Körfubolti

Usher til Keflavíkur - Bonneau til Njarðvíkur | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Davon Usher.
Davon Usher. Vísir/Getty
Reykjanesbæjarliðin Njarðvík og Keflavík skiptu bæði um bandarískan leikmann um áramótin og nú er komið í ljós hvaða leikmenn spila með liðunum í Dominos-deildinni eftir áramót.

Karfan.is sagði frá því að Njarðvíkingar hefðu samið við bakvörðinn Stefan Bonneau og Víkurfréttir voru fyrstar með fréttir af því að bakvörðurinn Davon Usher sé búinn að semja við Keflavík.

Bæði liðin eru að finna sér öðruvísi týpur af leikmönnum sem þau voru með og því verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þessir nýju bakverðir hafa á sín lið í framhaldinu.

Davon Usher er 198 sentímetra bakvörður sem átti flott tímabil með Delaware-háskólanum síðasta vetur þar sem hann var með 19,4 stig að meðaltali í leik. Usher kemur í staðinn fyrir Will Graves sem fann sér lið í Ísrael á dögunum.  Sigurður Ingimundarsoj líkti honum við Nick Bardford í viðtali við karfan.is.

Stefan Bonneau er 178 sentímetra bakvörður sem spilaði með Orange County háskólanum. Bonneau lék síðast með Windsor Express í kanadísku deildinni og varð þá meistari auk þess að vera kosinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Bonneau kemur í staðinn fyrir Dustin Salisbery.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með þessum tveimur nýju leikmönnum Njarðvíkur og Keflavíkur og þar fara eru greinilega öflugir leikmenn á ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×