu Ísland tekur. Hluti stjórnarþingmanna hyggst í reynd fella óséðan samning fyrir hönd okkar allra. Og það án greiningar á afleiðingunum, án skýrra valkosta, án framtíðarsýnar fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. Án þess einu sinni að standa við skýrt loforð gagnvart eigin kjósendum um að leyfa þjóðinni þó að taka sjálfri þá afdrifaríku ákvörðun að slíta viðræðum að óloknum samningi. Hér er svo mikið í húfi að þjóðin verður sjálf að fá að njóta vafans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Valkostir Íslands í gjaldeyrismálum eru tveir: Búa við íslenska krónu, studda gjaldeyrishöftum af einhverju tagi um fyrirsjáanlega framtíð, eða stefna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu. Þetta staðfestir umræða síðustu ára og ítarlegar skýrslur, m.a. Seðlabanka Íslands. Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er að auki líflína atvinnulífsins til mikilvægustu útflutningsmarkaða landsins. Ábyrgðarlaust er að útiloka annan þessara valkosta, mögulega til næstu áratuga, með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. Engin áætlun liggur fyrir um hvernig þjóðin ætlar að búa við haftakrónuna. Engin áætlun um uppgjör búa föllnu bankanna hefur verið kynnt. Hluti EES-samningsins er í uppnámi og engin lausn í sjónmáli á þeim vanda. Engin greining hefur farið fram á því hvernig við gætum haldið aðild að innri markaði Evrópu ef við brjótum kerfisbundið gegn ákvæðum samningins. Því hefur heldur ekki verið svarað hvernig við getum innleitt veigamikla þætti á borð við samræmdar aðgerðir til að tryggja fjármálastöðugleika. Ákvörðun um formleg viðræðuslit Íslands og ESB er því miður ekki hægt að afturkalla eftir hentugleikum. Samþykki allra aðildarþjóða þarf til að hefja nýjar aðildarviðræður við Ísland. Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður gaf þjóðinni sjálfri valkost um framtíð landsins en í þeirri ákvörðun að hefja aðildarferlið fólst að þjóðin fengi sjálf að eiga síðasta orðið um aðild. Sú afdrifaríka ákvörðun að samþykkja eða fella aðildarsamning skyldi tekin af þjóðinni sjálfri í þjóðaratkvæðagreiðslu, byggt á bestu fáanlegu upplýsingum, einkum sjálfum aðildarsamningnum. Þingsályktunartillagan sem nú liggur fyrir sviptir þjóðina þeim rétti að eiga sjálf síðasta orðið um fyrirsjáanlega framtíð. Hún er svipt valkosti sem er þýðingarmikill um hvaða stefnu Ísland tekur. Hluti stjórnarþingmanna hyggst í reynd fella óséðan samning fyrir hönd okkar allra. Og það án greiningar á afleiðingunum, án skýrra valkosta, án framtíðarsýnar fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. Án þess einu sinni að standa við skýrt loforð gagnvart eigin kjósendum um að leyfa þjóðinni þó að taka sjálfri þá afdrifaríku ákvörðun að slíta viðræðum að óloknum samningi. Hér er svo mikið í húfi að þjóðin verður sjálf að fá að njóta vafans.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun