"Það fyrsta sem ég sagði var nei, nei, nei“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2014 08:00 María ásamt Erlu Ásgeirsdóttur í æfingaferð stúlknanna í Austurríki í janúar. Mynd/Aðsend „Ég man eiginlega ekki eftir augnablikinu sem þetta gerðist. Það er eins og ég hafi dottið út,“ segir skíðakonan María Guðmundsdóttir. Akureyringurinn sem búsettur er ásamt fjölskyldu sinni í bænum Kongsberg í Noregi átti að verða einn fimm fulltrúa Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem settir verða í Sotsjí á föstudag. Eftir slæma byltu í stórsvigskeppni í Jenner í Þýskalandi á mánudag er ljóst að draumur Maríu verður ekki að veruleika þetta árið. Skíðakonan, sem verður 21 árs í júní, segist hafa áttað sig á því um leið og hún féll að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. „Það fyrsta sem ég sagði var nei, nei, nei,“ segir María. Þjálfari Maríu náði atvikinu á myndband en María segist engan áhuga hafa á að sjá það. Hún lá í brautinni í skamma stund áður en hún var borin út af brautinni á börum. Þaðan lá leiðin beint upp í sjúkrabíl og síðan á spítala. „Þar fór ég í röntgenmyndatöku og læknarnir skoðuðu mig. Fóturinn var settur í spelku og ég yfirgaf sjúkrahúsið á hækjum,“ segir María. Leiðin lá til sérfræðings í næsta bæ sem tók hné Maríu til skoðunar áður en Akureyringnum var ekið út á flugvöll. Hún segir það hafa verið létti þegar foreldrar hennar tóku á móti henni á Gardermoen í Ósló áður en ekið var heim til Kongsberg.Mynd/Skíðasamband Íslands Meiddist illa fyrir tveimur árum María varð fyrir alvarlegum meiðslum á hné á Landsmótinu árið 2012. Þá, líkt og nú, var hún í stórsvigskeppni og slasaði sig á hné, sama hné. Þá sleit hún krossband auk þess að eyðileggja báða liðþófa í hnénu. Endurhæfingin tók sinn tíma og var hún lengi vel nokkuð rög eftir það. Hún var þó komin yfir það og hlakkaði mikið til leikanna þegar blaðamaður hitti á hana við hátíðlega athöfn í sendiráði Rússa fyrir tveimur vikum. Skjótt skipast veður í lofti. „Þetta gerist á versta tíma. Þó það sé alltaf ömurlegt að meiðast er tímasetningin ömurleg. Þetta er eins slæmt og það getur verið,“ segir María. Hún stefndi á að feta í fótspor systur sinnar Írisar sem keppti í Vancouver fyrir fjórum árum. Lengi vel leit út fyrir að María myndi einnig keppa í Vancouver en kvótatakmarkanir og meiðsli komu í veg fyrir þátttöku.María ásamt Einari Kristni Kristgeirssyni í hófi rússneska sendiherrans í janúar.Vísir/VilhelmÓviss hvort hún haldi áfram María viðurkennir að hún sé nokkuð langt niðri þessa stundina. Framundan er segulómmyndataka í dag og þá mun hún hitta sama sérfræðing og var henni innan handar við hnémeiðslin fyrir tveimur árum. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún leggi skíðin á hilluna eða haldi ótrauð áfram. „Ég hef velt því fyrir mér en þetta er bara svo nýskeð. Ég veit það ekki enn. Þetta er mjög erfitt.“ María telur að ekki verði erfitt fyrir sig að horfa á útsendingar frá Sotsjí þrátt fyrir vonbrigðin. Eins dauði er annars brauð og mun Erla Ásgeirsdóttir taka sæti Maríu á leikunum. Erla og María eru mjög góðar vinkonur. „Það er erfitt fyrir hana að fara við þessar aðstæður. En það er ekkert annað en sjálfsagt að hún fari og njóti þess fyrst svona fór.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Erla fer til Sotsjí í stað Maríu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í morgun að skíðakonan Erla Ásgeirsdóttir muni taka sæti Maríu Guðmundsdóttur á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. 4. febrúar 2014 08:53 Ólympíudraumur Maríu úti María Guðmundsdóttir meiddist illa á hné í stórsvigskeppni í Þýskalandi í dag. Hún missir af Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí af þeim sökum. 3. febrúar 2014 20:19 Við þurfum að gera eitthvað á leikunum Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum, leggur áherslu á að íslensku keppendurnir nái árangri á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Okkar fólk hafi þegar fengið smjörþefinn af stórviðburðum. 3. febrúar 2014 06:00 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
„Ég man eiginlega ekki eftir augnablikinu sem þetta gerðist. Það er eins og ég hafi dottið út,“ segir skíðakonan María Guðmundsdóttir. Akureyringurinn sem búsettur er ásamt fjölskyldu sinni í bænum Kongsberg í Noregi átti að verða einn fimm fulltrúa Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem settir verða í Sotsjí á föstudag. Eftir slæma byltu í stórsvigskeppni í Jenner í Þýskalandi á mánudag er ljóst að draumur Maríu verður ekki að veruleika þetta árið. Skíðakonan, sem verður 21 árs í júní, segist hafa áttað sig á því um leið og hún féll að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. „Það fyrsta sem ég sagði var nei, nei, nei,“ segir María. Þjálfari Maríu náði atvikinu á myndband en María segist engan áhuga hafa á að sjá það. Hún lá í brautinni í skamma stund áður en hún var borin út af brautinni á börum. Þaðan lá leiðin beint upp í sjúkrabíl og síðan á spítala. „Þar fór ég í röntgenmyndatöku og læknarnir skoðuðu mig. Fóturinn var settur í spelku og ég yfirgaf sjúkrahúsið á hækjum,“ segir María. Leiðin lá til sérfræðings í næsta bæ sem tók hné Maríu til skoðunar áður en Akureyringnum var ekið út á flugvöll. Hún segir það hafa verið létti þegar foreldrar hennar tóku á móti henni á Gardermoen í Ósló áður en ekið var heim til Kongsberg.Mynd/Skíðasamband Íslands Meiddist illa fyrir tveimur árum María varð fyrir alvarlegum meiðslum á hné á Landsmótinu árið 2012. Þá, líkt og nú, var hún í stórsvigskeppni og slasaði sig á hné, sama hné. Þá sleit hún krossband auk þess að eyðileggja báða liðþófa í hnénu. Endurhæfingin tók sinn tíma og var hún lengi vel nokkuð rög eftir það. Hún var þó komin yfir það og hlakkaði mikið til leikanna þegar blaðamaður hitti á hana við hátíðlega athöfn í sendiráði Rússa fyrir tveimur vikum. Skjótt skipast veður í lofti. „Þetta gerist á versta tíma. Þó það sé alltaf ömurlegt að meiðast er tímasetningin ömurleg. Þetta er eins slæmt og það getur verið,“ segir María. Hún stefndi á að feta í fótspor systur sinnar Írisar sem keppti í Vancouver fyrir fjórum árum. Lengi vel leit út fyrir að María myndi einnig keppa í Vancouver en kvótatakmarkanir og meiðsli komu í veg fyrir þátttöku.María ásamt Einari Kristni Kristgeirssyni í hófi rússneska sendiherrans í janúar.Vísir/VilhelmÓviss hvort hún haldi áfram María viðurkennir að hún sé nokkuð langt niðri þessa stundina. Framundan er segulómmyndataka í dag og þá mun hún hitta sama sérfræðing og var henni innan handar við hnémeiðslin fyrir tveimur árum. Hún hefur ekki ákveðið hvort hún leggi skíðin á hilluna eða haldi ótrauð áfram. „Ég hef velt því fyrir mér en þetta er bara svo nýskeð. Ég veit það ekki enn. Þetta er mjög erfitt.“ María telur að ekki verði erfitt fyrir sig að horfa á útsendingar frá Sotsjí þrátt fyrir vonbrigðin. Eins dauði er annars brauð og mun Erla Ásgeirsdóttir taka sæti Maríu á leikunum. Erla og María eru mjög góðar vinkonur. „Það er erfitt fyrir hana að fara við þessar aðstæður. En það er ekkert annað en sjálfsagt að hún fari og njóti þess fyrst svona fór.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Erla fer til Sotsjí í stað Maríu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í morgun að skíðakonan Erla Ásgeirsdóttir muni taka sæti Maríu Guðmundsdóttur á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. 4. febrúar 2014 08:53 Ólympíudraumur Maríu úti María Guðmundsdóttir meiddist illa á hné í stórsvigskeppni í Þýskalandi í dag. Hún missir af Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí af þeim sökum. 3. febrúar 2014 20:19 Við þurfum að gera eitthvað á leikunum Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum, leggur áherslu á að íslensku keppendurnir nái árangri á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Okkar fólk hafi þegar fengið smjörþefinn af stórviðburðum. 3. febrúar 2014 06:00 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Erla fer til Sotsjí í stað Maríu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í morgun að skíðakonan Erla Ásgeirsdóttir muni taka sæti Maríu Guðmundsdóttur á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. 4. febrúar 2014 08:53
Ólympíudraumur Maríu úti María Guðmundsdóttir meiddist illa á hné í stórsvigskeppni í Þýskalandi í dag. Hún missir af Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí af þeim sökum. 3. febrúar 2014 20:19
Við þurfum að gera eitthvað á leikunum Fjalar Úlfarsson, landsliðsþjálfari Íslands í alpagreinum, leggur áherslu á að íslensku keppendurnir nái árangri á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Okkar fólk hafi þegar fengið smjörþefinn af stórviðburðum. 3. febrúar 2014 06:00