Sport

Ali lagður inn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ali ásamt Mario Lopez.
Ali ásamt Mario Lopez. Vísir/Getty
Muhammad Ali, ein mesta goðsögnin í bardagabransanum, liggur nú á sjúkrahúsi vegna vægrar lungnabólgu samkvæmt talsmanni hans.

Bob Gunnell, talsmaður Ali, segir að Ali sé í stöðugu ástandi, en hann glímir við Parkinson veikina.

„Spárnar eru góðar," sagði Gunnell, en Ali er ráðlagt að dvelja lengur á sjúkrahúsinu. Gunnell gaf ekkert meira upp um horfur Ali.

Ali greindist með Parkinson veikina árið 1984, þremur árum eftir að hann hætti í boxinu. Ali er þrefaldur meistari í þungavigt, en hann keppti alls 61 bardaga og tapaði einungis fimm.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×