Bregðum ekki fæti fyrir nýsköpun Rannveig Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 00:00 Umræða hefur verið í þjóðfélaginu um mikilvægi uppbyggingar og nýsköpunar í atvinnulífi hér á landi. Gjarnan er vísað í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey sem kom út í ágúst 2012. Í henni er talað um Ísland sem eina af 15 ríkustu þjóðum heims mælt í landsframleiðslu á mann síðustu 30 árin. Nú er Ísland að færast neðar. McKinsey bendir á mikilvægi þess að Ísland bæti framleiðni, skapi ný tækifæri og auki fjölbreytni í undirstöðuatvinnugreinum. Allir vilja nýsköpun, ekki síst ráðamenn. Ýmislegt er tilgreint sem hjálpar nýsköpun svo sem opinberir styrkir. Það er athyglisvert að yfirvöld nýta ekki öll tækifæri sem styðja nýsköpun, sem sum þarfnast ekki framlags úr ríkissjóði.Nýsköpun hjá Lyfjastofnun Á árinu 2006 réðst Lyfjastofnun í það nýsköpunarverkefni að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf að fullu, í stað þess að byggja matið á vinnu sérfræðinga annarrar lyfjastofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu EES. Til að þetta væri framkvæmanlegt þurfti að fjölga sérfræðingum og þróa verkefnið. Lyfjafyrirtækin óska eftir þjónustunni og greiða fyrir hana. Hér er um samkeppni að ræða við aðrar lyfjastofnanir á EES. Með því að meta þessar umsóknir hér skapast gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri fyrir hámenntaða sérfræðinga auk starfa hjá íslenskum lyfjafyrirtækjum.Heftandi áhrif fjárlaga Í kjölfar bankahrunsins var gerð krafa um lækkun rekstrarkostnaðar hjá Lyfjastofnun eins og hjá öðrum ríkisstofnunum. Skipti þá ekki máli hvort stofnanir voru fjármagnaðar af sjálfsaflafé, eins og Lyfjastofnun, eða með framlagi úr ríkissjóði. Í tilviki Lyfjastofnunar þýddu fjárheimildir fjárlaga höft á þróun nýsköpunarverkefnisins, en heimild fjárlaga var lægri en rekstraráætlanir stofnunarinnar. Þegar tekjumarki fjárheimilda er náð á stofnunin erfitt með sinna nýjum verkefnum, þrátt fyrir að greiðsla sé tryggð. Ekki hefur verið heimilt að nýta tekjur umfram fjárheimildir, sem hefur bein áhrif á þjónustustig stofnunarinnar. Mikil tregða hefur verið hjá fjárveitingavaldinu að hækka fjárheimild stofnunarinnar í samræmi við áætlun hennar um tekjur og því hefur stofnunin hvorki haft möguleika á að þróa verkefni frekar né efla starfsemina eins og stefnt var að. Ýmis lyfjafyrirtæki, s.s. Actavis og Alvogen, hafa áhuga á að Lyfjastofnun þjónusti þau frekar en þegar er gert og taki að sér verkefni sem að öðrum kosti eru unnin af öðrum lyfjastofnunum á EES.Önnur tækifæri Eitt af lögbundnum hlutverkum stofnunarinnar er að meta umsóknir um klínískar rannsóknir á sviði lyfja og lækningatækja. Lyfjastofnun tók við málaflokknum lækningatæki í maí 2011. Ekki hefur tekist að finna lausn á fjármögnun málaflokksins og er staðan sú að ekki er gert ráð fyrir framlagi úr ríkissjóði eða fjárheimild í fjárlögum. Lyfjastofnun hefur því ekki möguleika á að meta klínískar rannsóknir á lækningatækjum eða sinna málaflokknum nema að mjög takmörkuðu leyti. Stofnuninni er óheimilt að nýta tekjur af lyfjamálum í að þjónusta lækningatækjamálaflokkinn. Sprotafyrirtækjum í lækningatækjaframleiðslu er því gert erfitt fyrir að framkvæma rannsóknir á Íslandi.Hvað er til ráða? Þegar stofnunum eru fengin ný verkefni samkvæmt lögum er nauðsynlegt að tryggt sé að verkefnum fylgi fjármagn til að sinna þeim á viðunandi hátt. Lyfjastofnun verður að hafa heimild til að sinna þeim verkefnum sem viðskiptavinir stofnunarinnar óska eftir, í samræmi við þær tekjur sem stofnunin aflar. Allt sem þarf er vilji fjárveitingavaldsins og löggjafans til að leysa vandann þannig að stofnunin hafi tök á veita þá nýsköpunarþjónustu sem fyrirtækin óska eftir og greiða fyrir.Við getum gert betur Það má ekki gleyma mikilvægri þjónustu opinberra stofnana sem fyrirtækin reiða sig á. Lyfjastofnun er rekin fyrir þjónustugjöld frá lyfjafyrirtækjum en hefur ekki heimild til að nýta þau til fulls. Föst fjárheimild í fjárlögum hentar ekki slíkri starfsemi. Fjöldi umsókna er ekki þekktur í upphafi árs og gjöldin eiga að standa straum af kostnaði við að afgreiða verkefnin. Takmörkun fjárheimilda Lyfjastofnunar skerðir möguleika þessara fyrirtækja á að byggja upp atvinnustarfsemi á Íslandi. Hafa skal í huga að þessi atvinnustarfsemi skapar verðmæt störf hámenntaðra sérfræðinga og ekki má gleyma gjaldeyrisöflun og skatttekjum fyrir ríkissjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Umræða hefur verið í þjóðfélaginu um mikilvægi uppbyggingar og nýsköpunar í atvinnulífi hér á landi. Gjarnan er vísað í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey sem kom út í ágúst 2012. Í henni er talað um Ísland sem eina af 15 ríkustu þjóðum heims mælt í landsframleiðslu á mann síðustu 30 árin. Nú er Ísland að færast neðar. McKinsey bendir á mikilvægi þess að Ísland bæti framleiðni, skapi ný tækifæri og auki fjölbreytni í undirstöðuatvinnugreinum. Allir vilja nýsköpun, ekki síst ráðamenn. Ýmislegt er tilgreint sem hjálpar nýsköpun svo sem opinberir styrkir. Það er athyglisvert að yfirvöld nýta ekki öll tækifæri sem styðja nýsköpun, sem sum þarfnast ekki framlags úr ríkissjóði.Nýsköpun hjá Lyfjastofnun Á árinu 2006 réðst Lyfjastofnun í það nýsköpunarverkefni að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf að fullu, í stað þess að byggja matið á vinnu sérfræðinga annarrar lyfjastofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu EES. Til að þetta væri framkvæmanlegt þurfti að fjölga sérfræðingum og þróa verkefnið. Lyfjafyrirtækin óska eftir þjónustunni og greiða fyrir hana. Hér er um samkeppni að ræða við aðrar lyfjastofnanir á EES. Með því að meta þessar umsóknir hér skapast gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri fyrir hámenntaða sérfræðinga auk starfa hjá íslenskum lyfjafyrirtækjum.Heftandi áhrif fjárlaga Í kjölfar bankahrunsins var gerð krafa um lækkun rekstrarkostnaðar hjá Lyfjastofnun eins og hjá öðrum ríkisstofnunum. Skipti þá ekki máli hvort stofnanir voru fjármagnaðar af sjálfsaflafé, eins og Lyfjastofnun, eða með framlagi úr ríkissjóði. Í tilviki Lyfjastofnunar þýddu fjárheimildir fjárlaga höft á þróun nýsköpunarverkefnisins, en heimild fjárlaga var lægri en rekstraráætlanir stofnunarinnar. Þegar tekjumarki fjárheimilda er náð á stofnunin erfitt með sinna nýjum verkefnum, þrátt fyrir að greiðsla sé tryggð. Ekki hefur verið heimilt að nýta tekjur umfram fjárheimildir, sem hefur bein áhrif á þjónustustig stofnunarinnar. Mikil tregða hefur verið hjá fjárveitingavaldinu að hækka fjárheimild stofnunarinnar í samræmi við áætlun hennar um tekjur og því hefur stofnunin hvorki haft möguleika á að þróa verkefni frekar né efla starfsemina eins og stefnt var að. Ýmis lyfjafyrirtæki, s.s. Actavis og Alvogen, hafa áhuga á að Lyfjastofnun þjónusti þau frekar en þegar er gert og taki að sér verkefni sem að öðrum kosti eru unnin af öðrum lyfjastofnunum á EES.Önnur tækifæri Eitt af lögbundnum hlutverkum stofnunarinnar er að meta umsóknir um klínískar rannsóknir á sviði lyfja og lækningatækja. Lyfjastofnun tók við málaflokknum lækningatæki í maí 2011. Ekki hefur tekist að finna lausn á fjármögnun málaflokksins og er staðan sú að ekki er gert ráð fyrir framlagi úr ríkissjóði eða fjárheimild í fjárlögum. Lyfjastofnun hefur því ekki möguleika á að meta klínískar rannsóknir á lækningatækjum eða sinna málaflokknum nema að mjög takmörkuðu leyti. Stofnuninni er óheimilt að nýta tekjur af lyfjamálum í að þjónusta lækningatækjamálaflokkinn. Sprotafyrirtækjum í lækningatækjaframleiðslu er því gert erfitt fyrir að framkvæma rannsóknir á Íslandi.Hvað er til ráða? Þegar stofnunum eru fengin ný verkefni samkvæmt lögum er nauðsynlegt að tryggt sé að verkefnum fylgi fjármagn til að sinna þeim á viðunandi hátt. Lyfjastofnun verður að hafa heimild til að sinna þeim verkefnum sem viðskiptavinir stofnunarinnar óska eftir, í samræmi við þær tekjur sem stofnunin aflar. Allt sem þarf er vilji fjárveitingavaldsins og löggjafans til að leysa vandann þannig að stofnunin hafi tök á veita þá nýsköpunarþjónustu sem fyrirtækin óska eftir og greiða fyrir.Við getum gert betur Það má ekki gleyma mikilvægri þjónustu opinberra stofnana sem fyrirtækin reiða sig á. Lyfjastofnun er rekin fyrir þjónustugjöld frá lyfjafyrirtækjum en hefur ekki heimild til að nýta þau til fulls. Föst fjárheimild í fjárlögum hentar ekki slíkri starfsemi. Fjöldi umsókna er ekki þekktur í upphafi árs og gjöldin eiga að standa straum af kostnaði við að afgreiða verkefnin. Takmörkun fjárheimilda Lyfjastofnunar skerðir möguleika þessara fyrirtækja á að byggja upp atvinnustarfsemi á Íslandi. Hafa skal í huga að þessi atvinnustarfsemi skapar verðmæt störf hámenntaðra sérfræðinga og ekki má gleyma gjaldeyrisöflun og skatttekjum fyrir ríkissjóð.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun