Öflugra og fjölbreyttara atvinnusvæði Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Það er nauðsynlegt að halda uppi öflugu atvinnustigi á Akureyri. Of margt ungt fólk hefur lokið iðn- og tækninámi, háskólanámi en fær ekki starf við hæfi. Þetta verður að laga. Lífshamingja þeirrar kynslóðar sem er að koma á atvinnumarkað í bænum er í húfi. Tækifæri Akureyrar liggur í þessu hæfileikaríka unga fólki. Koma þarf vinnufúsum til verka.Meiri samkeppnishæfni Til að stuðla að breytingum í þessa átt er mikilvægt að styðja við nýsköpun, bæði hjá fyrirtækjum og einyrkjum. En það skiptir ekki síður máli að hlúa vel að þeirri starfsemi sem þegar er fyrir í bænum og við byggjum afkomu okkar á. Það eykur samkeppnishæfni bæjarins og hvetur til þess að ný fyrirtæki festi sig í sessi í bænum. Það skapar beina og afleidda veltu og viðheldur öflugu atvinnustigi.Öflugt rekstrarumhverfi Mikilvægi góðs rekstrarumhverfis, sem styður uppbygginu fyrirtækja, verður seint ofmetið. Þar skiptir miklu að bæjarkerfið stuðli að betra umhverfi fyrirtækja með því að lágmarka óvissu um aðkomu bæjarins að einstöku málum. Eins þarf að samræma væntingar til rekstrarumhverfis fyrirtækjanna með auknu samráði hagsmunaðila úr atvinnulífi og bæjarkerfinu.Stefnumótun í atvinnumálum Stærsta einstaka atriði á næsta kjörtímabili er að ljúka við stefnumótunarverkefni í atvinnumálum til næstu 5 til 10 ára. Þar er markmiðið að varpa ljósi á væntingar atvinnulífsins og mögulegar aðgerðir bæjarins til að bregðast við þeim. Þetta stefnumótunarverkefni þarf að skila áætlun sem við öll getum unnið eftir til skemmri og lengri tíma.Þátttaka fólks Skipa þarf verkefnisstjórn með þátttöku fólks úr atvinnulífi, mennta- og stjórnkerfi bæjarins sem myndi fara yfir stefnumótunarverkefnið, sviðsmyndir og verkefnatillögur með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa. Markmiðið er að hámarka samskipti hagsmunaaðila þannig að vinnan skili sem víðtækastri samstöðu. Þessi áhersla á sókn í atvinnulífi byggir á þeirri trú að það sé mikilvægur grunnur að betra samfélagi. Einungis þannig getur bæjarfélagið boðið upp á góða þjónustu við íbúana sem stenst samanburð við það sem best gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er nauðsynlegt að halda uppi öflugu atvinnustigi á Akureyri. Of margt ungt fólk hefur lokið iðn- og tækninámi, háskólanámi en fær ekki starf við hæfi. Þetta verður að laga. Lífshamingja þeirrar kynslóðar sem er að koma á atvinnumarkað í bænum er í húfi. Tækifæri Akureyrar liggur í þessu hæfileikaríka unga fólki. Koma þarf vinnufúsum til verka.Meiri samkeppnishæfni Til að stuðla að breytingum í þessa átt er mikilvægt að styðja við nýsköpun, bæði hjá fyrirtækjum og einyrkjum. En það skiptir ekki síður máli að hlúa vel að þeirri starfsemi sem þegar er fyrir í bænum og við byggjum afkomu okkar á. Það eykur samkeppnishæfni bæjarins og hvetur til þess að ný fyrirtæki festi sig í sessi í bænum. Það skapar beina og afleidda veltu og viðheldur öflugu atvinnustigi.Öflugt rekstrarumhverfi Mikilvægi góðs rekstrarumhverfis, sem styður uppbygginu fyrirtækja, verður seint ofmetið. Þar skiptir miklu að bæjarkerfið stuðli að betra umhverfi fyrirtækja með því að lágmarka óvissu um aðkomu bæjarins að einstöku málum. Eins þarf að samræma væntingar til rekstrarumhverfis fyrirtækjanna með auknu samráði hagsmunaðila úr atvinnulífi og bæjarkerfinu.Stefnumótun í atvinnumálum Stærsta einstaka atriði á næsta kjörtímabili er að ljúka við stefnumótunarverkefni í atvinnumálum til næstu 5 til 10 ára. Þar er markmiðið að varpa ljósi á væntingar atvinnulífsins og mögulegar aðgerðir bæjarins til að bregðast við þeim. Þetta stefnumótunarverkefni þarf að skila áætlun sem við öll getum unnið eftir til skemmri og lengri tíma.Þátttaka fólks Skipa þarf verkefnisstjórn með þátttöku fólks úr atvinnulífi, mennta- og stjórnkerfi bæjarins sem myndi fara yfir stefnumótunarverkefnið, sviðsmyndir og verkefnatillögur með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa. Markmiðið er að hámarka samskipti hagsmunaaðila þannig að vinnan skili sem víðtækastri samstöðu. Þessi áhersla á sókn í atvinnulífi byggir á þeirri trú að það sé mikilvægur grunnur að betra samfélagi. Einungis þannig getur bæjarfélagið boðið upp á góða þjónustu við íbúana sem stenst samanburð við það sem best gerist.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun