Tímabilið eftir fæðingarorlof og fram að leikskóla – lausnir Dóra Magnúsdóttir skrifar 30. janúar 2014 06:00 Flestum foreldrum ungra barna er það léttir þegar barninu er boðið pláss á leikskóla og dagmömmustiginu svokallaða lýkur. Sumir eiga í litlum vandræðum með að finna dagmömmu, finna hana í hverfinu meðan aðrir skottast borgarhverfa á milli og enn aðrir fá einfaldlega ekki dagmömmu. Það er margt sem gerir þetta tímabil erfitt en mikilvægt er að foreldrar hafi val þegar kemur að vistun ungra barna. Ég legg til að þrjár lausnir verði í boði í framtíðinni: Í ljósi þess að margir eru sáttir við fyrirkomulagið eins og það er finnst mér ástæða til að einn af þremur valkostum fyrir útivinnandi foreldra yngstu barnanna verði óbreytt ástand. Ungbarnaleikskóli er góður valkostur en ljóst er að um dýra lausn er að ræða. Hér tek ég ekki afstöðu um það hvort borgin eigi að greiða þann kostnað að fullu eða hvort valkvæður ungbarnaleikskóli verði einfaldlega dýrari valkostur fyrir foreldra en dagmæður. Talað hefur verið um að eitt pláss ungs barns á slíkum leikskóla kosti borgarbúa helmingi meira en hvert pláss hjá dagmömmu. Mögulega er hægt að skoða leiðir til að lækka þennan kostnað án þess að ganga á gæði og öryggi þjónustunnar? Mín skoðun er alla vega sú að ungbarnaleikskóli eigi að vera valkostur í framtíðinni fyrir foreldra ungra barna þar til að hefðbundni leikskólinn tekur við. Hinsvegar er erfitt að hnika kerfinu þannig að ungbarnaleikskólar taki við af sjálfstætt starfandi dagmömmum í einu vetfangi. Þriðja lausnin gæti leyst þennan vanda.Borgardagmömmur Þessu fyrirkomulagi kynntist ég þegar ég bjó í Danmörku. Dóttir mín var í vistun hjá dagmóður sem vann heima hjá sér en var jafnframt starfsmaður sveitarfélagsins. Þarna kynntist ég stoltum hópi dagmæðra sem höfðu lengi unnið sem slíkar og höfðu mikinn metnað fyrir starfinu og litu ekki á það sem tímabundna lausn meðan ekkert skárra væri í boði; sem því miður er viðhorf sem ég hef kynnst. Kostirnir í þessu fyrirkomulagi eru m.a. þeir að dagmæður væru launþegar og nytu réttinda sem slíkir. Borgardagmömmur hefðu aðgang að starfsmannafélagi og öðrum hlunnindum s.s. sumarbústöðum, styrkjum af ýmsu tagi auk þess sem orlofsmál eru einfaldari hjá launþegum. Félagslegt net þessara dagmæðra var þétt. Þeim bauðst endurmenntun og starfsþróun af ýmsu tagi og konur á tilteknu svæði unnu saman og mynduðu með sér samstarfsnet. Þær hittust reglulega og fóru saman í stuttar ferðir með börnin. Þannig gátu þær leitað til hvor annarrar sem vinnufélaga og áttu ekki á hættu að einangrast eins og getur auðveldlega gerst hjá sjálfstætt starfandi dagmæðrum.Kostirnir meiri Kostirnir fyrir foreldrana voru einnig meiri í þessu kerfi, einkum vegna þess að í hverjum hópi barna hjá dagmömmu hafði hvert barn aukadagmömmu sem foreldrarnir leituðu til ef dagmóðirin forfallaðist. Þetta fyrirkomulag einfaldaði málin verulega þegar dagmóðirin forfallaðist og fóru þau fjögur börn sem hún sá um til fjögurra annarra vara-dagmæðra sem tóku tímabundið að sér eitt barn til að hlaupa undir bagga með þeirri sem forfallaðist. Þessar auka-dagmæður voru konur sem störfuðu saman í félagshóp og hittu börnin reglulega. Þetta fyrirkomulag gerði einnig dagmæðrunum auðveldara fyrir að taka sér frí. Gjaldskráin í þessu kerfi er einfaldari og eftirlit með starfseminni skilvirkara. Ég legg til að skoðað verði að foreldrar hafi þessa þrjá valkosti þegar kemur að þessu tímabili sem mörgum hefur reynst erfitt. Ég sækist eftir fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og mun vinna þessu máli brautargengi hljóti ég kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Flestum foreldrum ungra barna er það léttir þegar barninu er boðið pláss á leikskóla og dagmömmustiginu svokallaða lýkur. Sumir eiga í litlum vandræðum með að finna dagmömmu, finna hana í hverfinu meðan aðrir skottast borgarhverfa á milli og enn aðrir fá einfaldlega ekki dagmömmu. Það er margt sem gerir þetta tímabil erfitt en mikilvægt er að foreldrar hafi val þegar kemur að vistun ungra barna. Ég legg til að þrjár lausnir verði í boði í framtíðinni: Í ljósi þess að margir eru sáttir við fyrirkomulagið eins og það er finnst mér ástæða til að einn af þremur valkostum fyrir útivinnandi foreldra yngstu barnanna verði óbreytt ástand. Ungbarnaleikskóli er góður valkostur en ljóst er að um dýra lausn er að ræða. Hér tek ég ekki afstöðu um það hvort borgin eigi að greiða þann kostnað að fullu eða hvort valkvæður ungbarnaleikskóli verði einfaldlega dýrari valkostur fyrir foreldra en dagmæður. Talað hefur verið um að eitt pláss ungs barns á slíkum leikskóla kosti borgarbúa helmingi meira en hvert pláss hjá dagmömmu. Mögulega er hægt að skoða leiðir til að lækka þennan kostnað án þess að ganga á gæði og öryggi þjónustunnar? Mín skoðun er alla vega sú að ungbarnaleikskóli eigi að vera valkostur í framtíðinni fyrir foreldra ungra barna þar til að hefðbundni leikskólinn tekur við. Hinsvegar er erfitt að hnika kerfinu þannig að ungbarnaleikskólar taki við af sjálfstætt starfandi dagmömmum í einu vetfangi. Þriðja lausnin gæti leyst þennan vanda.Borgardagmömmur Þessu fyrirkomulagi kynntist ég þegar ég bjó í Danmörku. Dóttir mín var í vistun hjá dagmóður sem vann heima hjá sér en var jafnframt starfsmaður sveitarfélagsins. Þarna kynntist ég stoltum hópi dagmæðra sem höfðu lengi unnið sem slíkar og höfðu mikinn metnað fyrir starfinu og litu ekki á það sem tímabundna lausn meðan ekkert skárra væri í boði; sem því miður er viðhorf sem ég hef kynnst. Kostirnir í þessu fyrirkomulagi eru m.a. þeir að dagmæður væru launþegar og nytu réttinda sem slíkir. Borgardagmömmur hefðu aðgang að starfsmannafélagi og öðrum hlunnindum s.s. sumarbústöðum, styrkjum af ýmsu tagi auk þess sem orlofsmál eru einfaldari hjá launþegum. Félagslegt net þessara dagmæðra var þétt. Þeim bauðst endurmenntun og starfsþróun af ýmsu tagi og konur á tilteknu svæði unnu saman og mynduðu með sér samstarfsnet. Þær hittust reglulega og fóru saman í stuttar ferðir með börnin. Þannig gátu þær leitað til hvor annarrar sem vinnufélaga og áttu ekki á hættu að einangrast eins og getur auðveldlega gerst hjá sjálfstætt starfandi dagmæðrum.Kostirnir meiri Kostirnir fyrir foreldrana voru einnig meiri í þessu kerfi, einkum vegna þess að í hverjum hópi barna hjá dagmömmu hafði hvert barn aukadagmömmu sem foreldrarnir leituðu til ef dagmóðirin forfallaðist. Þetta fyrirkomulag einfaldaði málin verulega þegar dagmóðirin forfallaðist og fóru þau fjögur börn sem hún sá um til fjögurra annarra vara-dagmæðra sem tóku tímabundið að sér eitt barn til að hlaupa undir bagga með þeirri sem forfallaðist. Þessar auka-dagmæður voru konur sem störfuðu saman í félagshóp og hittu börnin reglulega. Þetta fyrirkomulag gerði einnig dagmæðrunum auðveldara fyrir að taka sér frí. Gjaldskráin í þessu kerfi er einfaldari og eftirlit með starfseminni skilvirkara. Ég legg til að skoðað verði að foreldrar hafi þessa þrjá valkosti þegar kemur að þessu tímabili sem mörgum hefur reynst erfitt. Ég sækist eftir fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og mun vinna þessu máli brautargengi hljóti ég kosningu.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun