Lebowski bar með sigurdrykkinn 12. febrúar 2014 12:00 Það er alltaf gaman á Lebowski bar og á því verður engin undantekning um helgina þegar Reykjavík Cocktail Weekend-hátíðin verður haldin. vísir/Stefán Lebowski bar verður með í Reykjavík Cocktail Weekend og verða þar nokkrir kokteilar á tilboði. „Við verðum með fjóra kokteila á hlægilegu verði eða á þúsund krónur glasið,“ segir Helgi Tómas Sigurðarson, vaktstjóri á Lebowski bar. „Við verðum á léttu nótunum hér á Lebowski og bjóðum upp á þetta svakalega tilboð bæði á föstudag og laugardag frá klukkan átta.“Girnilegir kokteilar á tilboðiKokteilarnir verða hverjir öðrum betri að sögn Helga en þeir bera allir skemmtileg nöfn. „Fyrstan skal nefna kokteilinn Hoffman en hann er til minningar um leikarann Philip Seymour Hoffman sem lést á dögunum. Hoffman lék í myndinni Big Lebowski sem barinn er nefndur eftir þannig að hann átti stað í hjörtum okkar hér á Lebowski. Síðan er það Holy Moly sem er risastór, ferskur, bleikur drykkur. Það fyrsta sem fólk hugsar þegar það sér drykkinn er einmitt „hólímólí“, þaðan kemur nafnið. Svo er það drykkurinn Jesus en það var persóna í myndinni sem var kölluð Jesus. Fjórði kokteillinn er svo Darth Vader sem er ein aðalpersónan í Stjörnustríðsmyndunum en strákurinn sem bjó drykkinn til er mikill aðdáandi þeirra mynda. Sá drykkur er svartur enda með dassi af pepsí í. Við verðum einnig með einn óáfengan drykk en hann er mjög einfaldur hjá okkur, hann heitir Preggó og er stórt sódavatnsglas með sítrónu,“ segir Helgi.Hoffman sigurvegariHelgi segir Hoffman vera það góðan kokteil að ef Lebowski bar tæki þátt í barþjónakeppninni sem haldin verður í lok Reykjavík Cocktail Weekend yrði hann sigurvegari. „Við erum ekki faglærð hérna á Lebowski en ef við værum með myndum við taka titilinn. Hoffman er sigurvegari.“Þeir Haraldur og Helgi á Lebowski verða á léttu nótunum um helgina og ætla að bjóða upp á kokteilinn Hoffman.Myndir/stefánFlott tónlist og góður maturÁ Lebowski bar er hægt að fá sér að snæða til klukkan tíu á kvöldin alla daga. „Við erum með flottan matseðil og meðal annars tvo hamborgara sem allir verða að smakka, HoneybooBBQ og Steikarborgara. Hjá okkur er alltaf mikið stuð og á fimmtudögum er hér Movie-Quiz og þá er allt troðfullt. Við erum með tvær hæðir og efri hæðin er opnuð á miðnætti. Hún er hentug fyrir hópa og er gott að panta hana snemma þar sem hún er uppbókuð hverja helgi. Það er mikið að gera öll kvöld og viðskiptavinirnir eru á breiðu aldursbili. Við spilum líka fjölbreytta og skemmtilega tónlist sem allir geta dansað við,“ segir Helgi.Darth VaderDarth Vader3 cl SouthernComfort Lime3 cl Smirnoff Green Apple1½ cl AmarettoDass lime-safi*Hrist*Fyllt upp með pepsiHoly MolyHoly Moly3 cl Baccardi Razz1½ cl Cointreau1½ cl Smirnoff Green Apple1½ cl Peach-líkjör1½ cl jarðarberjasíróp15 cl trönuberjasafi6 cl ananassafi2 lime-sneiðarDass eggjahvíta*Hrist*Hátt kokteilglasmeð kirsuberi á toppnum Lime á brúninaJesusJesus3 cl Smirnoff Green Apple3 cl Sourz grænn3 cl CuraÇao Blue½6 cl appelsínusafiFyllt upp með Red Bull Lime á brúninaHoffmanHoffman3 cl rjómi3 cl Kahlúa3 cl Kaniltá*Hrist*Hellt í viskíglasÞeyttur rjómi og kanill á toppnum Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Sjá meira
Lebowski bar verður með í Reykjavík Cocktail Weekend og verða þar nokkrir kokteilar á tilboði. „Við verðum með fjóra kokteila á hlægilegu verði eða á þúsund krónur glasið,“ segir Helgi Tómas Sigurðarson, vaktstjóri á Lebowski bar. „Við verðum á léttu nótunum hér á Lebowski og bjóðum upp á þetta svakalega tilboð bæði á föstudag og laugardag frá klukkan átta.“Girnilegir kokteilar á tilboðiKokteilarnir verða hverjir öðrum betri að sögn Helga en þeir bera allir skemmtileg nöfn. „Fyrstan skal nefna kokteilinn Hoffman en hann er til minningar um leikarann Philip Seymour Hoffman sem lést á dögunum. Hoffman lék í myndinni Big Lebowski sem barinn er nefndur eftir þannig að hann átti stað í hjörtum okkar hér á Lebowski. Síðan er það Holy Moly sem er risastór, ferskur, bleikur drykkur. Það fyrsta sem fólk hugsar þegar það sér drykkinn er einmitt „hólímólí“, þaðan kemur nafnið. Svo er það drykkurinn Jesus en það var persóna í myndinni sem var kölluð Jesus. Fjórði kokteillinn er svo Darth Vader sem er ein aðalpersónan í Stjörnustríðsmyndunum en strákurinn sem bjó drykkinn til er mikill aðdáandi þeirra mynda. Sá drykkur er svartur enda með dassi af pepsí í. Við verðum einnig með einn óáfengan drykk en hann er mjög einfaldur hjá okkur, hann heitir Preggó og er stórt sódavatnsglas með sítrónu,“ segir Helgi.Hoffman sigurvegariHelgi segir Hoffman vera það góðan kokteil að ef Lebowski bar tæki þátt í barþjónakeppninni sem haldin verður í lok Reykjavík Cocktail Weekend yrði hann sigurvegari. „Við erum ekki faglærð hérna á Lebowski en ef við værum með myndum við taka titilinn. Hoffman er sigurvegari.“Þeir Haraldur og Helgi á Lebowski verða á léttu nótunum um helgina og ætla að bjóða upp á kokteilinn Hoffman.Myndir/stefánFlott tónlist og góður maturÁ Lebowski bar er hægt að fá sér að snæða til klukkan tíu á kvöldin alla daga. „Við erum með flottan matseðil og meðal annars tvo hamborgara sem allir verða að smakka, HoneybooBBQ og Steikarborgara. Hjá okkur er alltaf mikið stuð og á fimmtudögum er hér Movie-Quiz og þá er allt troðfullt. Við erum með tvær hæðir og efri hæðin er opnuð á miðnætti. Hún er hentug fyrir hópa og er gott að panta hana snemma þar sem hún er uppbókuð hverja helgi. Það er mikið að gera öll kvöld og viðskiptavinirnir eru á breiðu aldursbili. Við spilum líka fjölbreytta og skemmtilega tónlist sem allir geta dansað við,“ segir Helgi.Darth VaderDarth Vader3 cl SouthernComfort Lime3 cl Smirnoff Green Apple1½ cl AmarettoDass lime-safi*Hrist*Fyllt upp með pepsiHoly MolyHoly Moly3 cl Baccardi Razz1½ cl Cointreau1½ cl Smirnoff Green Apple1½ cl Peach-líkjör1½ cl jarðarberjasíróp15 cl trönuberjasafi6 cl ananassafi2 lime-sneiðarDass eggjahvíta*Hrist*Hátt kokteilglasmeð kirsuberi á toppnum Lime á brúninaJesusJesus3 cl Smirnoff Green Apple3 cl Sourz grænn3 cl CuraÇao Blue½6 cl appelsínusafiFyllt upp með Red Bull Lime á brúninaHoffmanHoffman3 cl rjómi3 cl Kahlúa3 cl Kaniltá*Hrist*Hellt í viskíglasÞeyttur rjómi og kanill á toppnum
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Sjá meira