Grein sem er í alvörunni ekki um peninga Haraldur F. Gíslason skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Í dag, 6. febrúar, er dagur leikskólans. Á þessum degi árið 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á þessum 64 árum hafa leikskólakennarar áunnið sér virðingu samfélagsins. Það hafa þeir gert með að því vinna af fagmennsku og alúð að uppeldi og menntun yngstu nemenda skólakerfisins. Leikskólakennarar hafa barist fyrir að menntun þeirra standi jafnfætis menntun kennara á öðrum skólastigum. Viðurkenning á því að menntun yngri barna er ekki síður mikilvæg en þeirra sem eldri eru hefur náðst. Leikskólakennarar hafa öðlast skilning samfélagsins á því að lengi býr að fyrstu gerð og góður grunnur mun fylgja einstaklingum á jákvæðan hátt út lífið. Í dag er svo komið að ekki er hægt að hugsa sér skólakerfið án leikskólastigsins. Leikskólakennarar eru mikilvægur þáttur í grunnstoðum þess samfélags sem við höfum mótað. Leikskólastigið hefur þróast mjög hratt á undaförnum áratugum. Leikskólum hefur fjölgað mjög mikið og nær öll börn tveggja til sex ára stunda nám í leikskóla. Í leikskólanum fögnum við fjölbreytileikanum og reynum allt sem við getum til að mæta hverjum og einum á þeim stað sem þeir eru staddir. Námsleið leikskólans er í gegnum leikinn. Sú námsleið var vanmetin mjög lengi en núna sjást mörg dæmi þess að nám í gegnum leik er að ryðja sér til rúms víðar en í leikskólum. Skólakerfi eiga að vera í sífelldri þróun. Verkefni samfélagsins á næstu árum verður að fjölga leikskólakennurum svo um munar. Það verður ekki gert nema leikskólakennarastarfið verði samkeppnisfært við önnur sérfræðistörf á vinnumarkaði. Ég hef ekki nefnt peninga einu orði í þessari stuttu grein eða svona næstum því. Til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag, 6. febrúar, er dagur leikskólans. Á þessum degi árið 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á þessum 64 árum hafa leikskólakennarar áunnið sér virðingu samfélagsins. Það hafa þeir gert með að því vinna af fagmennsku og alúð að uppeldi og menntun yngstu nemenda skólakerfisins. Leikskólakennarar hafa barist fyrir að menntun þeirra standi jafnfætis menntun kennara á öðrum skólastigum. Viðurkenning á því að menntun yngri barna er ekki síður mikilvæg en þeirra sem eldri eru hefur náðst. Leikskólakennarar hafa öðlast skilning samfélagsins á því að lengi býr að fyrstu gerð og góður grunnur mun fylgja einstaklingum á jákvæðan hátt út lífið. Í dag er svo komið að ekki er hægt að hugsa sér skólakerfið án leikskólastigsins. Leikskólakennarar eru mikilvægur þáttur í grunnstoðum þess samfélags sem við höfum mótað. Leikskólastigið hefur þróast mjög hratt á undaförnum áratugum. Leikskólum hefur fjölgað mjög mikið og nær öll börn tveggja til sex ára stunda nám í leikskóla. Í leikskólanum fögnum við fjölbreytileikanum og reynum allt sem við getum til að mæta hverjum og einum á þeim stað sem þeir eru staddir. Námsleið leikskólans er í gegnum leikinn. Sú námsleið var vanmetin mjög lengi en núna sjást mörg dæmi þess að nám í gegnum leik er að ryðja sér til rúms víðar en í leikskólum. Skólakerfi eiga að vera í sífelldri þróun. Verkefni samfélagsins á næstu árum verður að fjölga leikskólakennurum svo um munar. Það verður ekki gert nema leikskólakennarastarfið verði samkeppnisfært við önnur sérfræðistörf á vinnumarkaði. Ég hef ekki nefnt peninga einu orði í þessari stuttu grein eða svona næstum því. Til hamingju með daginn.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar