Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2014 14:07 Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina. Vísir/Vilhelm Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. Sjö hestanna voru í eigu Íshesta en fimm félaga í Hestamannafélaginu Sóti. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. „Við vorum með 24 hesta á svokallaðri haustbeit hjá hestamannafélaginu Sóta og búin að vera með beitina þarna úti á Álftanesi í tugi ára. Þetta voru hestar sem við ætluðum að taka inn núna til að bæta við þá hesta sem við erum með í Hafnarfirði. Svo verið er að smala Bessastaðalandið í gær og þá kemur í ljós að það vantar þrettá hesta og þar af sjö hesta frá okkur. Þeir voru bara horfnir.“ Einar segir að menn hafi byrjað leitina aftur í birtingu í morgun. „Þeir fengu þyrluna frá Landhelgisgæslunni með sér í lið. Þetta var náttúrulega einn af möguleikunum að hestarnir hefðu farið út á ísinn á Bessastaðatjörn og farið niður þó það hafi aldrei nokkurn tímann gerst áður. Það var raunin. Þarna voru þeir allir í einni kös. Höfðu farið út á ísinn, hann gefið eftir, og þeir ekki náð að krafla sig aftur upp. Þetta er rétt frá landi.“ Hestarnir fundust með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hitamæli þyrlunnar var beitt til að finna hestana. „Það er ekki nema rúm vika síðan menn voru að gá að hestunum, þar af starfsmaður frá okkur, og allt var í toppstandi. Þannig að þetta hefur gerst einhvern síðustu daga.“Ung stúlka hafi misst báða reiðhestana sína í slysinuEinar segist ekki geta lýst því með orðum hvernig honum líður. „Menn bindast sterkum böndum við þessa hesta. Þetta er milli 80 og 90 sem fyrirtækið á, en það er náttúrulega unnið með á annað þúsund hestum yfir sumarið, en það er í sumarferðum þar sem bændur eru í raun verktakar fyrir okkur. Sumir af þessum hestum er búið að vera í okkar eigu í um fimmtán ár. Þú getur rétt ímyndað þér tengslin við starfsfólkið. Eins og ég sagði við mína starfsmenn þá má þakka guði fyrir að þetta séu ekki börnin okkar, en næsta skref við.“ Einar segir að ung stúlka hafi misst báða reiðhestana sína í slysinu. „Þú getur rétt ímyndað þér hvílíkt tjón það er. Þetta er svo svakalegt að maður veit ekkert hvað á að segja. Þetta er alveg skelfilegt.“ Atvinnutæki og vinirEinar segir hina hestana tilheyra ýmsum félögum í Sóta. „Meðal annars var verðlaunameri frá dóttur minni og tengdasyni sem þau stefndu hátt með. Þau fengu risatilboð síðastliðið sumar sem þau höfnuðu. Þú getur rétt ímyndað þér tjónið sem þau verða fyrir. Þetta eru okkar atvinnutæki en vinir okkar um leið en það er ekki síðra tjónið sem hinn almenni félagi í þessu hestamannafélagi verður fyrir. Missa kannski alla sína hesta, eða hvernig sem það lítur út.“Uppfært kl. 14:40. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að Gæslan hafi verið í almennu gæsluflugi í morgun en frétt af málinu og því ákveðið að fljúga yfir svæðið. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að að gefnu tilefni vilji Landhelgisgæslan benda á að þyrla hennar hafi ekki þátt í skipulagðri leit að hrossum á Álftanesi í morgun. „Hið rétta er að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vissi af leitinni og þegar þyrlan var á leið í reglubundið eftirlits- og gæsluflug var ákveðið að fljúga yfir svæðið. Áhöfn þyrlunnar kom fljótt auga á hrossinn í Bessastaðatjörn og tilkynnti það til stjórnstöðvar sem gerði lögreglu viðvart. Var síðan áfram haldið í fyrirhugað flug.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn fyrr í dag. Hestarnir hafa farið út á ísinn einhvern síðustu daga og ísinn gefið eftir. Sjö hestanna voru í eigu Íshesta en fimm félaga í Hestamannafélaginu Sóti. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins. „Við vorum með 24 hesta á svokallaðri haustbeit hjá hestamannafélaginu Sóta og búin að vera með beitina þarna úti á Álftanesi í tugi ára. Þetta voru hestar sem við ætluðum að taka inn núna til að bæta við þá hesta sem við erum með í Hafnarfirði. Svo verið er að smala Bessastaðalandið í gær og þá kemur í ljós að það vantar þrettá hesta og þar af sjö hesta frá okkur. Þeir voru bara horfnir.“ Einar segir að menn hafi byrjað leitina aftur í birtingu í morgun. „Þeir fengu þyrluna frá Landhelgisgæslunni með sér í lið. Þetta var náttúrulega einn af möguleikunum að hestarnir hefðu farið út á ísinn á Bessastaðatjörn og farið niður þó það hafi aldrei nokkurn tímann gerst áður. Það var raunin. Þarna voru þeir allir í einni kös. Höfðu farið út á ísinn, hann gefið eftir, og þeir ekki náð að krafla sig aftur upp. Þetta er rétt frá landi.“ Hestarnir fundust með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hitamæli þyrlunnar var beitt til að finna hestana. „Það er ekki nema rúm vika síðan menn voru að gá að hestunum, þar af starfsmaður frá okkur, og allt var í toppstandi. Þannig að þetta hefur gerst einhvern síðustu daga.“Ung stúlka hafi misst báða reiðhestana sína í slysinuEinar segist ekki geta lýst því með orðum hvernig honum líður. „Menn bindast sterkum böndum við þessa hesta. Þetta er milli 80 og 90 sem fyrirtækið á, en það er náttúrulega unnið með á annað þúsund hestum yfir sumarið, en það er í sumarferðum þar sem bændur eru í raun verktakar fyrir okkur. Sumir af þessum hestum er búið að vera í okkar eigu í um fimmtán ár. Þú getur rétt ímyndað þér tengslin við starfsfólkið. Eins og ég sagði við mína starfsmenn þá má þakka guði fyrir að þetta séu ekki börnin okkar, en næsta skref við.“ Einar segir að ung stúlka hafi misst báða reiðhestana sína í slysinu. „Þú getur rétt ímyndað þér hvílíkt tjón það er. Þetta er svo svakalegt að maður veit ekkert hvað á að segja. Þetta er alveg skelfilegt.“ Atvinnutæki og vinirEinar segir hina hestana tilheyra ýmsum félögum í Sóta. „Meðal annars var verðlaunameri frá dóttur minni og tengdasyni sem þau stefndu hátt með. Þau fengu risatilboð síðastliðið sumar sem þau höfnuðu. Þú getur rétt ímyndað þér tjónið sem þau verða fyrir. Þetta eru okkar atvinnutæki en vinir okkar um leið en það er ekki síðra tjónið sem hinn almenni félagi í þessu hestamannafélagi verður fyrir. Missa kannski alla sína hesta, eða hvernig sem það lítur út.“Uppfært kl. 14:40. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að Gæslan hafi verið í almennu gæsluflugi í morgun en frétt af málinu og því ákveðið að fljúga yfir svæðið. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að að gefnu tilefni vilji Landhelgisgæslan benda á að þyrla hennar hafi ekki þátt í skipulagðri leit að hrossum á Álftanesi í morgun. „Hið rétta er að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vissi af leitinni og þegar þyrlan var á leið í reglubundið eftirlits- og gæsluflug var ákveðið að fljúga yfir svæðið. Áhöfn þyrlunnar kom fljótt auga á hrossinn í Bessastaðatjörn og tilkynnti það til stjórnstöðvar sem gerði lögreglu viðvart. Var síðan áfram haldið í fyrirhugað flug.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira