Ást á tímum snjallsíma 1. febrúar 2014 11:00 Verður ástfanginn af stýrikerfi Joaquin Phoenix í hlutverki sínu í Her. Her Leikstjóri og Handrit: Spike Jonze Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Scarlett Johansson og Amy Adams. Er hægt að verða ástfanginn af stýrikerfi? Kvikmyndin Her eftir Spike Jonze svarar þeirri spurningu í einni frumlegustu mynd ársins. Myndin fjallar um Theodore (Joaquin Phoenix) sem fellur kylliflatur fyrir nýja stýrikerfinu sínu sem heitir Samantha (rödd Scarlett Johansson). Leikstjórinn Spike Jonze hefur leikstýrt frábærum myndum á borð við Being John Malkovich og Adaptation sem báðar voru gerðar eftir handriti Charlie Kaufman auk þess sem hann hefur leikstýrt mörgum myndböndum BjarkarGuðmundsdóttur. Her er fyrsta myndin sem hann skrifar og leikstýrir sjálfur. Myndin gerist á óræðum tíma þar sem allt er örlítið á skjön við raunveruleika okkar í dag. Einstaklingurinn er orðinn eyland, fólk lifir gegnum tölvur og síma. Aðalpersónan Theodore vinnur við að skrifa ástarbréf fyrir ókunnugt fólk en er á sama tíma ófær um að tjá tilfinningar sínar. Samantha er því hinn fullkomni félagi, lífsförunautur sem hann getur kveikt og slökkt á að vild. Stýrikerfið verður smátt og smátt meðvitað um eigið hlutskipti; um eigin takmarkanir og möguleika. Og að lokum þarf Theodore að horfast í augu við sjálfan sig og brjótast út úr þeim gerviheimi sem hann hefur sjálfur skapað sér. Her er þess fullkomlega verðug að hafa verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin. Hún er kærkomin hvíld frá tæknibrelluófreskjum Hollywood þrátt fyrir að umfjöllunarefnið sé einmitt tæknin og áhrif hennar á okkar daglega líf. Þeir sem sjá Her eiga líklega eftir að horfa á snjallsíma sinn öðrum augum næstu daga á eftir.Símon BirgissonNiðurstaða: Ein besta mynd ársins. Frumleg og einlæg ástarsaga. Vel leikin og frábært handrit. Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Her Leikstjóri og Handrit: Spike Jonze Aðalhlutverk: Joaquin Phoenix, Scarlett Johansson og Amy Adams. Er hægt að verða ástfanginn af stýrikerfi? Kvikmyndin Her eftir Spike Jonze svarar þeirri spurningu í einni frumlegustu mynd ársins. Myndin fjallar um Theodore (Joaquin Phoenix) sem fellur kylliflatur fyrir nýja stýrikerfinu sínu sem heitir Samantha (rödd Scarlett Johansson). Leikstjórinn Spike Jonze hefur leikstýrt frábærum myndum á borð við Being John Malkovich og Adaptation sem báðar voru gerðar eftir handriti Charlie Kaufman auk þess sem hann hefur leikstýrt mörgum myndböndum BjarkarGuðmundsdóttur. Her er fyrsta myndin sem hann skrifar og leikstýrir sjálfur. Myndin gerist á óræðum tíma þar sem allt er örlítið á skjön við raunveruleika okkar í dag. Einstaklingurinn er orðinn eyland, fólk lifir gegnum tölvur og síma. Aðalpersónan Theodore vinnur við að skrifa ástarbréf fyrir ókunnugt fólk en er á sama tíma ófær um að tjá tilfinningar sínar. Samantha er því hinn fullkomni félagi, lífsförunautur sem hann getur kveikt og slökkt á að vild. Stýrikerfið verður smátt og smátt meðvitað um eigið hlutskipti; um eigin takmarkanir og möguleika. Og að lokum þarf Theodore að horfast í augu við sjálfan sig og brjótast út úr þeim gerviheimi sem hann hefur sjálfur skapað sér. Her er þess fullkomlega verðug að hafa verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin. Hún er kærkomin hvíld frá tæknibrelluófreskjum Hollywood þrátt fyrir að umfjöllunarefnið sé einmitt tæknin og áhrif hennar á okkar daglega líf. Þeir sem sjá Her eiga líklega eftir að horfa á snjallsíma sinn öðrum augum næstu daga á eftir.Símon BirgissonNiðurstaða: Ein besta mynd ársins. Frumleg og einlæg ástarsaga. Vel leikin og frábært handrit.
Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira