Ætlum ekki að leyfa þeim að stela þessum draumi frá okkur líka Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 14. janúar 2014 07:00 Íslenskir handboltaáhugamenn munu seint gleyma því er Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Tíu leikmenn íslenska landsliðsins á EM í Danmörku tóku þátt í þeim leik. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn þeirra treyst sér til að horfa á leikinn aftur. Þessu líklega grátlegasta tapi íslenskrar handboltasögu hafa leikmenn ekki gleymt og þeir munu því mæta beittir í leikinn í dag. „Við ætlum að reyna að nýta okkur þann leik á jákvæðan hátt til þess að mótívera okkur. Við eigum harma að hefna á móti þeim og ætlum ekki að leyfa þeim að stela þessum draumi frá okkur líka,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari. Hann veit sem er að þessi leikur verður gríðarlega erfiður enda eru Ungverjar sem fyrr með sterkt lið þó svo það vanti þeirra besta mann, Laszlo Nagy. „Ungverjarnir eru með hörkulið. Líkamlega sterkir og klókir leikmenn. Við þurfum að vera klárir og mikilvægt að við höldum hreyfanleikanum í vörninni. Þeir eru með öflugar skyttur sem refsa ef við stöndum ekki rétt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson en Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði segir að það sé blóðugt fyrir Ungverja að missa Nagy. „Það skiptir gríðarlegu máli. Hann er einn besti leikmaður heims,“ segir Guðjón, en bendir á að Ungverjar eigi samt tvo fína menn til að leysa hann af. „Hvorugur þeirra er samt hálfur á við Nagy. Hann er líka frábær varnarmaður og munar því um minna hjá þeim.“ Á meðan öll önnur lið riðilsins æfðu í aðalsalnum í Álaborg í gær mátti íslenska liðið gera sér að góðu að æfa í litla salnum sem þess utan lak. Strákarnir létu það ekki slá sig út af laginu heldur tóku fína æfingu þar sem farið var yfir taktíkina gegn Ungverjum. „Í sókninni þurfum við að fá þá á hreyfingu. Þeir eru stórir og nokkrir tæpir tveir rúmmetrar,“ sagði Aron léttur. „Við þurfum að halda fjarlægð í fintunum svo við séum ekki að lenda í fanginu á þeim. Ungverjar keyra hraðaupphlaupin grimmt og við verðum að vera klárir.“Aron Pálmarsson gat ekkert tekið þátt í æfingunni í gær og það mun ekki skýrast fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann getur spilað. Hann er tognaður á ökkla, ökklinn er bólginn en meðferð hefur gengið vel. Það er mikið undir fyrir Ísland í leiknum því ef það vinnur leikinn þá er það komið í milliriðil og öruggt að það fari þangað með tvö stig. Strákarnir hafa fengið mikið lof fyrir Noregsleikinn og Guðjón segir að það geti verið hættulegt. „Ég hef mestar áhyggjur af því að menn verði of ánægðir of lengi og kikni undan öllu lofinu. Það er nákvæmlega þá sem menn þurfa að koma sér í burtu og byrja að hugsa um næsta leik. Mér líður aldrei vel í svona umhverfi. Þá vil ég koma mér í burtu sem fyrst.“ Myndbandsviðtal við Aron má sjá hér að ofan. EM 2014 karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Íslenskir handboltaáhugamenn munu seint gleyma því er Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Tíu leikmenn íslenska landsliðsins á EM í Danmörku tóku þátt í þeim leik. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn þeirra treyst sér til að horfa á leikinn aftur. Þessu líklega grátlegasta tapi íslenskrar handboltasögu hafa leikmenn ekki gleymt og þeir munu því mæta beittir í leikinn í dag. „Við ætlum að reyna að nýta okkur þann leik á jákvæðan hátt til þess að mótívera okkur. Við eigum harma að hefna á móti þeim og ætlum ekki að leyfa þeim að stela þessum draumi frá okkur líka,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari. Hann veit sem er að þessi leikur verður gríðarlega erfiður enda eru Ungverjar sem fyrr með sterkt lið þó svo það vanti þeirra besta mann, Laszlo Nagy. „Ungverjarnir eru með hörkulið. Líkamlega sterkir og klókir leikmenn. Við þurfum að vera klárir og mikilvægt að við höldum hreyfanleikanum í vörninni. Þeir eru með öflugar skyttur sem refsa ef við stöndum ekki rétt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson en Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði segir að það sé blóðugt fyrir Ungverja að missa Nagy. „Það skiptir gríðarlegu máli. Hann er einn besti leikmaður heims,“ segir Guðjón, en bendir á að Ungverjar eigi samt tvo fína menn til að leysa hann af. „Hvorugur þeirra er samt hálfur á við Nagy. Hann er líka frábær varnarmaður og munar því um minna hjá þeim.“ Á meðan öll önnur lið riðilsins æfðu í aðalsalnum í Álaborg í gær mátti íslenska liðið gera sér að góðu að æfa í litla salnum sem þess utan lak. Strákarnir létu það ekki slá sig út af laginu heldur tóku fína æfingu þar sem farið var yfir taktíkina gegn Ungverjum. „Í sókninni þurfum við að fá þá á hreyfingu. Þeir eru stórir og nokkrir tæpir tveir rúmmetrar,“ sagði Aron léttur. „Við þurfum að halda fjarlægð í fintunum svo við séum ekki að lenda í fanginu á þeim. Ungverjar keyra hraðaupphlaupin grimmt og við verðum að vera klárir.“Aron Pálmarsson gat ekkert tekið þátt í æfingunni í gær og það mun ekki skýrast fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann getur spilað. Hann er tognaður á ökkla, ökklinn er bólginn en meðferð hefur gengið vel. Það er mikið undir fyrir Ísland í leiknum því ef það vinnur leikinn þá er það komið í milliriðil og öruggt að það fari þangað með tvö stig. Strákarnir hafa fengið mikið lof fyrir Noregsleikinn og Guðjón segir að það geti verið hættulegt. „Ég hef mestar áhyggjur af því að menn verði of ánægðir of lengi og kikni undan öllu lofinu. Það er nákvæmlega þá sem menn þurfa að koma sér í burtu og byrja að hugsa um næsta leik. Mér líður aldrei vel í svona umhverfi. Þá vil ég koma mér í burtu sem fyrst.“ Myndbandsviðtal við Aron má sjá hér að ofan.
EM 2014 karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira