Hvenær fáum við hreindýrabjór? Haraldur Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2014 08:00 Markaðshorn MarkaðarinsLaugardaginn 1. mars næstkomandi verða liðin tuttugu og fimm ár síðan sala á bjór var heimiluð í verslunum ÁTVR og á veitingastöðum. Margt hefur breyst á þeim tíma. Rótgróin fyrirtæki keppa nú við nýja kynslóð örbruggara sem sumir hverjir hafa náð góðum árangri á tiltölulega stuttum tíma. Íslenskum árstíðabjórum fer fjölgandi og margar tegundir seljast upp á fáeinum dögum. Sala á bjór til útlanda hefur aukist og á síðasta ári fluttu íslenskir framleiðendur út tuttugu og fimm ólíkar tegundir. Drykkurinn sem áður var bannaður í 74 ár er nú orðinn svo viðurkenndur hluti af íslenskri menningu að eftirlitsstofnanir sem fara með matvælaeftirlit í landinu geta ekki einu sinni bannað framleiðslu á bjór sem inniheldur hráefni sem ekki má gefa svínum, beljum eða öðrum skepnum sem ætlaðar eru til manneldis.Af innyflum, þörmum og þarmainnihaldi Ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og yfirmanns ráðuneytisins sem fer með matvælaeftirlit, um að heimila sölu og dreifingu á þorrabjórnum Hval sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiddi, er umdeild. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafði áður bannað framleiðslu á bjórnum en Hvalur innihélt eins og flestir vita hvalmjöl. Það er sagt innihalda innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Um tvö þúsund lítrar af vörunni seldust í verslunum ÁTVR á einni viku. Sumir gagnrýna ákvörðun ráðherra en sjálfur vísar hann í lagalega „óvissu“ í tengslum við ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Framleiðandi Hvals seldi alla sína fimm þúsund lítra á einni viku í lok janúar en niðurstaða um hina lagalegu „óvissu“ mun ekki liggja fyrir fyrr en „að lokinni ítarlegri skoðun á málinu“, eins og segir í svari ráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar alþingismanns.Íslenskur bjór í átta löndum Markaðurinn fjallaði í október um útflutning á íslenskum bjór. Þar kom fram að útflutningsverðmæti bjórs nam um 68 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum síðasta árs. Verðmætið hafði þá meira en tvöfaldast frá sama tímabili árið áður. Sex innlendir framleiðendur fluttu þá út eins og áður segir um tuttugu og fimm tegundir til átta landa í þremur heimsálfum. Þar var um að ræða tvo stærri framleiðendur; Vífilfell og Ölgerð Egils Skallagrímssonar, og fjögur örbrugghús. Ölvisholt brugghús er eitt þeirra og forsvarsmenn þess hafa staðið í útflutningi frá árinu 2008 og stefna á frekari landvinninga. „Staðan í dag er þannig að helmingur af okkar framleiðslu fer í útflutning og það er fyrirséð að hann verði stærri en heimamarkaðurinn,“ sagði Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts í samtali við Markaðinn. Hvað með Austurland? Finna má brugghús bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tvö þeirra, Ölgerðin og Borg brugghús, eru í Reykjavík. Steðji bruggar sinn bjór í Borgarfirði og Gæðingur Öl í Skagafirði. Bruggsmiðjan framleiðir bjórinn Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði og Vífilfell bruggar á Akureyri. Engin brugghús eru á Austurlandi en Ölvisholt lokar hringnum í kringum landið með framleiðslu á bænum Ölvisholti í Flóahreppi rétt utan við Selfoss. Það hlýtur að vera einungis tímaspursmál hvenær framtakssamir Austfirðingar hefja framleiðslu á bjór í flöskum með umbúðum sem vísa í Hallormsstað, Lagarfljótsorminn eða Kárahnjúkavirkjun. Með vaxandi eftirspurn, bæði hér heima og erlendis, endalausu magni af íslensku vatni og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem væri líklegur til að hleypa bjór úr hreindýramjöli í gegn, hlýtur Austurland að fara detta inn á kortið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Markaðshorn MarkaðarinsLaugardaginn 1. mars næstkomandi verða liðin tuttugu og fimm ár síðan sala á bjór var heimiluð í verslunum ÁTVR og á veitingastöðum. Margt hefur breyst á þeim tíma. Rótgróin fyrirtæki keppa nú við nýja kynslóð örbruggara sem sumir hverjir hafa náð góðum árangri á tiltölulega stuttum tíma. Íslenskum árstíðabjórum fer fjölgandi og margar tegundir seljast upp á fáeinum dögum. Sala á bjór til útlanda hefur aukist og á síðasta ári fluttu íslenskir framleiðendur út tuttugu og fimm ólíkar tegundir. Drykkurinn sem áður var bannaður í 74 ár er nú orðinn svo viðurkenndur hluti af íslenskri menningu að eftirlitsstofnanir sem fara með matvælaeftirlit í landinu geta ekki einu sinni bannað framleiðslu á bjór sem inniheldur hráefni sem ekki má gefa svínum, beljum eða öðrum skepnum sem ætlaðar eru til manneldis.Af innyflum, þörmum og þarmainnihaldi Ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og yfirmanns ráðuneytisins sem fer með matvælaeftirlit, um að heimila sölu og dreifingu á þorrabjórnum Hval sem brugghúsið Steðji í Borgarfirði framleiddi, er umdeild. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafði áður bannað framleiðslu á bjórnum en Hvalur innihélt eins og flestir vita hvalmjöl. Það er sagt innihalda innyfli, þarma og þarmainnihald hvala. Um tvö þúsund lítrar af vörunni seldust í verslunum ÁTVR á einni viku. Sumir gagnrýna ákvörðun ráðherra en sjálfur vísar hann í lagalega „óvissu“ í tengslum við ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Framleiðandi Hvals seldi alla sína fimm þúsund lítra á einni viku í lok janúar en niðurstaða um hina lagalegu „óvissu“ mun ekki liggja fyrir fyrr en „að lokinni ítarlegri skoðun á málinu“, eins og segir í svari ráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar alþingismanns.Íslenskur bjór í átta löndum Markaðurinn fjallaði í október um útflutning á íslenskum bjór. Þar kom fram að útflutningsverðmæti bjórs nam um 68 milljónum króna á fyrstu átta mánuðum síðasta árs. Verðmætið hafði þá meira en tvöfaldast frá sama tímabili árið áður. Sex innlendir framleiðendur fluttu þá út eins og áður segir um tuttugu og fimm tegundir til átta landa í þremur heimsálfum. Þar var um að ræða tvo stærri framleiðendur; Vífilfell og Ölgerð Egils Skallagrímssonar, og fjögur örbrugghús. Ölvisholt brugghús er eitt þeirra og forsvarsmenn þess hafa staðið í útflutningi frá árinu 2008 og stefna á frekari landvinninga. „Staðan í dag er þannig að helmingur af okkar framleiðslu fer í útflutning og það er fyrirséð að hann verði stærri en heimamarkaðurinn,“ sagði Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts í samtali við Markaðinn. Hvað með Austurland? Finna má brugghús bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tvö þeirra, Ölgerðin og Borg brugghús, eru í Reykjavík. Steðji bruggar sinn bjór í Borgarfirði og Gæðingur Öl í Skagafirði. Bruggsmiðjan framleiðir bjórinn Kalda á Árskógssandi í Eyjafirði og Vífilfell bruggar á Akureyri. Engin brugghús eru á Austurlandi en Ölvisholt lokar hringnum í kringum landið með framleiðslu á bænum Ölvisholti í Flóahreppi rétt utan við Selfoss. Það hlýtur að vera einungis tímaspursmál hvenær framtakssamir Austfirðingar hefja framleiðslu á bjór í flöskum með umbúðum sem vísa í Hallormsstað, Lagarfljótsorminn eða Kárahnjúkavirkjun. Með vaxandi eftirspurn, bæði hér heima og erlendis, endalausu magni af íslensku vatni og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem væri líklegur til að hleypa bjór úr hreindýramjöli í gegn, hlýtur Austurland að fara detta inn á kortið.
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar