Bregðum ekki fæti fyrir nýsköpun Rannveig Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 00:00 Umræða hefur verið í þjóðfélaginu um mikilvægi uppbyggingar og nýsköpunar í atvinnulífi hér á landi. Gjarnan er vísað í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey sem kom út í ágúst 2012. Í henni er talað um Ísland sem eina af 15 ríkustu þjóðum heims mælt í landsframleiðslu á mann síðustu 30 árin. Nú er Ísland að færast neðar. McKinsey bendir á mikilvægi þess að Ísland bæti framleiðni, skapi ný tækifæri og auki fjölbreytni í undirstöðuatvinnugreinum. Allir vilja nýsköpun, ekki síst ráðamenn. Ýmislegt er tilgreint sem hjálpar nýsköpun svo sem opinberir styrkir. Það er athyglisvert að yfirvöld nýta ekki öll tækifæri sem styðja nýsköpun, sem sum þarfnast ekki framlags úr ríkissjóði.Nýsköpun hjá Lyfjastofnun Á árinu 2006 réðst Lyfjastofnun í það nýsköpunarverkefni að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf að fullu, í stað þess að byggja matið á vinnu sérfræðinga annarrar lyfjastofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu EES. Til að þetta væri framkvæmanlegt þurfti að fjölga sérfræðingum og þróa verkefnið. Lyfjafyrirtækin óska eftir þjónustunni og greiða fyrir hana. Hér er um samkeppni að ræða við aðrar lyfjastofnanir á EES. Með því að meta þessar umsóknir hér skapast gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri fyrir hámenntaða sérfræðinga auk starfa hjá íslenskum lyfjafyrirtækjum.Heftandi áhrif fjárlaga Í kjölfar bankahrunsins var gerð krafa um lækkun rekstrarkostnaðar hjá Lyfjastofnun eins og hjá öðrum ríkisstofnunum. Skipti þá ekki máli hvort stofnanir voru fjármagnaðar af sjálfsaflafé, eins og Lyfjastofnun, eða með framlagi úr ríkissjóði. Í tilviki Lyfjastofnunar þýddu fjárheimildir fjárlaga höft á þróun nýsköpunarverkefnisins, en heimild fjárlaga var lægri en rekstraráætlanir stofnunarinnar. Þegar tekjumarki fjárheimilda er náð á stofnunin erfitt með sinna nýjum verkefnum, þrátt fyrir að greiðsla sé tryggð. Ekki hefur verið heimilt að nýta tekjur umfram fjárheimildir, sem hefur bein áhrif á þjónustustig stofnunarinnar. Mikil tregða hefur verið hjá fjárveitingavaldinu að hækka fjárheimild stofnunarinnar í samræmi við áætlun hennar um tekjur og því hefur stofnunin hvorki haft möguleika á að þróa verkefni frekar né efla starfsemina eins og stefnt var að. Ýmis lyfjafyrirtæki, s.s. Actavis og Alvogen, hafa áhuga á að Lyfjastofnun þjónusti þau frekar en þegar er gert og taki að sér verkefni sem að öðrum kosti eru unnin af öðrum lyfjastofnunum á EES.Önnur tækifæri Eitt af lögbundnum hlutverkum stofnunarinnar er að meta umsóknir um klínískar rannsóknir á sviði lyfja og lækningatækja. Lyfjastofnun tók við málaflokknum lækningatæki í maí 2011. Ekki hefur tekist að finna lausn á fjármögnun málaflokksins og er staðan sú að ekki er gert ráð fyrir framlagi úr ríkissjóði eða fjárheimild í fjárlögum. Lyfjastofnun hefur því ekki möguleika á að meta klínískar rannsóknir á lækningatækjum eða sinna málaflokknum nema að mjög takmörkuðu leyti. Stofnuninni er óheimilt að nýta tekjur af lyfjamálum í að þjónusta lækningatækjamálaflokkinn. Sprotafyrirtækjum í lækningatækjaframleiðslu er því gert erfitt fyrir að framkvæma rannsóknir á Íslandi.Hvað er til ráða? Þegar stofnunum eru fengin ný verkefni samkvæmt lögum er nauðsynlegt að tryggt sé að verkefnum fylgi fjármagn til að sinna þeim á viðunandi hátt. Lyfjastofnun verður að hafa heimild til að sinna þeim verkefnum sem viðskiptavinir stofnunarinnar óska eftir, í samræmi við þær tekjur sem stofnunin aflar. Allt sem þarf er vilji fjárveitingavaldsins og löggjafans til að leysa vandann þannig að stofnunin hafi tök á veita þá nýsköpunarþjónustu sem fyrirtækin óska eftir og greiða fyrir.Við getum gert betur Það má ekki gleyma mikilvægri þjónustu opinberra stofnana sem fyrirtækin reiða sig á. Lyfjastofnun er rekin fyrir þjónustugjöld frá lyfjafyrirtækjum en hefur ekki heimild til að nýta þau til fulls. Föst fjárheimild í fjárlögum hentar ekki slíkri starfsemi. Fjöldi umsókna er ekki þekktur í upphafi árs og gjöldin eiga að standa straum af kostnaði við að afgreiða verkefnin. Takmörkun fjárheimilda Lyfjastofnunar skerðir möguleika þessara fyrirtækja á að byggja upp atvinnustarfsemi á Íslandi. Hafa skal í huga að þessi atvinnustarfsemi skapar verðmæt störf hámenntaðra sérfræðinga og ekki má gleyma gjaldeyrisöflun og skatttekjum fyrir ríkissjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Umræða hefur verið í þjóðfélaginu um mikilvægi uppbyggingar og nýsköpunar í atvinnulífi hér á landi. Gjarnan er vísað í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey sem kom út í ágúst 2012. Í henni er talað um Ísland sem eina af 15 ríkustu þjóðum heims mælt í landsframleiðslu á mann síðustu 30 árin. Nú er Ísland að færast neðar. McKinsey bendir á mikilvægi þess að Ísland bæti framleiðni, skapi ný tækifæri og auki fjölbreytni í undirstöðuatvinnugreinum. Allir vilja nýsköpun, ekki síst ráðamenn. Ýmislegt er tilgreint sem hjálpar nýsköpun svo sem opinberir styrkir. Það er athyglisvert að yfirvöld nýta ekki öll tækifæri sem styðja nýsköpun, sem sum þarfnast ekki framlags úr ríkissjóði.Nýsköpun hjá Lyfjastofnun Á árinu 2006 réðst Lyfjastofnun í það nýsköpunarverkefni að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf að fullu, í stað þess að byggja matið á vinnu sérfræðinga annarrar lyfjastofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu EES. Til að þetta væri framkvæmanlegt þurfti að fjölga sérfræðingum og þróa verkefnið. Lyfjafyrirtækin óska eftir þjónustunni og greiða fyrir hana. Hér er um samkeppni að ræða við aðrar lyfjastofnanir á EES. Með því að meta þessar umsóknir hér skapast gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri fyrir hámenntaða sérfræðinga auk starfa hjá íslenskum lyfjafyrirtækjum.Heftandi áhrif fjárlaga Í kjölfar bankahrunsins var gerð krafa um lækkun rekstrarkostnaðar hjá Lyfjastofnun eins og hjá öðrum ríkisstofnunum. Skipti þá ekki máli hvort stofnanir voru fjármagnaðar af sjálfsaflafé, eins og Lyfjastofnun, eða með framlagi úr ríkissjóði. Í tilviki Lyfjastofnunar þýddu fjárheimildir fjárlaga höft á þróun nýsköpunarverkefnisins, en heimild fjárlaga var lægri en rekstraráætlanir stofnunarinnar. Þegar tekjumarki fjárheimilda er náð á stofnunin erfitt með sinna nýjum verkefnum, þrátt fyrir að greiðsla sé tryggð. Ekki hefur verið heimilt að nýta tekjur umfram fjárheimildir, sem hefur bein áhrif á þjónustustig stofnunarinnar. Mikil tregða hefur verið hjá fjárveitingavaldinu að hækka fjárheimild stofnunarinnar í samræmi við áætlun hennar um tekjur og því hefur stofnunin hvorki haft möguleika á að þróa verkefni frekar né efla starfsemina eins og stefnt var að. Ýmis lyfjafyrirtæki, s.s. Actavis og Alvogen, hafa áhuga á að Lyfjastofnun þjónusti þau frekar en þegar er gert og taki að sér verkefni sem að öðrum kosti eru unnin af öðrum lyfjastofnunum á EES.Önnur tækifæri Eitt af lögbundnum hlutverkum stofnunarinnar er að meta umsóknir um klínískar rannsóknir á sviði lyfja og lækningatækja. Lyfjastofnun tók við málaflokknum lækningatæki í maí 2011. Ekki hefur tekist að finna lausn á fjármögnun málaflokksins og er staðan sú að ekki er gert ráð fyrir framlagi úr ríkissjóði eða fjárheimild í fjárlögum. Lyfjastofnun hefur því ekki möguleika á að meta klínískar rannsóknir á lækningatækjum eða sinna málaflokknum nema að mjög takmörkuðu leyti. Stofnuninni er óheimilt að nýta tekjur af lyfjamálum í að þjónusta lækningatækjamálaflokkinn. Sprotafyrirtækjum í lækningatækjaframleiðslu er því gert erfitt fyrir að framkvæma rannsóknir á Íslandi.Hvað er til ráða? Þegar stofnunum eru fengin ný verkefni samkvæmt lögum er nauðsynlegt að tryggt sé að verkefnum fylgi fjármagn til að sinna þeim á viðunandi hátt. Lyfjastofnun verður að hafa heimild til að sinna þeim verkefnum sem viðskiptavinir stofnunarinnar óska eftir, í samræmi við þær tekjur sem stofnunin aflar. Allt sem þarf er vilji fjárveitingavaldsins og löggjafans til að leysa vandann þannig að stofnunin hafi tök á veita þá nýsköpunarþjónustu sem fyrirtækin óska eftir og greiða fyrir.Við getum gert betur Það má ekki gleyma mikilvægri þjónustu opinberra stofnana sem fyrirtækin reiða sig á. Lyfjastofnun er rekin fyrir þjónustugjöld frá lyfjafyrirtækjum en hefur ekki heimild til að nýta þau til fulls. Föst fjárheimild í fjárlögum hentar ekki slíkri starfsemi. Fjöldi umsókna er ekki þekktur í upphafi árs og gjöldin eiga að standa straum af kostnaði við að afgreiða verkefnin. Takmörkun fjárheimilda Lyfjastofnunar skerðir möguleika þessara fyrirtækja á að byggja upp atvinnustarfsemi á Íslandi. Hafa skal í huga að þessi atvinnustarfsemi skapar verðmæt störf hámenntaðra sérfræðinga og ekki má gleyma gjaldeyrisöflun og skatttekjum fyrir ríkissjóð.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun