Verklaus ríkisstjórn – sagan endurtekur sig Helgi Magnússon skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Á síðari hluta síðasta kjörtímabils var gjarnan talað um „Verklausa vinstristjórn“. Ekki veit ég hver byrjaði með þetta slagorð, hvort það var einhver úr stjórnarandstöðunni eða þá hvatvís fjölmiðlamaður af ÍNN, Morgunblaðinu eða DV. Það skiptir ekki meginmáli en þeir sem héldu þessu á lofti bentu á fjölmörg mál sem þáverandi ríkisstjórn hafði ætlað að koma í framkvæmd en kom ekki í framkvæmd. Svo kom til stjórnarskipta í maí á síðasta ári og þá trúðu margir því að veður myndu skjótt skipast í lofti og að nú tækju menn til hendi og færu að hrinda hratt og örugglega ýmsu í framkvæmd sem almenningur og atvinnulífið höfðu beðið eftir. Ég er einn af þeim sem trúðu á hraðar breytingar til hins betra. Í þeim anda birti ég grein í Fréttablaðinu þann 8. júní sl. undir fyrirsögninni ENDURREISNARSTJÓRNIN ER KOMIN Á SLYSSTAÐ. Þar hélt ég því fram að ferill síðustu ríkisstjórnar hefði verið slys og að nú væri björgunarliðið komið á slysstað og myndi láta hendur standa fram úr ermum.Hvernig hefur tíminn nýst? Nú eru liðnir 9 mánuðir frá því nýja stjórnin tók við. Ef hún megnar að sitja til loka kjörtímabilsins – sem gæti gerst en er hreint ekki víst – þá er hún búin með fimmtung af tíma sínum. Og þá er óhætt að spyrja: Hvernig hefur þessi tími nýst, hverju hefur hún komið í verk – eru breytt og rösklegri vinnubrögð að birtast landsmönnum? Stutta svarið er: Tíminn hefur ekki nýst vel og ríkisstjórnin hefur ekki komið miklu í verk. Það er sorgleg staðreynd eftir allt sem á undan var gengið. Skoðum nokkur mikilvæg mál sem stjórnarflokkarnir lofuðu úrlausnum á í kosningabaráttunni sl. vor: - Hefur ríkisstjórnin lækkað skatta að ráði? NEI, ekki þannig að teljandi sé. T.d. var tryggingagjaldið lækkað um 0,1% sem er brot af því sem lofað var. - Hefur hún hrint í framkvæmd aukinni nýtingu orkuauðlindanna? Nei. - Hefur hún hoggið á hnútinn sem hefur hamlað gegn fjárfestingum og uppbyggingu álvers í Helguvík? NEI. - Hefur hún ýtt af stað myndarlegu átaki á sviði samgönguframkvæmda? NEI. - Hefur hún afnumið gjaldeyrishöft? NEI. - Hefur hún komið með lausnir á málefnum þrotabúa föllnu bankanna? NEI. - Hefur hún leiðrétt skuldir heimilanna, sem var stóra kosningaloforðið hjá öðrum flokkanna. NEI – en hún hefur sett í gang vinnu við útfærslu málsins, komið því í nefnd. - Hefur hún afnumið verðtrygginguna sem var annað af helstu loforðum sama flokks. NEI. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar hefur í reynd slegið þá hugmynd út af borðinu. - Hefur hún beitt sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði kjósendum sínum að yrði á fyrri hluta núverandi kjörtímabilsins? NEI – Þvert á móti. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir grímulausum svikum við kjósendur í því efni, þrátt fyrir ótvíræð kosningaloforð. - Hefur ríkisstjórnin náð tökum á ríkisfjármálunum? Hún heldur því fram vegna lítilsháttar afgangs á fjárlögum. En reynslan sýnir að niðurstaðan verður yfirleitt mun lakari og ætla má að halli verði á fjárlögum þessa árs þegar raunveruleikinn lítur dagsins ljós. - Hefur ríkisstjórnin lækkað veiðileyfagjald og létt þannig álögum af útgerðinni? JÁ. Það gerði hún strax á sumarþingi 2013 enda þótti mikið liggja við að bæta hag útgerðarmanna á meðan hagsmunir annarra atvinnugreina og almennings máttu bíða! Niðurstaðan af þessu er því miður sú að núverandi ríkisstjórn er eftir 20% af kjörtímabilinu engu betri en sú fyrri: VERKLAUS RÍKISSTJÓRN þegar kemur að meginhagsmunamálum almennings og atvinnulífs, með þeirri undantekningu að litið hefur verið til með sjávarútveginum. Við sem gagnrýndum fyrri ríkisstjórn og kusum þá flokka sem mynda núverandi ríkisstjórn út á kosningaloforð sem nú hafa verið svikin, hljótum að spyrja: Til hvers var barist?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðari hluta síðasta kjörtímabils var gjarnan talað um „Verklausa vinstristjórn“. Ekki veit ég hver byrjaði með þetta slagorð, hvort það var einhver úr stjórnarandstöðunni eða þá hvatvís fjölmiðlamaður af ÍNN, Morgunblaðinu eða DV. Það skiptir ekki meginmáli en þeir sem héldu þessu á lofti bentu á fjölmörg mál sem þáverandi ríkisstjórn hafði ætlað að koma í framkvæmd en kom ekki í framkvæmd. Svo kom til stjórnarskipta í maí á síðasta ári og þá trúðu margir því að veður myndu skjótt skipast í lofti og að nú tækju menn til hendi og færu að hrinda hratt og örugglega ýmsu í framkvæmd sem almenningur og atvinnulífið höfðu beðið eftir. Ég er einn af þeim sem trúðu á hraðar breytingar til hins betra. Í þeim anda birti ég grein í Fréttablaðinu þann 8. júní sl. undir fyrirsögninni ENDURREISNARSTJÓRNIN ER KOMIN Á SLYSSTAÐ. Þar hélt ég því fram að ferill síðustu ríkisstjórnar hefði verið slys og að nú væri björgunarliðið komið á slysstað og myndi láta hendur standa fram úr ermum.Hvernig hefur tíminn nýst? Nú eru liðnir 9 mánuðir frá því nýja stjórnin tók við. Ef hún megnar að sitja til loka kjörtímabilsins – sem gæti gerst en er hreint ekki víst – þá er hún búin með fimmtung af tíma sínum. Og þá er óhætt að spyrja: Hvernig hefur þessi tími nýst, hverju hefur hún komið í verk – eru breytt og rösklegri vinnubrögð að birtast landsmönnum? Stutta svarið er: Tíminn hefur ekki nýst vel og ríkisstjórnin hefur ekki komið miklu í verk. Það er sorgleg staðreynd eftir allt sem á undan var gengið. Skoðum nokkur mikilvæg mál sem stjórnarflokkarnir lofuðu úrlausnum á í kosningabaráttunni sl. vor: - Hefur ríkisstjórnin lækkað skatta að ráði? NEI, ekki þannig að teljandi sé. T.d. var tryggingagjaldið lækkað um 0,1% sem er brot af því sem lofað var. - Hefur hún hrint í framkvæmd aukinni nýtingu orkuauðlindanna? Nei. - Hefur hún hoggið á hnútinn sem hefur hamlað gegn fjárfestingum og uppbyggingu álvers í Helguvík? NEI. - Hefur hún ýtt af stað myndarlegu átaki á sviði samgönguframkvæmda? NEI. - Hefur hún afnumið gjaldeyrishöft? NEI. - Hefur hún komið með lausnir á málefnum þrotabúa föllnu bankanna? NEI. - Hefur hún leiðrétt skuldir heimilanna, sem var stóra kosningaloforðið hjá öðrum flokkanna. NEI – en hún hefur sett í gang vinnu við útfærslu málsins, komið því í nefnd. - Hefur hún afnumið verðtrygginguna sem var annað af helstu loforðum sama flokks. NEI. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar hefur í reynd slegið þá hugmynd út af borðinu. - Hefur hún beitt sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði kjósendum sínum að yrði á fyrri hluta núverandi kjörtímabilsins? NEI – Þvert á móti. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir grímulausum svikum við kjósendur í því efni, þrátt fyrir ótvíræð kosningaloforð. - Hefur ríkisstjórnin náð tökum á ríkisfjármálunum? Hún heldur því fram vegna lítilsháttar afgangs á fjárlögum. En reynslan sýnir að niðurstaðan verður yfirleitt mun lakari og ætla má að halli verði á fjárlögum þessa árs þegar raunveruleikinn lítur dagsins ljós. - Hefur ríkisstjórnin lækkað veiðileyfagjald og létt þannig álögum af útgerðinni? JÁ. Það gerði hún strax á sumarþingi 2013 enda þótti mikið liggja við að bæta hag útgerðarmanna á meðan hagsmunir annarra atvinnugreina og almennings máttu bíða! Niðurstaðan af þessu er því miður sú að núverandi ríkisstjórn er eftir 20% af kjörtímabilinu engu betri en sú fyrri: VERKLAUS RÍKISSTJÓRN þegar kemur að meginhagsmunamálum almennings og atvinnulífs, með þeirri undantekningu að litið hefur verið til með sjávarútveginum. Við sem gagnrýndum fyrri ríkisstjórn og kusum þá flokka sem mynda núverandi ríkisstjórn út á kosningaloforð sem nú hafa verið svikin, hljótum að spyrja: Til hvers var barist?Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun