Innlent

Mín skoðun í loftið á morgun

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Mikael Torfason
Mikael Torfason
Nýr þjóðmálaþáttur í sjónvarpi lítur dagsins ljós á Stöð 2 og Vísi á sunnudag.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis, og Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi iðnaðar-, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, leiða saman hesta sína í fyrsta þætti Minnar skoðunar í umjón Mikaels Torfasonar, aðalritstjóra fréttastofu 365.

Þátturinn hefst klukkan 13.00 á sunnudag, 2. febrúar, og er í opinni dagskrá. Þáttinn má einnig sjá á Vísi.is

„Aðalgestur þáttarins verður hins vegar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Mikael. „Í þættinum förum við yfir fréttir vikunnar og það sem efst er á baugi í þjóðmálunum.“

Mikael segir að þátturinn sé hefðbundinn þjóðmálaþáttur, en þó með óhefðbundnu sniði að því leyti að þáttarstjórnandinn sjálfur leyfi sér að hafa skoðanir.

„Segja mætti að þátturinn sé undir áhrifum frá erlendum þáttum sem fólk þekkir, svo sem þætti Pierce Morgan á CNN, Bills O‘Reilly á Fox eða jafnvel Meet the Press á NBC.“ Sannleikans verði leitað á sanngjörnum og heiðarlegum nótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×