Óhefðbundin ást manns og tölvu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2014 09:00 Joaquin Phoenix ku fara á kostum í myndinni en er þó ekki tilnefndur til Óskarsins. Kvikmyndin Her verður frumsýnd á Íslandi í dag en myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og besta frumsamda handrit. Þetta er fyrsta myndin sem Spike Jonze leikstýrir og skrifar handrit fyrir á ferlinum. Myndin fjallar um Theodore Twobly, leikinn af Joaquin Phoenix, sem er einmana rithöfundur. Hann kaupir sér stýrikerfi með gervigreind sem er sérhannað til að aðlagast aðstæðum og notendum og mynda með sér persónuleika. Kerfinu velur hann kvenrödd sem hann gefur nafnið Samantha, en það er leikkonan Scarlett Johansson, sem ljær henni rödd sína. Smám saman þróast samband rithöfundarins og Samönthu en í millitíðinni eignast Thedore kærustuna Amy, sem leikin er af Amy Adams, sem flækir málin. Leikkonan Samantha Morton var upprunalega rödd Samönthu og var á setti á hverjum degi með Joaquin Phoenix. Eftir að tökum lauk og Spike byrjaði að klippa myndina fannst honum eitthvað bogið við röddina og með blessun Samönthu ákvað hann að fá leikkonuna Scarlett Johansson til að ljá stýrikerfinu rödd sína. Amy Adams og Joaquin Phoenix tengdust sterkum vinaböndum á meðan á tökum stóð og orsakast það af því að Spike læsti þau saman í herbergi í einn til tvo klukkutíma á dag og neyddi þau til að tala saman. Spike gerði þetta svo þau myndu kynnast hvort öðru. Amy tók upp á því að syngja fræg söngleikjalög í tökum til að hressa sig við eftir tilfinningaþrungin atriði. Söng hún til dæmis lög úr Annie og The Rocky Horror Picture Show og tók Joaquin oft undir með henni. Þau hættu þessu þó þegar þau tóku eftir því að Spike tók athæfið upp. Kvikmyndin Her hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og var valin besta mynd síðasta árs á verðlaunahátíðinni National Board of Review. Þá deildi hún verðlaunum sem besta myndin með Gravity hjá Los Angeles Film Critics Association og hlaut þrjár tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Á hátíðinni var handritið valið það besta. Golden Globes Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin Her verður frumsýnd á Íslandi í dag en myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og besta frumsamda handrit. Þetta er fyrsta myndin sem Spike Jonze leikstýrir og skrifar handrit fyrir á ferlinum. Myndin fjallar um Theodore Twobly, leikinn af Joaquin Phoenix, sem er einmana rithöfundur. Hann kaupir sér stýrikerfi með gervigreind sem er sérhannað til að aðlagast aðstæðum og notendum og mynda með sér persónuleika. Kerfinu velur hann kvenrödd sem hann gefur nafnið Samantha, en það er leikkonan Scarlett Johansson, sem ljær henni rödd sína. Smám saman þróast samband rithöfundarins og Samönthu en í millitíðinni eignast Thedore kærustuna Amy, sem leikin er af Amy Adams, sem flækir málin. Leikkonan Samantha Morton var upprunalega rödd Samönthu og var á setti á hverjum degi með Joaquin Phoenix. Eftir að tökum lauk og Spike byrjaði að klippa myndina fannst honum eitthvað bogið við röddina og með blessun Samönthu ákvað hann að fá leikkonuna Scarlett Johansson til að ljá stýrikerfinu rödd sína. Amy Adams og Joaquin Phoenix tengdust sterkum vinaböndum á meðan á tökum stóð og orsakast það af því að Spike læsti þau saman í herbergi í einn til tvo klukkutíma á dag og neyddi þau til að tala saman. Spike gerði þetta svo þau myndu kynnast hvort öðru. Amy tók upp á því að syngja fræg söngleikjalög í tökum til að hressa sig við eftir tilfinningaþrungin atriði. Söng hún til dæmis lög úr Annie og The Rocky Horror Picture Show og tók Joaquin oft undir með henni. Þau hættu þessu þó þegar þau tóku eftir því að Spike tók athæfið upp. Kvikmyndin Her hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og var valin besta mynd síðasta árs á verðlaunahátíðinni National Board of Review. Þá deildi hún verðlaunum sem besta myndin með Gravity hjá Los Angeles Film Critics Association og hlaut þrjár tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Á hátíðinni var handritið valið það besta.
Golden Globes Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein