Opið bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Ágæti ráðherra. Landssamtökunum Þroskahjálp hefur borist fjöldi ábendinga og kvartana vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi nú um áramótin. Þessi breyting hefur í för með sér verulega kjaraskerðingu hjá því fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur að staðaldri. Samkvæmt upplýsingum sem samtökin hafa aflað sér getur kostnaðarþátttaka hjá fullorðnum einstaklingi numið 4-5.000 krónum á mánuði. Þær u.þ.b 5.700 króna auknu ráðstafanatekjur sem margir af skjólstæðingum samtakanna fengu nú um áramót vegna verðlagshækkana örorkulífeyris hefur ríkissjóði tekist að ná til baka að stærstum hluta. Fyrir manneskju sem eingöngu hefur tekjur sínar af örorkulífeyri er hér um að ræða alvarlega og viðvarandi kjaraskerðingu sem ekki getur talist ásættanleg. Kaup á bleyjum geta ekki talist til eðlilegra útgjalda fyrir fólk sem komið er af barnsaldri og engar líkur á að um misnotkun sé að ræða enda ekki varningur sem er eftirsóttur nema fyrir þá sem þurfa nauðsynlega á honum að halda. Því eru öll rök fyrir því að það sé bæði sanngjarnt og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands taki 100% þátt í kostnaði við bleyjukaup. Landssamtökin Þroskahjálp fara fram á það við ráðherra að hann endurskoði umrædda reglugerð og færi hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Jafnframt vilja samtökin benda á að þær breytingar sem gerðar hafa verið á bótum almannatrygginga og skattamálum að undanförnu hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða sem einvörðungu hafa bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Hagur þessara einstaklinga mun því hreinlega versna frá því sem áður var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra. Landssamtökunum Þroskahjálp hefur borist fjöldi ábendinga og kvartana vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi nú um áramótin. Þessi breyting hefur í för með sér verulega kjaraskerðingu hjá því fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur að staðaldri. Samkvæmt upplýsingum sem samtökin hafa aflað sér getur kostnaðarþátttaka hjá fullorðnum einstaklingi numið 4-5.000 krónum á mánuði. Þær u.þ.b 5.700 króna auknu ráðstafanatekjur sem margir af skjólstæðingum samtakanna fengu nú um áramót vegna verðlagshækkana örorkulífeyris hefur ríkissjóði tekist að ná til baka að stærstum hluta. Fyrir manneskju sem eingöngu hefur tekjur sínar af örorkulífeyri er hér um að ræða alvarlega og viðvarandi kjaraskerðingu sem ekki getur talist ásættanleg. Kaup á bleyjum geta ekki talist til eðlilegra útgjalda fyrir fólk sem komið er af barnsaldri og engar líkur á að um misnotkun sé að ræða enda ekki varningur sem er eftirsóttur nema fyrir þá sem þurfa nauðsynlega á honum að halda. Því eru öll rök fyrir því að það sé bæði sanngjarnt og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands taki 100% þátt í kostnaði við bleyjukaup. Landssamtökin Þroskahjálp fara fram á það við ráðherra að hann endurskoði umrædda reglugerð og færi hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Jafnframt vilja samtökin benda á að þær breytingar sem gerðar hafa verið á bótum almannatrygginga og skattamálum að undanförnu hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða sem einvörðungu hafa bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Hagur þessara einstaklinga mun því hreinlega versna frá því sem áður var.
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar