Bíó og sjónvarp

Lífsleikni frumsýnd

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Egill gengur undir viðurnefninu Gillz og bjargar málunum.
Egill gengur undir viðurnefninu Gillz og bjargar málunum.
Kvikmyndin Lífsleikni Gillz er frumsýnd í dag en í henni fræðir Egill Einarsson Íslendinga um hvað má og hvað ekki. Í myndinni er fylgst með hinum ýmsu rasshausum, eins og Egill kallar þá, tækla lífið og klúðra öllu í kringum sig í dæmisögum þar sem Egill bjargar málunum fyrir rest.

Þeir sem leika rasshausana eru Pétur Jóhann Sigfússon, ástsjúki stöðumælavörðurinn, Andri Freyr Viðarsson, ofdekraða borgarbarnið, Hannes Óli Ágústsson, hommi sem er að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum, og Hilmar Guðjónsson, heigullinn sem þarf að taka á honum stóra sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×